Kyrrðarjóga gegn kulnun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. maí 2019 13:30 Svæfingar-og gjörgæsluhjúkrunarfræðingum á Landspítala hefur boðist að taka þátt í kyrrðarjóga í vetur og hefur það mælst afar vel fyrir, Fréttablaðið/Vilhelm Hlúðu að sjálfum þér þegar þú hjúkrar öðrum er yfirskrift ráðstefnu þrjúhundruð svæfingar- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem nú stendur yfir í Hörpu. Aðstoðardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítala segir gríðarlegt álag fylgja starfinu og jóga og hugleiðsla sé afar áhrifaríkar leiðir til að fást við það. Þátttakendum á ráðstefnunni er boðið að kynnast jóga og áhrifum þess. Þrjúhundruð svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðingar alls staðar að úr heiminum sækja nú ráðstefnu í Hörpu þar sem yfirskriftin er hlúðu að sjálfum þér meðan þú hjúkrar öðrum eða Caring for yourself while caring for others. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítala í Fossvogi sem í forsvari fyrir ráðstefnuna segir að þetta sé stétt sem sé mjög útsett fyrir streitu í starfi. „Við vinnum erfiðu aðstæðum þar sem við erum með líf fólks í höndunum alla daga og stundum gengur vel og stundum illa. Hjá okkur er oft fólk sem er að upplifa sína verstu aðstæður í lífinu og við erum þarna alla daga að taka þátt í þessu með þeim og aðstandendum þeirra. Og til að geta verið til staðar fyrir fólkið okkar þurfum við að hlúa að okkur og því ákváðum við að hafa þessa yfirskrift á ráðstefnunni,“ segir Sigríður. Sigríður segir að eitt af því sem hafi komið afar vel út til að fást við streitu í starfinu sé jóga og hugleiðsla. „Við erum hér að ræða svolítið um kulnun en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkti t.d. kulnun sem sjúkdómsgreiningu í vikunni. Það sem við höfum verið að gera á Landspítalanumer að hjálpa fólki að komast hjá því að lenda í kulnun. við höfum t.d. boðið starfsfólki að taka þátt í svokölluðu kyrrðarjóg og hugleiðslu. Það hefur komið afar vel út og hjálpað okkur mjög mikið en við fáum það einu sinni í viku og stundum það þá í 30 mínútur,“ segir hún. Sigríður leggur áherslu á að kyrrðarjóga hafi reynst svo áhrifarík leið gegn streitu að þetta verði sérstaklega kynnt á ráðstefnunni. „Við erum að vonast til að kveikja svolítið í öllum útlendingunum sem eru hérna með okkur með því að bjóða þeim uppá að taka þátt í kyrrðarjóga og finna sjálft hversu áhrifaríkt það er, segir Sigríður að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Hlúðu að sjálfum þér þegar þú hjúkrar öðrum er yfirskrift ráðstefnu þrjúhundruð svæfingar- og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga sem nú stendur yfir í Hörpu. Aðstoðardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítala segir gríðarlegt álag fylgja starfinu og jóga og hugleiðsla sé afar áhrifaríkar leiðir til að fást við það. Þátttakendum á ráðstefnunni er boðið að kynnast jóga og áhrifum þess. Þrjúhundruð svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðingar alls staðar að úr heiminum sækja nú ráðstefnu í Hörpu þar sem yfirskriftin er hlúðu að sjálfum þér meðan þú hjúkrar öðrum eða Caring for yourself while caring for others. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítala í Fossvogi sem í forsvari fyrir ráðstefnuna segir að þetta sé stétt sem sé mjög útsett fyrir streitu í starfi. „Við vinnum erfiðu aðstæðum þar sem við erum með líf fólks í höndunum alla daga og stundum gengur vel og stundum illa. Hjá okkur er oft fólk sem er að upplifa sína verstu aðstæður í lífinu og við erum þarna alla daga að taka þátt í þessu með þeim og aðstandendum þeirra. Og til að geta verið til staðar fyrir fólkið okkar þurfum við að hlúa að okkur og því ákváðum við að hafa þessa yfirskrift á ráðstefnunni,“ segir Sigríður. Sigríður segir að eitt af því sem hafi komið afar vel út til að fást við streitu í starfinu sé jóga og hugleiðsla. „Við erum hér að ræða svolítið um kulnun en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkti t.d. kulnun sem sjúkdómsgreiningu í vikunni. Það sem við höfum verið að gera á Landspítalanumer að hjálpa fólki að komast hjá því að lenda í kulnun. við höfum t.d. boðið starfsfólki að taka þátt í svokölluðu kyrrðarjóg og hugleiðslu. Það hefur komið afar vel út og hjálpað okkur mjög mikið en við fáum það einu sinni í viku og stundum það þá í 30 mínútur,“ segir hún. Sigríður leggur áherslu á að kyrrðarjóga hafi reynst svo áhrifarík leið gegn streitu að þetta verði sérstaklega kynnt á ráðstefnunni. „Við erum að vonast til að kveikja svolítið í öllum útlendingunum sem eru hérna með okkur með því að bjóða þeim uppá að taka þátt í kyrrðarjóga og finna sjálft hversu áhrifaríkt það er, segir Sigríður að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira