Um lof, last og bullyrðingar Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 31. maí 2019 12:02 Í gær, uppstigningardag, birtist grein í Fréttablaðinu eftir Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar. Guðmundur Andri er frábær penni og yfirleitt væri frekar ástæða til að hrósa þingmanninum heldur en lasta, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa grein. Þar fór Guðmundur Andri með fullyrðingar sem ekki standast skoðun. Hann byrjar grein sína á því að gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að fara fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins á afmælishátíð flokks hans um liðna helgi. Virðist þingmanninum finnast það of langt gengið að oddviti í ríkisstjórn hrósi öðrum og þakki fyrir gott samstarf og samskipti. Það er vont ef þannig er fyrir okkur komið að ekki megi þakka fólki úr öðrum flokkum fyrir góð samskipti. Það er þekkt stef að fólki úr ólíkum flokkum sé vel til vina og tel ég það til bóta fyrir störf þingsins. Guðmundur Andri nefndi í grein sinni frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands sem liggur fyrir þinginu. Vildi hann meina að þar væri á ferð frumvarp úr ranni Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að eitt af markmiðum með frumvarpinu sé að skipa flokksgæðinga í embætti seðlabankastjóra. Sannleikurinn er hins vegar sá að hæfisskilyrði og skilyrðum hæfisnefndir eru óbreytt frá þeim breytingum sem gerðar voru í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2009. Í umræddu frumvarpi kemur fram að seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi, efnahags- og peningamálum. Þar kemur einnig fram að seðlabankastjóri skuli hafa gott orðspor og skuli aldrei hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað gagnvart almennum hegningarlögum eða lögum tengdum fjármálum. Með öðrum orðum, það er nákvæmlega ekkert sem styður fullyrðingu þingmannsins um þetta efni. Við sem störfum á Alþingi erum ýmsu vön, hálfsannleik og svokölluðum bullyrðingum. Það veldur mér aftur á móti vonbrigðum þegar svona lúabrögðum er beitt af góðum dreng.Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, uppstigningardag, birtist grein í Fréttablaðinu eftir Guðmund Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar. Guðmundur Andri er frábær penni og yfirleitt væri frekar ástæða til að hrósa þingmanninum heldur en lasta, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa grein. Þar fór Guðmundur Andri með fullyrðingar sem ekki standast skoðun. Hann byrjar grein sína á því að gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir að fara fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins á afmælishátíð flokks hans um liðna helgi. Virðist þingmanninum finnast það of langt gengið að oddviti í ríkisstjórn hrósi öðrum og þakki fyrir gott samstarf og samskipti. Það er vont ef þannig er fyrir okkur komið að ekki megi þakka fólki úr öðrum flokkum fyrir góð samskipti. Það er þekkt stef að fólki úr ólíkum flokkum sé vel til vina og tel ég það til bóta fyrir störf þingsins. Guðmundur Andri nefndi í grein sinni frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands sem liggur fyrir þinginu. Vildi hann meina að þar væri á ferð frumvarp úr ranni Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að eitt af markmiðum með frumvarpinu sé að skipa flokksgæðinga í embætti seðlabankastjóra. Sannleikurinn er hins vegar sá að hæfisskilyrði og skilyrðum hæfisnefndir eru óbreytt frá þeim breytingum sem gerðar voru í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2009. Í umræddu frumvarpi kemur fram að seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi, efnahags- og peningamálum. Þar kemur einnig fram að seðlabankastjóri skuli hafa gott orðspor og skuli aldrei hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað gagnvart almennum hegningarlögum eða lögum tengdum fjármálum. Með öðrum orðum, það er nákvæmlega ekkert sem styður fullyrðingu þingmannsins um þetta efni. Við sem störfum á Alþingi erum ýmsu vön, hálfsannleik og svokölluðum bullyrðingum. Það veldur mér aftur á móti vonbrigðum þegar svona lúabrögðum er beitt af góðum dreng.Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar