Engin skilyrði, engin gögn Þorvaldur Gylfason skrifar 30. maí 2019 06:00 Reykjavík – Nú er hún loksins komin fyrir augu almennings skýrslan sem Seðlabanki Íslands tók sér tíu og hálft ár til að skila um lánveitingu bankans til Kaupþings 6. október 2008. Tímasetningin er söguleg. Hafi lánveitingin varðað við lög fyrndist meint sök 6. október 2018 þar eð málið var ekki sett í rannsókn. Bankaráði Seðlabankans ber skv. lögum að hafa eftirlit með því að bankinn starfi í samræmi við lög. Bankaráðinu bar því að biðja um opinbera rannsókn á Kaupþingsláninu. Bankaráðið gerði það ekki þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Fundargerðum ráðsins er haldið leyndum. Engar upplýsingar … Skýrsla Seðlabankans um Kaupþingslánið er um 50 bls. að lengd en aðeins fimm síðum er varið í kjarna málsins, sjálfa lánveitinguna. Meginefni skýrslunnar er sjálfsvörn bankans gegn vafasömum aðfinnslum í þá veru að það sé nýrri stjórn bankans eftir hrun að kenna að veðið að baki láninu dugði ekki nema fyrir endurheimt fjárins til hálfs. Í skýrslunni segir (bls. 8 og 10): „Í Seðlabankanum finnast engin gögn sem túlka má sem lánsbeiðni frá Kaupþingi, þar sem fram koma óskir um lánsfjárhæð, lánstíma og önnur lánskjör ásamt upplýsingum um það hvernig nýta ætti lánsféð ... Ekki var … gerð skrifleg bankastjórnarsamþykkt um lánveitinguna. … Til stóð að ganga frá lánssamningi í beinu framhaldi af undirritun veðyfirlýsingarinnar en vegna þeirrar atburðarásar sem hófst með setningu neyðarlaganna síðar þennan sama dag varð aldrei af því. … Af hálfu Seðlabankans voru Kaupþingi engin skilyrði sett fyrir ráðstöfun lánsfjárhæðarinnar. ... Í Seðlabankanum var engar upplýsingar að finna um ráðstöfun lánsfjárins.“ Og bankastjórinn fv. heyrist segja í símann: „Ég býst við því að við fáum ekki þessa peninga til baka.“ „Engin lög voru brotin,“ segir nv. bankastjóri um málið nú. Betur hefði farið á að láta dómstóla skera úr um þann þátt málsins frekar en eftirmann meints sakbornings. … og ekkert Rússagull Lánið til Kaupþings nam 500 milljónum evra. Daginn eftir, 7. október 2008, birti Seðlabankinn svohljóðandi frétt: „Sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, tilkynnti formanni bankastjórnar Seðlabankans í morgun að staðfest hefði verið að Rússland myndi veita Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra. … Putin forsætisráðherra Rússlands hefur staðfest þessa ákvörðun.“ Af þessu varð þó ekki. Í skýrslu Seðlabankans kemur ekkert nýtt fram um ráðstöfun lánsfjárins. Fjölmiðlar og dómstólar höfðu áður upplýst að sama dag og Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra rann þriðjungur fjárins beint til Tortólu. Nánar tiltekið veitti Kaupþing félagi í hlutaeigu eins eigenda bankans lán að upphæð 171 milljón evra og veitti daginn eftir tvö önnur lán, samtals 50 milljónir evra, til tveggja félaga í hliðstæðri eigu (síðara málið er enn fyrir dómstólum). Ekki verður séð að Kaupþing hafi þurft að veita félögum eigenda sinna þessi lán í boði Seðlabankans til að halda velli enda féll Kaupþing þrem dögum síðar. Ekki verður heldur séð að Seðlabankinn telji neitt athugavert við þessar lánveitingar eða annan mokstur út úr bönkunum í miðju hruni. Seðlabankinn á einnig eftir að svara því hvers vegna hann hefur vanrækt að heimta upprunavottorð af þeim sem hafa flutt fé til Íslands á vildarkjörum eftir hrun. Seðlabankinn og FME Sinnuleysi Seðlabankans frammi fyrir lögbrotum í bankakerfinu er áhyggjuefni m.a. vegna þess að ítrekaðar tilraunir bankans til að sölsa undir sig Fjármálaeftirlitið virðast nú vera í þann veginn að takast. Hefði FME sent nær 80 mál til sérstaks saksóknara eftir hrun hefði eftirlitið verið deild í Seðlabankanum? Ekki virðist það líklegt. Væntanlegri innlimun FME í Seðlabankann virðist m.a. ætlað að koma allri meðvirkni með brokkgengum bankamönnum fyrir á einum öruggum stað. Sinnuleysið gagnvart lögbrotum snertir Seðlabankann sjálfan. Einn hrunbankastjóranna þriggja sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga er kominn aftur til starfa í bankanum. Hátt settur starfsmaður bankans viðurkenndi fyrir sérstökum saksóknara 2012 að hafa rofið trúnað 2008. Brotið var talið hafa fyrnzt 2010. Hinn brotlegi virðist ekki hafa fengið meira tiltal innan bankans en svo að hann er nú meðal umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra. Fróðlegt verður að sjá hvernig hæfnisnefnd fjallar um umsókn hans og annarra. Maður veit aldrei … Fróðlegt verður einnig að sjá hvernig forsætisráðherra fer með umsagnir hæfnisnefndarinnar. Rifjast nú upp fleyg ummæli þv. ráðherra um prýðilegan umsækjanda um dómarastarf í Hæstarétti: „Nei, hann gengur ekki, maður veit aldrei hvar maður hefur hann.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Nú er hún loksins komin fyrir augu almennings skýrslan sem Seðlabanki Íslands tók sér tíu og hálft ár til að skila um lánveitingu bankans til Kaupþings 6. október 2008. Tímasetningin er söguleg. Hafi lánveitingin varðað við lög fyrndist meint sök 6. október 2018 þar eð málið var ekki sett í rannsókn. Bankaráði Seðlabankans ber skv. lögum að hafa eftirlit með því að bankinn starfi í samræmi við lög. Bankaráðinu bar því að biðja um opinbera rannsókn á Kaupþingsláninu. Bankaráðið gerði það ekki þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Fundargerðum ráðsins er haldið leyndum. Engar upplýsingar … Skýrsla Seðlabankans um Kaupþingslánið er um 50 bls. að lengd en aðeins fimm síðum er varið í kjarna málsins, sjálfa lánveitinguna. Meginefni skýrslunnar er sjálfsvörn bankans gegn vafasömum aðfinnslum í þá veru að það sé nýrri stjórn bankans eftir hrun að kenna að veðið að baki láninu dugði ekki nema fyrir endurheimt fjárins til hálfs. Í skýrslunni segir (bls. 8 og 10): „Í Seðlabankanum finnast engin gögn sem túlka má sem lánsbeiðni frá Kaupþingi, þar sem fram koma óskir um lánsfjárhæð, lánstíma og önnur lánskjör ásamt upplýsingum um það hvernig nýta ætti lánsféð ... Ekki var … gerð skrifleg bankastjórnarsamþykkt um lánveitinguna. … Til stóð að ganga frá lánssamningi í beinu framhaldi af undirritun veðyfirlýsingarinnar en vegna þeirrar atburðarásar sem hófst með setningu neyðarlaganna síðar þennan sama dag varð aldrei af því. … Af hálfu Seðlabankans voru Kaupþingi engin skilyrði sett fyrir ráðstöfun lánsfjárhæðarinnar. ... Í Seðlabankanum var engar upplýsingar að finna um ráðstöfun lánsfjárins.“ Og bankastjórinn fv. heyrist segja í símann: „Ég býst við því að við fáum ekki þessa peninga til baka.“ „Engin lög voru brotin,“ segir nv. bankastjóri um málið nú. Betur hefði farið á að láta dómstóla skera úr um þann þátt málsins frekar en eftirmann meints sakbornings. … og ekkert Rússagull Lánið til Kaupþings nam 500 milljónum evra. Daginn eftir, 7. október 2008, birti Seðlabankinn svohljóðandi frétt: „Sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, tilkynnti formanni bankastjórnar Seðlabankans í morgun að staðfest hefði verið að Rússland myndi veita Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra. … Putin forsætisráðherra Rússlands hefur staðfest þessa ákvörðun.“ Af þessu varð þó ekki. Í skýrslu Seðlabankans kemur ekkert nýtt fram um ráðstöfun lánsfjárins. Fjölmiðlar og dómstólar höfðu áður upplýst að sama dag og Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra rann þriðjungur fjárins beint til Tortólu. Nánar tiltekið veitti Kaupþing félagi í hlutaeigu eins eigenda bankans lán að upphæð 171 milljón evra og veitti daginn eftir tvö önnur lán, samtals 50 milljónir evra, til tveggja félaga í hliðstæðri eigu (síðara málið er enn fyrir dómstólum). Ekki verður séð að Kaupþing hafi þurft að veita félögum eigenda sinna þessi lán í boði Seðlabankans til að halda velli enda féll Kaupþing þrem dögum síðar. Ekki verður heldur séð að Seðlabankinn telji neitt athugavert við þessar lánveitingar eða annan mokstur út úr bönkunum í miðju hruni. Seðlabankinn á einnig eftir að svara því hvers vegna hann hefur vanrækt að heimta upprunavottorð af þeim sem hafa flutt fé til Íslands á vildarkjörum eftir hrun. Seðlabankinn og FME Sinnuleysi Seðlabankans frammi fyrir lögbrotum í bankakerfinu er áhyggjuefni m.a. vegna þess að ítrekaðar tilraunir bankans til að sölsa undir sig Fjármálaeftirlitið virðast nú vera í þann veginn að takast. Hefði FME sent nær 80 mál til sérstaks saksóknara eftir hrun hefði eftirlitið verið deild í Seðlabankanum? Ekki virðist það líklegt. Væntanlegri innlimun FME í Seðlabankann virðist m.a. ætlað að koma allri meðvirkni með brokkgengum bankamönnum fyrir á einum öruggum stað. Sinnuleysið gagnvart lögbrotum snertir Seðlabankann sjálfan. Einn hrunbankastjóranna þriggja sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga er kominn aftur til starfa í bankanum. Hátt settur starfsmaður bankans viðurkenndi fyrir sérstökum saksóknara 2012 að hafa rofið trúnað 2008. Brotið var talið hafa fyrnzt 2010. Hinn brotlegi virðist ekki hafa fengið meira tiltal innan bankans en svo að hann er nú meðal umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra. Fróðlegt verður að sjá hvernig hæfnisnefnd fjallar um umsókn hans og annarra. Maður veit aldrei … Fróðlegt verður einnig að sjá hvernig forsætisráðherra fer með umsagnir hæfnisnefndarinnar. Rifjast nú upp fleyg ummæli þv. ráðherra um prýðilegan umsækjanda um dómarastarf í Hæstarétti: „Nei, hann gengur ekki, maður veit aldrei hvar maður hefur hann.“
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun