Fagna tilnefningu til ljóns í Cannes Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2019 13:24 Karlmennirnir lásu sannar frásagnir kvenna frá öllum heimshornum. Þær áttu það sameiginlegt að hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur hlotið tilnefningu til Ljónsins í Cannes fyrir HeForShe-herferð UN Women; „Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur“. Herferðin er tilnefnd til Glerljónsins (Glass Lion). Svo segir í tilkynningu frá Pipar/TBWA. Samkvæmt lýsingu hátíðarinnar er Glerljónið flokkur almannaheillaauglýsinga sem ætlað er að „breyta heiminum“ með jákvæðum áhrifum á málefni eins og t.d. rótgróna kynjamismunun, ójafnvægi eða óréttlæti. Herferðin hefur nú þegar verið verðlaunuð tvisvar hér heima, en hún var valin almannaheillauglýsing ársins á Lúðrinum – íslensku auglýsingaverðlaununum, og herferð ársins á verðlaunahátíð Félags íslenskra teiknara (FÍT). Verðlaunahátíð Ljónsins í Cannes verður haldin dagana 14.–21. júní. Björn Jónsson hugmyndastjóri á Pipar\TBWA segir tilnefninguna mikinn heiður. „Í raun er tilnefning til Ljónsins í Cannes einhver mesti heiður sem auglýsingastofu getur hlotnast. Þetta eru stærstu og virtustu auglýsingaverðlaun heims, einskonar Óskarsverðlaun auglýsingabransans, og innsendingar í keppnina skipta tugum þúsunda, hvaðanæva að úr heiminum.“ Í myndbandi herferðarinnar les hópur karlmanna, þekktra sem óþekktra, upp sannar frásagnir kvenna af kynbundnu ofbeldi frá ýmsum heimshornum. Þeir komast svo að því, í miðjum lestri, að þolandinn í einni frásögninni, situr á móti þeim. Sú kona, Sigrún Sif Jóelsdóttir, var upphaflega nafnlaus en steig síðar fram í fjölmiðlum. „Það er líka sérstaklega ánægjulegt að fá tilnefningu fyrir þessa herferð“, segir Selma Rut Þorsteinsdóttir, hönnunarstjóri á Pipar\TBWA. „Málefnið skiptir okkur öll gríðarlega miklu máli og við nálguðumst það af eins mikilli virðingu og mögulegt var, en náðum samt þessum slagkrafti. Samstarfið við UN Women var frábært en allt ferlið við gerð auglýsingarinnar var unnið í nánu samstarfi og þær treystu okkur hundrað prósent fyrir þessari hugmynd, sem var dálítið brothætt. Við erum bæði meyr í hjartanu og að springa úr stolti. Nú þurfum við bara að fara til Cannes og standa fyrir máli okkar frammi fyrir lokadómnefndinni.“ Frakkland Tengdar fréttir Sigrún Sif mun leiða Ljósagöngu UN Women Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. 25. nóvember 2018 10:30 Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01 Mest lesið Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur hlotið tilnefningu til Ljónsins í Cannes fyrir HeForShe-herferð UN Women; „Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur“. Herferðin er tilnefnd til Glerljónsins (Glass Lion). Svo segir í tilkynningu frá Pipar/TBWA. Samkvæmt lýsingu hátíðarinnar er Glerljónið flokkur almannaheillaauglýsinga sem ætlað er að „breyta heiminum“ með jákvæðum áhrifum á málefni eins og t.d. rótgróna kynjamismunun, ójafnvægi eða óréttlæti. Herferðin hefur nú þegar verið verðlaunuð tvisvar hér heima, en hún var valin almannaheillauglýsing ársins á Lúðrinum – íslensku auglýsingaverðlaununum, og herferð ársins á verðlaunahátíð Félags íslenskra teiknara (FÍT). Verðlaunahátíð Ljónsins í Cannes verður haldin dagana 14.–21. júní. Björn Jónsson hugmyndastjóri á Pipar\TBWA segir tilnefninguna mikinn heiður. „Í raun er tilnefning til Ljónsins í Cannes einhver mesti heiður sem auglýsingastofu getur hlotnast. Þetta eru stærstu og virtustu auglýsingaverðlaun heims, einskonar Óskarsverðlaun auglýsingabransans, og innsendingar í keppnina skipta tugum þúsunda, hvaðanæva að úr heiminum.“ Í myndbandi herferðarinnar les hópur karlmanna, þekktra sem óþekktra, upp sannar frásagnir kvenna af kynbundnu ofbeldi frá ýmsum heimshornum. Þeir komast svo að því, í miðjum lestri, að þolandinn í einni frásögninni, situr á móti þeim. Sú kona, Sigrún Sif Jóelsdóttir, var upphaflega nafnlaus en steig síðar fram í fjölmiðlum. „Það er líka sérstaklega ánægjulegt að fá tilnefningu fyrir þessa herferð“, segir Selma Rut Þorsteinsdóttir, hönnunarstjóri á Pipar\TBWA. „Málefnið skiptir okkur öll gríðarlega miklu máli og við nálguðumst það af eins mikilli virðingu og mögulegt var, en náðum samt þessum slagkrafti. Samstarfið við UN Women var frábært en allt ferlið við gerð auglýsingarinnar var unnið í nánu samstarfi og þær treystu okkur hundrað prósent fyrir þessari hugmynd, sem var dálítið brothætt. Við erum bæði meyr í hjartanu og að springa úr stolti. Nú þurfum við bara að fara til Cannes og standa fyrir máli okkar frammi fyrir lokadómnefndinni.“
Frakkland Tengdar fréttir Sigrún Sif mun leiða Ljósagöngu UN Women Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. 25. nóvember 2018 10:30 Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01 Mest lesið Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Sigrún Sif mun leiða Ljósagöngu UN Women Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. 25. nóvember 2018 10:30
Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01