Loks tilfinningar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 25. maí 2019 07:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt afsögn. Hún mun þó sitja þar til í sumar þegar nýr leiðtogi Íhaldsflokksins verður valinn. May hélt stutta ræðu í Downing-stræti við tilefnið, og felldi tár. Segja má að þar hafi hún látið skína í tilfinningar í fyrsta skipti í embættistíð sinni, en hún hefur legið undir ámæli fyrir vélræna framkomu. Kannski hefði hún mátt sýna þessa hlið oftar í embættistíð sinni. Líklegt er að May verði minnst sem einhvers versta forsætisráðherra í sögu Bretlands. Eftir hana liggur í raun sáralítið áþreifanlegt, annað en ítrekaðar tilraunir til að fá Brexit-samning sinn samþykktan í þinginu. Í þrígang var hann felldur, og þegar hún ætlaði að reyna í enn eitt skiptið var henni endanlega sparkað úr embætti. Saga May er kannski staðfesting á því að stjórnmálamenn þurfa að hafa eitthvað meira til brunns að bera en klækina eina saman. Samnemendur hennar úr háskóla segja að strax þá hafi hún verið ákveðin í að verða forsætisráðherra. Hátterni hennar síðar bendir líka til þess. Hún var tryggur flokkshestur Íhaldsflokksins og forðaðist að taka afstöðu í umdeildum málum. Í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar tók May enga afstöðu fyrr en á lokametrunum. Hún vildi engan styggja ef ske kynni að hún ætti möguleika á forsætisráðherraembættinu að kosningu lokinni. Sú varð raunin. May las stöðuna rétt en gallinn var sá að þegar í Downing-stræti var komið reyndist hún algerlega erindislaus. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Því er þó ekki hægt að neita að May hefur reynst þrjóskari en karlinn í neðra. Hún gafst ekki upp á því að reyna að koma samningi sínum gegnum þingið. Þar hafði hún sennilega á réttu að standa. Útganga án samnings væri versta mögulega niðurstaðan fyrir Breta, og samningur May hefði allavega komið í veg fyrir það. Hvert skal haldið nú? Boris Johnson þykir líklegastur til að hreppa embættið, en fyrst þarf hann að komast gegnum valferli Íhaldsflokksins. Þar hafa oft óvæntir hlutir gerst. Þingmenn, sem velja leiðtogann, eru ekki jafn hrifnir af Johnson og hinn almenni kjósandi. Johnson er vissulega stærri persónuleiki en May, en er að sama skapi enn meiri tækifærissinni. Í aðdraganda Brexit las hann stöðuna svo að hagsmunum hans væri best borgið með því að styðja útgöngu. Ekki er gott að segja hver líklegasta niðurstaðan er. Nýr forsætisráðherra mun þurfa að vinna með þinginu en þar hefur allt stoppað hingað til. Möguleikarnir eru þrír: samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða útganga án samnings. Við skulum vona fyrir hönd Breta að Johnson, eða hver sem tekur við, muni ekki leiða þá samningslausa úr sambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt afsögn. Hún mun þó sitja þar til í sumar þegar nýr leiðtogi Íhaldsflokksins verður valinn. May hélt stutta ræðu í Downing-stræti við tilefnið, og felldi tár. Segja má að þar hafi hún látið skína í tilfinningar í fyrsta skipti í embættistíð sinni, en hún hefur legið undir ámæli fyrir vélræna framkomu. Kannski hefði hún mátt sýna þessa hlið oftar í embættistíð sinni. Líklegt er að May verði minnst sem einhvers versta forsætisráðherra í sögu Bretlands. Eftir hana liggur í raun sáralítið áþreifanlegt, annað en ítrekaðar tilraunir til að fá Brexit-samning sinn samþykktan í þinginu. Í þrígang var hann felldur, og þegar hún ætlaði að reyna í enn eitt skiptið var henni endanlega sparkað úr embætti. Saga May er kannski staðfesting á því að stjórnmálamenn þurfa að hafa eitthvað meira til brunns að bera en klækina eina saman. Samnemendur hennar úr háskóla segja að strax þá hafi hún verið ákveðin í að verða forsætisráðherra. Hátterni hennar síðar bendir líka til þess. Hún var tryggur flokkshestur Íhaldsflokksins og forðaðist að taka afstöðu í umdeildum málum. Í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar tók May enga afstöðu fyrr en á lokametrunum. Hún vildi engan styggja ef ske kynni að hún ætti möguleika á forsætisráðherraembættinu að kosningu lokinni. Sú varð raunin. May las stöðuna rétt en gallinn var sá að þegar í Downing-stræti var komið reyndist hún algerlega erindislaus. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Því er þó ekki hægt að neita að May hefur reynst þrjóskari en karlinn í neðra. Hún gafst ekki upp á því að reyna að koma samningi sínum gegnum þingið. Þar hafði hún sennilega á réttu að standa. Útganga án samnings væri versta mögulega niðurstaðan fyrir Breta, og samningur May hefði allavega komið í veg fyrir það. Hvert skal haldið nú? Boris Johnson þykir líklegastur til að hreppa embættið, en fyrst þarf hann að komast gegnum valferli Íhaldsflokksins. Þar hafa oft óvæntir hlutir gerst. Þingmenn, sem velja leiðtogann, eru ekki jafn hrifnir af Johnson og hinn almenni kjósandi. Johnson er vissulega stærri persónuleiki en May, en er að sama skapi enn meiri tækifærissinni. Í aðdraganda Brexit las hann stöðuna svo að hagsmunum hans væri best borgið með því að styðja útgöngu. Ekki er gott að segja hver líklegasta niðurstaðan er. Nýr forsætisráðherra mun þurfa að vinna með þinginu en þar hefur allt stoppað hingað til. Möguleikarnir eru þrír: samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða útganga án samnings. Við skulum vona fyrir hönd Breta að Johnson, eða hver sem tekur við, muni ekki leiða þá samningslausa úr sambandinu.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun