Körfubolti

Ægir úr leik í Argentínu eftir oddaleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ægir í leik með Stjörnunni í vetur.
Ægir í leik með Stjörnunni í vetur. vísir/bára
Ægir Þór Steinarsson og félagar í argentínska liðinu Regatas eru úr leik í argentínsku úrslitakeppninni í körfubolta eftir 78-73 tap gegn Instituto í oddaleik í nótt.

Instituto vann fyrstu tvo leikina á heimavelli áður en viðureignin færðist yfir á heimavöll Ægis og félaga þar sem þeir unnu tvo næstu leiki. Því var leikurinn í nótt úrslitaleikur um að komast í undanúrslit.

Instituto byrjaði af fínum krafti og var sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Þeir leiddu einnig eftir annan leikhluta en Ægir og félagar náðu að minnka muninn aðeins í þriðja leikhluta.







Í fjórða og síðasta leikhlutanum var munurinn minnst eitt stig, 70-69, en þá gáfu heimamenn í Institutu aftur í og unnu leikinn með fimm stigum, 78-73.

Ægir Þór skoraði átta stig á þeim tuttugu mínútum sem hann lék en hann er nú kominn í sumarfrí eftir langt og strangt tímabil með tveimur liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×