Segir stjórnmálamenn bera ábyrgð á uppgangi glæpagengja: „Hvað eru stjórnvöld búin að vera að gera?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 13:56 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að þær upplýsingar sem komu fram í svartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi hafi lengi legið fyrir. Fréttablaðið/Daníel „Þetta er algjörlega bara pólitíkin sem um er að kenna í þessu, ekkert annað.“ Þetta segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumann. Það séu engin nýmæli í svartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi. Bæði stjórnvöld og lögreglan hafi í áratugi verið meðvituð um uppgang og umsvif erlendra glæpagengja á Íslandi og vissu í hvað stefndi. Hann segir stjórnmálamenn einfaldlega hafa kosið að láta hjá líða að bregðast við með viðunandi hætti. Snorri var í útvarpsviðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til umræðu var ný skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi. Þar kemur fram að skipulögð brotastarfsemi sé alvarlegasta ógn við íslenskt samfélag að frátöldum náttúruhamförum.„Það er ekkert nýtt þarna, ekki neitt“ Samkvæmt upplýsingum lögreglu tengdust á annað hundrað manns fíkniefnamálum á árunum 2015-2017 sem flokkast undir skipulagða brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar með því að skipa sérstakan samráðshóp sem er gert að skilgreina nauðsynlegar aðgerðir. Snorri gefur ekki mikið fyrir viðbrögð stjórnvalda og segir þessar upplýsingar margsinnis hafa komið fram í skýrslum greiningardeildar ríkislögreglustjóra. „Það er ekkert nýtt þarna, ekki neitt. Þannig að maður bara spyr aftur í tímann, hvað eru stjórnvöld búin að vera að gera því það er búið að vera að tala um þetta í áraraðir, ef ekki um áratuga skeið. Og þetta hefur ekkert með hrunið að gera. Niðurskurður til löggæslumála, fækkun lögreglumanna var byrjað löngu fyrir hrun.“ Í skýrslunni hafi alþjóðlega viðurkennd greiningarfræði verið beitt og miðast við viðbragðsgetu lögreglu sem Snorri segir að sé mjög lítil. Staðan sé bein afleiðing af fjársvelti og manneklu. Spurður hvort stjórnvöld hafi ekki einmitt aukið fjármagn til löggæslumála svarar Snorri því til að slíkt yrði að skoða í samhengi.„Vissulega eru þetta fleiri krónur. En eru þetta fleiri krónur miðað við fyrri tíð? Þá er ég að tala um fjölda lögreglumanna og svo framvegis, fjölda glæpamanna, fjölda ferðamanna hingað til lands. Eru þetta í raun fleiri krónur? Ég segi nei.“Upplýsingar lögregluembætta benda til að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta.Vísir/VilhelmGlæpamenn sem hafi hlotið herþjálfun Í skýrslunni kom fram að erlend glæpagengi væru umsvifamikil hérlendis. „Við erum að horfa upp á fólk sem kemur frá löndum þar sem er almenn herskylda til dæmis, einstaklingar sem eru með þjálfun í slíku, beita mjög grófu ofbeldi, ég veit ekki hvað á að fara djúpt í þetta, ég vil helst ekkert fara neitt voðalega djúpt í þetta. Þetta eru mjög alvarleg brot, þetta eru beinbrot, mjög alvarleg líkamsárásarbrot og svo framvegis.“ Hann segir að blessunarlega kannist flestir Íslendingar ekki við þennan heim. Sjaldgæft fíklar tilkynni ofbeldið „En við erum að horfa upp á mjög alvarleg ofbeldisbrot, við erum að horfa upp á mjög alvarleg kynferðisbrot, við erum að horfa upp á mjög alvarleg fjársvikabrot og svo framvegis og framvegis og framvegis sem tilgreind eru í þessari skýrslu ríkislögreglustjórans og þetta eru sjaldnast brot sem rata inn á borð lögreglu, það er sjaldnast einhver sem kemur og kærir slík brot […] vegna þess að, ef við skoðum bara fíkniefnaheiminn til dæmis, það kærir það enginn eða sjaldan að lenda fyrir ofbeldi í þeim heimi til dæmis vegna skuldamála og einhverju þvíumlíku og það sama á við um kynferðisbrotin, það er mjög sjaldan sem slíkt kemur inn sem kæra til lögreglu út úr þessum heimi.“ Spurður að því hvers vegna lögreglan hafi ekki handtekið þessa einstaklinga sem fjallað var um í skýrslunni skellir Snorri aftur skuldinni á manneklu og fjárþörf.„Svona rannsóknir, þarna er verið að fjalla um skipulagða brotastarfsemi. Svona rannsóknir taka yfirleitt mjög langan tíma og eru mjög mannfrekar og kostnaðarsamar.“ Þær margborgi sig þó því afraksturinn sé öruggara samfélag fyrir alla. „Það verður að hafa í huga líka að það er eitt að vita og annað að geta sannað. Við búum í réttarríki sem betur fer og það er enginn sekur hér á landi fyrr en hann hefur hlotið dóm.“ Alþingi Bítið Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
„Þetta er algjörlega bara pólitíkin sem um er að kenna í þessu, ekkert annað.“ Þetta segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumann. Það séu engin nýmæli í svartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi. Bæði stjórnvöld og lögreglan hafi í áratugi verið meðvituð um uppgang og umsvif erlendra glæpagengja á Íslandi og vissu í hvað stefndi. Hann segir stjórnmálamenn einfaldlega hafa kosið að láta hjá líða að bregðast við með viðunandi hætti. Snorri var í útvarpsviðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til umræðu var ný skýrsla greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi. Þar kemur fram að skipulögð brotastarfsemi sé alvarlegasta ógn við íslenskt samfélag að frátöldum náttúruhamförum.„Það er ekkert nýtt þarna, ekki neitt“ Samkvæmt upplýsingum lögreglu tengdust á annað hundrað manns fíkniefnamálum á árunum 2015-2017 sem flokkast undir skipulagða brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar með því að skipa sérstakan samráðshóp sem er gert að skilgreina nauðsynlegar aðgerðir. Snorri gefur ekki mikið fyrir viðbrögð stjórnvalda og segir þessar upplýsingar margsinnis hafa komið fram í skýrslum greiningardeildar ríkislögreglustjóra. „Það er ekkert nýtt þarna, ekki neitt. Þannig að maður bara spyr aftur í tímann, hvað eru stjórnvöld búin að vera að gera því það er búið að vera að tala um þetta í áraraðir, ef ekki um áratuga skeið. Og þetta hefur ekkert með hrunið að gera. Niðurskurður til löggæslumála, fækkun lögreglumanna var byrjað löngu fyrir hrun.“ Í skýrslunni hafi alþjóðlega viðurkennd greiningarfræði verið beitt og miðast við viðbragðsgetu lögreglu sem Snorri segir að sé mjög lítil. Staðan sé bein afleiðing af fjársvelti og manneklu. Spurður hvort stjórnvöld hafi ekki einmitt aukið fjármagn til löggæslumála svarar Snorri því til að slíkt yrði að skoða í samhengi.„Vissulega eru þetta fleiri krónur. En eru þetta fleiri krónur miðað við fyrri tíð? Þá er ég að tala um fjölda lögreglumanna og svo framvegis, fjölda glæpamanna, fjölda ferðamanna hingað til lands. Eru þetta í raun fleiri krónur? Ég segi nei.“Upplýsingar lögregluembætta benda til að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta.Vísir/VilhelmGlæpamenn sem hafi hlotið herþjálfun Í skýrslunni kom fram að erlend glæpagengi væru umsvifamikil hérlendis. „Við erum að horfa upp á fólk sem kemur frá löndum þar sem er almenn herskylda til dæmis, einstaklingar sem eru með þjálfun í slíku, beita mjög grófu ofbeldi, ég veit ekki hvað á að fara djúpt í þetta, ég vil helst ekkert fara neitt voðalega djúpt í þetta. Þetta eru mjög alvarleg brot, þetta eru beinbrot, mjög alvarleg líkamsárásarbrot og svo framvegis.“ Hann segir að blessunarlega kannist flestir Íslendingar ekki við þennan heim. Sjaldgæft fíklar tilkynni ofbeldið „En við erum að horfa upp á mjög alvarleg ofbeldisbrot, við erum að horfa upp á mjög alvarleg kynferðisbrot, við erum að horfa upp á mjög alvarleg fjársvikabrot og svo framvegis og framvegis og framvegis sem tilgreind eru í þessari skýrslu ríkislögreglustjórans og þetta eru sjaldnast brot sem rata inn á borð lögreglu, það er sjaldnast einhver sem kemur og kærir slík brot […] vegna þess að, ef við skoðum bara fíkniefnaheiminn til dæmis, það kærir það enginn eða sjaldan að lenda fyrir ofbeldi í þeim heimi til dæmis vegna skuldamála og einhverju þvíumlíku og það sama á við um kynferðisbrotin, það er mjög sjaldan sem slíkt kemur inn sem kæra til lögreglu út úr þessum heimi.“ Spurður að því hvers vegna lögreglan hafi ekki handtekið þessa einstaklinga sem fjallað var um í skýrslunni skellir Snorri aftur skuldinni á manneklu og fjárþörf.„Svona rannsóknir, þarna er verið að fjalla um skipulagða brotastarfsemi. Svona rannsóknir taka yfirleitt mjög langan tíma og eru mjög mannfrekar og kostnaðarsamar.“ Þær margborgi sig þó því afraksturinn sé öruggara samfélag fyrir alla. „Það verður að hafa í huga líka að það er eitt að vita og annað að geta sannað. Við búum í réttarríki sem betur fer og það er enginn sekur hér á landi fyrr en hann hefur hlotið dóm.“
Alþingi Bítið Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19 Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. 28. maí 2019 15:19
Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir. 29. maí 2019 12:15