Orkumarkaður fyrir neytendur Vilhjálmur Árnason skrifar 22. maí 2019 07:00 Hagkvæmt og skilvirkt viðskiptaumhverfi er grundvöllur efnahagslegrar velferðar hverrar þjóðar. Um raforkumarkað gilda sömu lögmál og gilda um aðra markaði; samkeppni leiðir af sér sterkari markað neytendum til hagsbóta, bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Nú stendur fyrir dyrum að renna enn styrkari stoðum undir samkeppnisumhverfi íslensks raforkumarkaðs með innleiðingu þriðja orkupakkans, en löggjöfin er í anda sameiginlegrar stefnu aðildarríkja EES-samningsins um mikilvægi markaðsbúskapar. Í aldarfjórðung hefur íslenskur almenningur og fyrirtæki notið góðs af EES-samningnum, samstarfi ESB og EFTA-ríkjanna. Samningurinn veitir Íslendingum aðgang að rúmlega 500 milljóna manna innri markaði ESB og á grundvelli fjórfrelsisins tryggir hann frjálst flæði vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagns. Samningurinn hefur á þessum tíma fært okkur frjáls og tollalaus viðskipti, leitt til aukinnar samkeppni samfélaginu til hagsbóta, hagvöxt og gert íslenskum almenningi kleift að velja sér búsetu innan svæðisins, stunda nám og einfaldað ferðalög. EES-samningurinn hefur stutt ríkulega við útflutning Íslendinga, en markaðurinn sem samningurinn tekur til er okkur Íslendingum sá allra mikilvægasti; til EES-ríkja beinum við 65 prósent allra milliríkjaviðskipta okkar. Innleiðing þriðja orkupakkans, sem hefur verið í meðförum Alþingis frá árinu 2010, í íslenskan landsrétt er Íslendingum til hagsbóta. Reglur hans leiða til aukinnar neytendaverndar og stuðla að aukinni samkeppni og jafnræði milli aðila, sem alla jafna stuðlar að lægra verði og betri þjónustu neytendum til handa. Þetta hafa dæmin sýnt, eins og innleiðing fjarskiptapakkans sem var leiddur í íslensk lög í gegnum EES-samstarfið. EES-samstarfið tekur ekki til eignarhalds og meðferðar auðlinda og það mun ekki breytast með innleiðingu þriðja orkupakkans. Ákvarðanir um ráðstöfun eða nýtingu jarðhitans, vatnsafls eða vindorku verða áfram alfarið hjá Íslendingum. Enginn tekur ákvörðun um lagningu sæstrengs nema íslensk stjórnvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun barist fyrir markaðshyggju og búið atvinnulífinu stöðugt umhverfi. Þess vegna styður Sjálfstæðisflokkurinn innleiðingu þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Vilhjálmur Árnason Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skoðun Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Hagkvæmt og skilvirkt viðskiptaumhverfi er grundvöllur efnahagslegrar velferðar hverrar þjóðar. Um raforkumarkað gilda sömu lögmál og gilda um aðra markaði; samkeppni leiðir af sér sterkari markað neytendum til hagsbóta, bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Nú stendur fyrir dyrum að renna enn styrkari stoðum undir samkeppnisumhverfi íslensks raforkumarkaðs með innleiðingu þriðja orkupakkans, en löggjöfin er í anda sameiginlegrar stefnu aðildarríkja EES-samningsins um mikilvægi markaðsbúskapar. Í aldarfjórðung hefur íslenskur almenningur og fyrirtæki notið góðs af EES-samningnum, samstarfi ESB og EFTA-ríkjanna. Samningurinn veitir Íslendingum aðgang að rúmlega 500 milljóna manna innri markaði ESB og á grundvelli fjórfrelsisins tryggir hann frjálst flæði vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagns. Samningurinn hefur á þessum tíma fært okkur frjáls og tollalaus viðskipti, leitt til aukinnar samkeppni samfélaginu til hagsbóta, hagvöxt og gert íslenskum almenningi kleift að velja sér búsetu innan svæðisins, stunda nám og einfaldað ferðalög. EES-samningurinn hefur stutt ríkulega við útflutning Íslendinga, en markaðurinn sem samningurinn tekur til er okkur Íslendingum sá allra mikilvægasti; til EES-ríkja beinum við 65 prósent allra milliríkjaviðskipta okkar. Innleiðing þriðja orkupakkans, sem hefur verið í meðförum Alþingis frá árinu 2010, í íslenskan landsrétt er Íslendingum til hagsbóta. Reglur hans leiða til aukinnar neytendaverndar og stuðla að aukinni samkeppni og jafnræði milli aðila, sem alla jafna stuðlar að lægra verði og betri þjónustu neytendum til handa. Þetta hafa dæmin sýnt, eins og innleiðing fjarskiptapakkans sem var leiddur í íslensk lög í gegnum EES-samstarfið. EES-samstarfið tekur ekki til eignarhalds og meðferðar auðlinda og það mun ekki breytast með innleiðingu þriðja orkupakkans. Ákvarðanir um ráðstöfun eða nýtingu jarðhitans, vatnsafls eða vindorku verða áfram alfarið hjá Íslendingum. Enginn tekur ákvörðun um lagningu sæstrengs nema íslensk stjórnvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun barist fyrir markaðshyggju og búið atvinnulífinu stöðugt umhverfi. Þess vegna styður Sjálfstæðisflokkurinn innleiðingu þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar