Gömul hné Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. júní 2019 09:00 Raunalegt er að vakna upp við það einn daginn, að líkamlegt ástand manns er miklu lakara en jafnaldrans, sem litinn var hornauga fyrir að iðka aldrei íþróttir að neinu marki,“ segir Kjersti Grini. Kjersti var ein skærasta handboltastjarna Norðmanna í lok aldarinnar sem leið. Á ferlinum skoraði hún þúsund mörk fyrir norska landsliðið. Hún hætti að spila árið 2003. Í 16 ár hefur hún barist við afleiðingar íþróttameiðsla. Á glæstum ferli sinnti hún hvorki aðvörunum sérfræðinga né skýrum hættumerkjum frá eigin líkama. Nú hellast afleiðingarnar yfir. Kjersti getur ekki leikið sér með bolta með börnum sínum úti garði, þessi mikla afrekskona, sem enn hefur ekki náð miðjum aldri. Verkirnir aftra henni frá flestu sem reynir á líkamann og jafnaldrar hennar líta á sem sjálfsagðan hlut. Norska ríkissjónvarpið gerði könnun meðal 142 afreksíþróttamanna Noregs, sem voru á hátindi ferils síns 1994. Könnunin náði til 23 íþróttagreina. Spurt var um áhrif keppnisferilsins á heilsufarið til dagsins í dag. Nú, aldarfjórðungi síðar, stríðir um helmingur hópsins við slæmar afleiðingar íþróttameiðsla. Flest gera ráð fyrir að þurfa að lifa með raunum sínum alla tíð. Eymsli í liðum er algengasta skrokkskjóðan, um helmingur þjáist í hnjánum. Hlutfall slíkra einkenna er tvöfalt í afrekshópnum í samanburði við annað fólk á sama reki, sem hefur verið forsjálla í keppninni á íþróttavellinum eða hreinlega setið heima. Keppnisferillinn skilur eftir sig fleiri alvarleg mein hjá körlum en konum. Hefðbundnar vetraríþróttir sem stundaðar eru utandyra leika fólk síður grátt en vinsælar hópíþróttir, sem reyna mikið á stoðkerfi líkamans . Um áttatíu prósent hópsins segjast engan stuðning fá frá íþróttahreyfingunni eftir að keppnisferli lýkur, hvorki íþróttafélögum, sérsamböndum né „Olympiatoppen“, sem á að sinna afreksfólki í Noregi. Margir íþróttamenn slíta krossbönd. Æ yngri afreksmenn verða fyrir því. Norskir sjúkraþjálfarar fullyrða að með æfingum megi koma í veg fyrir um helming slíkra meiðsla. Alltof margir virðast skella skollaeyrunum við ráðum fagmanna, því fimmtán árum eftir krossbandsslit, þjáist helmingur fórnarlamba af slitgigt. Talað er um „ungt fólk með gömul hné“. Ýmislegt bendir til að nú sé að verða vitundarvakning í norska íþróttaheiminum. Tími til kominn, því vítin sem þarf að varast verða æ meira áberandi. Hópíþróttum á Íslandi hefur sannarlega vaxið ásmegin. Fáir hafa glatt þjóðina meira en íþróttafólk í alþjóðlegri keppni. Brýnt er að læra af reynslunni heima og erlendis, og búa svo um hnútana að afreksfólkið okkar fái bestu þjónustu, ekki síst sjúkraþjálfun og leiðbeiningar um hvernig við beitum skrokknum, strax frá unga aldri. Kapp er best með forsjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Raunalegt er að vakna upp við það einn daginn, að líkamlegt ástand manns er miklu lakara en jafnaldrans, sem litinn var hornauga fyrir að iðka aldrei íþróttir að neinu marki,“ segir Kjersti Grini. Kjersti var ein skærasta handboltastjarna Norðmanna í lok aldarinnar sem leið. Á ferlinum skoraði hún þúsund mörk fyrir norska landsliðið. Hún hætti að spila árið 2003. Í 16 ár hefur hún barist við afleiðingar íþróttameiðsla. Á glæstum ferli sinnti hún hvorki aðvörunum sérfræðinga né skýrum hættumerkjum frá eigin líkama. Nú hellast afleiðingarnar yfir. Kjersti getur ekki leikið sér með bolta með börnum sínum úti garði, þessi mikla afrekskona, sem enn hefur ekki náð miðjum aldri. Verkirnir aftra henni frá flestu sem reynir á líkamann og jafnaldrar hennar líta á sem sjálfsagðan hlut. Norska ríkissjónvarpið gerði könnun meðal 142 afreksíþróttamanna Noregs, sem voru á hátindi ferils síns 1994. Könnunin náði til 23 íþróttagreina. Spurt var um áhrif keppnisferilsins á heilsufarið til dagsins í dag. Nú, aldarfjórðungi síðar, stríðir um helmingur hópsins við slæmar afleiðingar íþróttameiðsla. Flest gera ráð fyrir að þurfa að lifa með raunum sínum alla tíð. Eymsli í liðum er algengasta skrokkskjóðan, um helmingur þjáist í hnjánum. Hlutfall slíkra einkenna er tvöfalt í afrekshópnum í samanburði við annað fólk á sama reki, sem hefur verið forsjálla í keppninni á íþróttavellinum eða hreinlega setið heima. Keppnisferillinn skilur eftir sig fleiri alvarleg mein hjá körlum en konum. Hefðbundnar vetraríþróttir sem stundaðar eru utandyra leika fólk síður grátt en vinsælar hópíþróttir, sem reyna mikið á stoðkerfi líkamans . Um áttatíu prósent hópsins segjast engan stuðning fá frá íþróttahreyfingunni eftir að keppnisferli lýkur, hvorki íþróttafélögum, sérsamböndum né „Olympiatoppen“, sem á að sinna afreksfólki í Noregi. Margir íþróttamenn slíta krossbönd. Æ yngri afreksmenn verða fyrir því. Norskir sjúkraþjálfarar fullyrða að með æfingum megi koma í veg fyrir um helming slíkra meiðsla. Alltof margir virðast skella skollaeyrunum við ráðum fagmanna, því fimmtán árum eftir krossbandsslit, þjáist helmingur fórnarlamba af slitgigt. Talað er um „ungt fólk með gömul hné“. Ýmislegt bendir til að nú sé að verða vitundarvakning í norska íþróttaheiminum. Tími til kominn, því vítin sem þarf að varast verða æ meira áberandi. Hópíþróttum á Íslandi hefur sannarlega vaxið ásmegin. Fáir hafa glatt þjóðina meira en íþróttafólk í alþjóðlegri keppni. Brýnt er að læra af reynslunni heima og erlendis, og búa svo um hnútana að afreksfólkið okkar fái bestu þjónustu, ekki síst sjúkraþjálfun og leiðbeiningar um hvernig við beitum skrokknum, strax frá unga aldri. Kapp er best með forsjá.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun