Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 08:02 Elísa Kristinsdóttir var stjarnan eftir frábæra og sögulega frammistöðu i Gyðjunni. Hún hljóp hundrað kílómetra á mettíma. @sulurvertical Elísa Kristinsdóttir var stjarna dagsins á Súlum Vertical hlaupahátíðinni um Verslunarmannahelgina en hún kom langfyrst í mark í Gyðjunni sem er hundrað kílómetra fjallahlaup frá Goðafossi til Akureyrar. Andrea Kolbeinsdóttir hefur verið dugleg að bæta met sín og annarra síðustu mánuðu og ár en núna tók Elísa eitt met af henni. Elísa hefur verið þekktari fyrir afrek sín í Bakgarðshlaupum en þarna sýndi hún heldur betur styrk sinn í fjallahlaupum. Elísa gerði miklu meira en að setja nýtt met í Gyðjunni því hún bætti brautarmet Andreu um heilar níutíu mínútur eða einn og hálfan klukkutíma sem er mögnuð bæting. Elísa kom í mark á tíu klukkutímum, 45 mínútum og sautján sekúndum. Gyðjan er hundrað kílómetra fjallahlaup með 3580 metra hækkun. Hlaupið hefst við Goðafoss og þaðan er hlaupið yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði til Akureyrar, í gegnum Kjarnaskóg, upp á bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum niður í miðbæ Akureyrar. View this post on Instagram A post shared by Elísa Kristinsdóttir (@elisakristins) „Mér líður furðuvel. Ég er náttúrulega alveg hömruð í fótunum og þreytt en nokkuð góð bara. Það gekk vel í dag, sagði Elísa í viðtali á miðlum Súlu Vertical eftir hlaupið. Ætlaði hún að taka metið hennar Andreu? „Ég var með markmiðið 11:50 og ég var nokkuð viss um að ég gæti gert það en ekkert mikið betur en það. Ég var í rauninni bara ánægð með allt undir tólf tímum því það var markmiðið í dag,“ sagði Elísa sem var því mun fljótari en það markmið. Henni leið þó ekki alveg vel allan tímann. „Það var þarna eftir Kjarnaskóg og fram að Súlum sem var smá erfitt. Það var eitthvað að söltunum hjá mér. Smá svimi og eitthvað. Ég kom því í lag og kom upp úr því,“ sagði Elísa. Eftir Kjarnaskóg tók við níu hundruð metra hækkun upp á bæjarfjallið Súlur. Hún hljóp síðan niður til Akureyrar og endaði í markinu í miðjum bænum. Hvernig tilfinning var að koma í markið? „Bara sturlað. Ég þarf einhvern tíma til að átta mig á þessu því þetta er mjög óraunverulegt,“ sagði Elísa eins og sjá má hér fyrir neðan. Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstur karla í mark í Tröllinu á nýju brautarmeti 04:01:58. Sigurjón Ernir Sturluson var fyrstur í mark í Súlum á tímanum 02:31:27. View this post on Instagram A post shared by Súlur Vertical (@sulurvertical) Frjálsar íþróttir Hlaup Akureyri Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Andrea Kolbeinsdóttir hefur verið dugleg að bæta met sín og annarra síðustu mánuðu og ár en núna tók Elísa eitt met af henni. Elísa hefur verið þekktari fyrir afrek sín í Bakgarðshlaupum en þarna sýndi hún heldur betur styrk sinn í fjallahlaupum. Elísa gerði miklu meira en að setja nýtt met í Gyðjunni því hún bætti brautarmet Andreu um heilar níutíu mínútur eða einn og hálfan klukkutíma sem er mögnuð bæting. Elísa kom í mark á tíu klukkutímum, 45 mínútum og sautján sekúndum. Gyðjan er hundrað kílómetra fjallahlaup með 3580 metra hækkun. Hlaupið hefst við Goðafoss og þaðan er hlaupið yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði til Akureyrar, í gegnum Kjarnaskóg, upp á bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum niður í miðbæ Akureyrar. View this post on Instagram A post shared by Elísa Kristinsdóttir (@elisakristins) „Mér líður furðuvel. Ég er náttúrulega alveg hömruð í fótunum og þreytt en nokkuð góð bara. Það gekk vel í dag, sagði Elísa í viðtali á miðlum Súlu Vertical eftir hlaupið. Ætlaði hún að taka metið hennar Andreu? „Ég var með markmiðið 11:50 og ég var nokkuð viss um að ég gæti gert það en ekkert mikið betur en það. Ég var í rauninni bara ánægð með allt undir tólf tímum því það var markmiðið í dag,“ sagði Elísa sem var því mun fljótari en það markmið. Henni leið þó ekki alveg vel allan tímann. „Það var þarna eftir Kjarnaskóg og fram að Súlum sem var smá erfitt. Það var eitthvað að söltunum hjá mér. Smá svimi og eitthvað. Ég kom því í lag og kom upp úr því,“ sagði Elísa. Eftir Kjarnaskóg tók við níu hundruð metra hækkun upp á bæjarfjallið Súlur. Hún hljóp síðan niður til Akureyrar og endaði í markinu í miðjum bænum. Hvernig tilfinning var að koma í markið? „Bara sturlað. Ég þarf einhvern tíma til að átta mig á þessu því þetta er mjög óraunverulegt,“ sagði Elísa eins og sjá má hér fyrir neðan. Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstur karla í mark í Tröllinu á nýju brautarmeti 04:01:58. Sigurjón Ernir Sturluson var fyrstur í mark í Súlum á tímanum 02:31:27. View this post on Instagram A post shared by Súlur Vertical (@sulurvertical)
Frjálsar íþróttir Hlaup Akureyri Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira