Eflum fullveldi Íslands Kjartan Þór Ingason skrifar 4. júní 2019 16:08 Í umræðunni um þriðja orkupakkann, sem hefur vægast sagt fengið talsverða athygli í samfélaginu seinustu misseri, er oft minnst á Samninginn um Evrópska Efnhagsvæðið (EES). Samningurinn hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á íslenskt samfélag seinastliðin 25 ár. Aðild Íslands að samningnum hefur bætt lífskjör landsmanna, tryggt íslenskum fyrirtækjum aðgang að evrópskum mörkuðum, bætt neytendavernd, og veitt Íslendingum frelsi til að starfa, stunda nám og setjast að hvar sem er innan EES-svæðisins svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir alla fjölmörgu kosti EES-samningsins hefur samningurinn ýmsa vankanta, til að mynda er varða samningsstöðu Íslands. EES-samningurinn byggir á hugmyndafræði um hið svo kallaða tveggja stoða kerfis, sem þýðir að Ísland ásamt Noregi og Lichtenstein skuldbinda sig til að innleiða drjúgan hluta reglugerða og tilskipana aðildaríkja ESB þrátt fyrir að vera ekki meðlimir að Sambandinu, gegn því að fá aðild að innri markaði ESB. Í stuttu máli ber íslenska ríkinu skylda til að innleiða viðeigandi tilskipanir og reglugerðir án þess að koma að málsmeðferð þeirra með beinum hætti frá upphafi innan framkvæmdarstjórnar ESB, án aðkomu innan ráðherraráðs ESB og án þáttökuréttar til atkvæðagreiðslu innan Evrópuþingsins.En hvernig er hægt að bæta þennan vanda? Þó EES-ríkin geti vissulega komið athugasemdum sínum um efnisatriði mála á framfæri til framkvæmdarstjórnar ESB í gegnum sameiginlegu EES-nefndina, þá hefst það ferli ekki fyrr en á síðari hluta málefnavinnunnar. Sú staða er ekki ósvipuð því að taka þátt í kökubakstri en fá einungis að koma með hugmynd að uppskrift eftir að deigið er komið í formið. Þetta atriði skiptir veigamiklu máli fyrir hagsmuni Íslands, enda er mun auðveldara að hafa áhrif á þróun tilskipana og reglugerða ESB í upphafi málefnavinnunnar frekar en á lokametrum málaundirbúnings. Með inngöngu Íslands í ESB myndi staðan gjörbreytast og styrkja samningsstöðu landsins. Ísland fengi einn fulltrúa í framkvæmdarstjórn ESB líkt og öll önnur aðildaríki, ráðherrar landsins fengju sæti í ráðherraráði ESB og Ísland fengi þjóðkjörna þingmenn inn á Evrópuþingið. Þar að leiðandi myndi Ísland öðlast sæti við borðið sem fullvalda ríki í samstarfi við önnur fullvalda ríki og tæki virkan þátt í mótun sameiginlegra reglugerða frá hugmyndarstigi til endapunkts. Sumir telja að inganga Íslands í ESB sé ógn við fullveldi landsins, en ég tel að þvert á móti muni aðild Íslands að Sambandinu ekki einungis bjóða upp á aukin lífsgæði fyrir landsmenn heldur einnig styrkja fullveldi Ísland í samanburði við núverandi fyrirkomulag. Í stað þess að þurfa hokra frammi á gangi í þeirri von um að vinaþjóðir okkar komi áherslum okkar á framfæri getum tekið málin í okkar eigin. Máltækið segir að margur er klár þótt hann sé smár og Ísland hefur sýnt það og sannað að þó við séum ekki fjölmennt samfélag höfum við alla burði til að vera virkur þáttakandi í alþjóðasamfélaginu. Tökum umræðuna, krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn Íslands í ESB og styrkjum áhrif Íslands í mótun ESB/EES reglugerða sem fullvalda ríki meðal fullvaldra ríkja. Það er tími til kominn að Alþingi sýni það og sanni að það treysti landsmönnum til að ákvarða eigin framtíð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og situr í stjórn Ungra Evrópusinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um þriðja orkupakkann, sem hefur vægast sagt fengið talsverða athygli í samfélaginu seinustu misseri, er oft minnst á Samninginn um Evrópska Efnhagsvæðið (EES). Samningurinn hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á íslenskt samfélag seinastliðin 25 ár. Aðild Íslands að samningnum hefur bætt lífskjör landsmanna, tryggt íslenskum fyrirtækjum aðgang að evrópskum mörkuðum, bætt neytendavernd, og veitt Íslendingum frelsi til að starfa, stunda nám og setjast að hvar sem er innan EES-svæðisins svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir alla fjölmörgu kosti EES-samningsins hefur samningurinn ýmsa vankanta, til að mynda er varða samningsstöðu Íslands. EES-samningurinn byggir á hugmyndafræði um hið svo kallaða tveggja stoða kerfis, sem þýðir að Ísland ásamt Noregi og Lichtenstein skuldbinda sig til að innleiða drjúgan hluta reglugerða og tilskipana aðildaríkja ESB þrátt fyrir að vera ekki meðlimir að Sambandinu, gegn því að fá aðild að innri markaði ESB. Í stuttu máli ber íslenska ríkinu skylda til að innleiða viðeigandi tilskipanir og reglugerðir án þess að koma að málsmeðferð þeirra með beinum hætti frá upphafi innan framkvæmdarstjórnar ESB, án aðkomu innan ráðherraráðs ESB og án þáttökuréttar til atkvæðagreiðslu innan Evrópuþingsins.En hvernig er hægt að bæta þennan vanda? Þó EES-ríkin geti vissulega komið athugasemdum sínum um efnisatriði mála á framfæri til framkvæmdarstjórnar ESB í gegnum sameiginlegu EES-nefndina, þá hefst það ferli ekki fyrr en á síðari hluta málefnavinnunnar. Sú staða er ekki ósvipuð því að taka þátt í kökubakstri en fá einungis að koma með hugmynd að uppskrift eftir að deigið er komið í formið. Þetta atriði skiptir veigamiklu máli fyrir hagsmuni Íslands, enda er mun auðveldara að hafa áhrif á þróun tilskipana og reglugerða ESB í upphafi málefnavinnunnar frekar en á lokametrum málaundirbúnings. Með inngöngu Íslands í ESB myndi staðan gjörbreytast og styrkja samningsstöðu landsins. Ísland fengi einn fulltrúa í framkvæmdarstjórn ESB líkt og öll önnur aðildaríki, ráðherrar landsins fengju sæti í ráðherraráði ESB og Ísland fengi þjóðkjörna þingmenn inn á Evrópuþingið. Þar að leiðandi myndi Ísland öðlast sæti við borðið sem fullvalda ríki í samstarfi við önnur fullvalda ríki og tæki virkan þátt í mótun sameiginlegra reglugerða frá hugmyndarstigi til endapunkts. Sumir telja að inganga Íslands í ESB sé ógn við fullveldi landsins, en ég tel að þvert á móti muni aðild Íslands að Sambandinu ekki einungis bjóða upp á aukin lífsgæði fyrir landsmenn heldur einnig styrkja fullveldi Ísland í samanburði við núverandi fyrirkomulag. Í stað þess að þurfa hokra frammi á gangi í þeirri von um að vinaþjóðir okkar komi áherslum okkar á framfæri getum tekið málin í okkar eigin. Máltækið segir að margur er klár þótt hann sé smár og Ísland hefur sýnt það og sannað að þó við séum ekki fjölmennt samfélag höfum við alla burði til að vera virkur þáttakandi í alþjóðasamfélaginu. Tökum umræðuna, krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn Íslands í ESB og styrkjum áhrif Íslands í mótun ESB/EES reglugerða sem fullvalda ríki meðal fullvaldra ríkja. Það er tími til kominn að Alþingi sýni það og sanni að það treysti landsmönnum til að ákvarða eigin framtíð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og situr í stjórn Ungra Evrópusinna.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun