Samspil óvina Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 8. júní 2019 17:15 West-Eastern Divan er sinfóníuhljómsveit ungmenna af ólíkum uppruna sem stjórnandinn Daniel Barenboim stofnaði til að sanna að ungt fólk frá Ísrael og Arabalöndum geti sameinast um góð verk. Hugsjónin var að skapa skilning milli þjóða sem lengi hafa eldað grátt silfur. Ungt hæfileikafólk fyrir botni Miðjarðarhafsins dreymir um að komast í hljómsveitina, sem nýtur mikillar viðurkenningar í heimi tónlistarinnar. Ungmennin sjá þar fyrirmyndir, sem þau vilja fylgja. Engum datt í hug, ekki einu sinni Barenboim sjálfum, að honum tækist að stilla til friðar með uppátækinu, sem alls ekki féll í góðan jarðveg hjá harðlínumönnum. En hvað sem því líður, Barenboim hefur tekist að sanna að „svarnir óvinir“ geta lyft grettistaki með því að stilla saman strengi ef hugarfarið er rétt. Og víst er að hljómsveitin hefur haft góð áhrif á eitrað andrúmsloftið. Hún er orðin tákn hins mögulega hjá stórum hópum. Góðar og áberandi fyrirmyndir valda straumhvörfum víðar, ekki síst í íþróttum. Mörgum þykir fótboltaheimurinn tákn um fjáraustur, óhóf og öfgafulla stjörnudýrkun – en um leið er hann órækur vitnisburður um heillandi samstarf fólks af ólíkum uppruna. Dæmi er um stjörnulið í sterkustu deildum með byrjunarlið af 11 þjóðernum. Börn og unglingar upplifa það sem sjálfsagðan hlut og hætta að velta fyrir sér kynþætti eða uppruna líkt og fyrri kynslóðir gerðu. Þetta breytir viðhorfum. Egyptinn Mo Salah, hin geðþekka fótboltahetja Liverpool, er múslimi líkt og flestir landar hans. Stórir hópar við Merseyside hafa litið múslima hornauga. Nú er það breytt. Könnun Stanford-háskóla sýnir að óvild í garð múslima hefur snarminnkað á örfáum misserum. Viðhorfsbreytingin er rakin til afreka þessa frábæra boltasnillings og ljúfmannlegrar framkomu hans innan vallar og utan. Hann hefur unnið hug og hjörtu fólksins, sýnt og sannað að múslimar eru ágætir, líkt og annað fólk. Þetta er ekkert nýtt. Fyrir aldarfjórðungi eða svo fór þríeykið Gullit, Rijkard og Van Basten fyrir dáðu hollensku landsliði. Þá var útlendingaótti útbreiddari en núna. Félagsvísindamenn fundu út að fátt átti ríkari þátt í viðhorfsbreytingum en stjörnurnar þrjár. Flennistórar myndir af þeim prýddu veggi barnaherbergja og máðu úr huga æskunnar efasemdir um að einn væri öðrum fremri – tveir þeldökkir úr Karíbahafinu og einn evrópskur mann fram af manni. Hliðstæðar sögur er að finna frá mörgum löndum. Listir og íþróttir færa okkur daglega heim sanninn um að fólk af ólíkum uppruna með mismunandi húðlit, trú og menningu, getur unnið saman afrek ef viljinn er fyrir hendi. Þótt háleit hugsjón Barenboim leysi ekki allan vanda sannar hún að náin kynni „óvinanna“ slá á útbreidda hleypidóma, en uppræta þá því miður ekki á augabragði. En dropinn holar steininn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
West-Eastern Divan er sinfóníuhljómsveit ungmenna af ólíkum uppruna sem stjórnandinn Daniel Barenboim stofnaði til að sanna að ungt fólk frá Ísrael og Arabalöndum geti sameinast um góð verk. Hugsjónin var að skapa skilning milli þjóða sem lengi hafa eldað grátt silfur. Ungt hæfileikafólk fyrir botni Miðjarðarhafsins dreymir um að komast í hljómsveitina, sem nýtur mikillar viðurkenningar í heimi tónlistarinnar. Ungmennin sjá þar fyrirmyndir, sem þau vilja fylgja. Engum datt í hug, ekki einu sinni Barenboim sjálfum, að honum tækist að stilla til friðar með uppátækinu, sem alls ekki féll í góðan jarðveg hjá harðlínumönnum. En hvað sem því líður, Barenboim hefur tekist að sanna að „svarnir óvinir“ geta lyft grettistaki með því að stilla saman strengi ef hugarfarið er rétt. Og víst er að hljómsveitin hefur haft góð áhrif á eitrað andrúmsloftið. Hún er orðin tákn hins mögulega hjá stórum hópum. Góðar og áberandi fyrirmyndir valda straumhvörfum víðar, ekki síst í íþróttum. Mörgum þykir fótboltaheimurinn tákn um fjáraustur, óhóf og öfgafulla stjörnudýrkun – en um leið er hann órækur vitnisburður um heillandi samstarf fólks af ólíkum uppruna. Dæmi er um stjörnulið í sterkustu deildum með byrjunarlið af 11 þjóðernum. Börn og unglingar upplifa það sem sjálfsagðan hlut og hætta að velta fyrir sér kynþætti eða uppruna líkt og fyrri kynslóðir gerðu. Þetta breytir viðhorfum. Egyptinn Mo Salah, hin geðþekka fótboltahetja Liverpool, er múslimi líkt og flestir landar hans. Stórir hópar við Merseyside hafa litið múslima hornauga. Nú er það breytt. Könnun Stanford-háskóla sýnir að óvild í garð múslima hefur snarminnkað á örfáum misserum. Viðhorfsbreytingin er rakin til afreka þessa frábæra boltasnillings og ljúfmannlegrar framkomu hans innan vallar og utan. Hann hefur unnið hug og hjörtu fólksins, sýnt og sannað að múslimar eru ágætir, líkt og annað fólk. Þetta er ekkert nýtt. Fyrir aldarfjórðungi eða svo fór þríeykið Gullit, Rijkard og Van Basten fyrir dáðu hollensku landsliði. Þá var útlendingaótti útbreiddari en núna. Félagsvísindamenn fundu út að fátt átti ríkari þátt í viðhorfsbreytingum en stjörnurnar þrjár. Flennistórar myndir af þeim prýddu veggi barnaherbergja og máðu úr huga æskunnar efasemdir um að einn væri öðrum fremri – tveir þeldökkir úr Karíbahafinu og einn evrópskur mann fram af manni. Hliðstæðar sögur er að finna frá mörgum löndum. Listir og íþróttir færa okkur daglega heim sanninn um að fólk af ólíkum uppruna með mismunandi húðlit, trú og menningu, getur unnið saman afrek ef viljinn er fyrir hendi. Þótt háleit hugsjón Barenboim leysi ekki allan vanda sannar hún að náin kynni „óvinanna“ slá á útbreidda hleypidóma, en uppræta þá því miður ekki á augabragði. En dropinn holar steininn.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun