Tímasóun Lára G. Sigurðardóttir skrifar 17. júní 2019 11:00 Karoshi er þekkt fyrirbæri í Japan þar sem fólk deyr skyndilega eftir að ofkeyra sig í vinnu. Dánarorsök er venjulega hjartaáfall eða heilablóðfall af völdum streitu. Stundum sjálfsvíg. Í vikunni var greint frá íslenskri rannsókn þar sem kom í ljós að unglingar eru svefnvana, þreyttir og undir of miklu álagi. Íþróttir eru seint að kvöldi, skjánotkun eftirlitslaus og þeir telja sig vera að sóa tíma sé ekki nóg fyrir stafni haft. Þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem sýnir að börnin okkar eru á hraðri leið inn í heim streitu og vanlíðanar. Leið til betri vegar er í sjónmáli. Þau nefna dæmi eins og að hafa íþróttaiðkun fyrr á daginn. Það er vel þekkt í svefnvísindum að eitt mikilvægasta svefnráðið er einmitt að stunda líkamsrækt fyrir kvöldmatartíma því æfing seint að kvöldi getur seinkað lífklukkunni og skert svefngæði. Þegar þau segjast vera eftirlitslaus og gleyma sér í símanum eru þau að senda skilaboð um að þau þurfi aðhald. Blátt ljós frá skjáum seint að kvöldi seinkar enn frekar lífklukkunni (sem er þegar seinkuð hjá unglingum) og skerðir svefn. Hér er gott að minna á orð Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis hjá Streituskólanum: „Allir upplifa streitu og hún lagast ef maður hvílist. Hvíldin byggir upp heilann og styrkir okkur og ver okkur gegn álaginu.“ Hvaðan ætli börnin okkar fái þá hugmynd að það sé slæmt að vera ekki með mikið skipulag og mikið að gera, það sé sóun á tíma? Þau eiga alla sína ævi fram undan og orðið tímasóun skýtur því skökku við. Við sem foreldrar og samfélag þurfum að finna börnunum betri farveg með svefn og slökun innanborðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Karoshi er þekkt fyrirbæri í Japan þar sem fólk deyr skyndilega eftir að ofkeyra sig í vinnu. Dánarorsök er venjulega hjartaáfall eða heilablóðfall af völdum streitu. Stundum sjálfsvíg. Í vikunni var greint frá íslenskri rannsókn þar sem kom í ljós að unglingar eru svefnvana, þreyttir og undir of miklu álagi. Íþróttir eru seint að kvöldi, skjánotkun eftirlitslaus og þeir telja sig vera að sóa tíma sé ekki nóg fyrir stafni haft. Þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem sýnir að börnin okkar eru á hraðri leið inn í heim streitu og vanlíðanar. Leið til betri vegar er í sjónmáli. Þau nefna dæmi eins og að hafa íþróttaiðkun fyrr á daginn. Það er vel þekkt í svefnvísindum að eitt mikilvægasta svefnráðið er einmitt að stunda líkamsrækt fyrir kvöldmatartíma því æfing seint að kvöldi getur seinkað lífklukkunni og skert svefngæði. Þegar þau segjast vera eftirlitslaus og gleyma sér í símanum eru þau að senda skilaboð um að þau þurfi aðhald. Blátt ljós frá skjáum seint að kvöldi seinkar enn frekar lífklukkunni (sem er þegar seinkuð hjá unglingum) og skerðir svefn. Hér er gott að minna á orð Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis hjá Streituskólanum: „Allir upplifa streitu og hún lagast ef maður hvílist. Hvíldin byggir upp heilann og styrkir okkur og ver okkur gegn álaginu.“ Hvaðan ætli börnin okkar fái þá hugmynd að það sé slæmt að vera ekki með mikið skipulag og mikið að gera, það sé sóun á tíma? Þau eiga alla sína ævi fram undan og orðið tímasóun skýtur því skökku við. Við sem foreldrar og samfélag þurfum að finna börnunum betri farveg með svefn og slökun innanborðs.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar