„Sjálfstraustið er mikilvægt en sjálfsefinn er hættulegur“ Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2019 14:09 Guðjón Ari ásamt foreldrum sínum þeim Elínu og Loga. Aðsend/Guðjón Ari Sjálfstraustið er mjög mikilvægt en sjálfsefinn er hættulegur og er ekki neinum til góðs, þetta segir dúx Verzlunarskóla Íslands, Guðjón Ari Logason, sem útskrifaðist frá skólanum með einkunnina 9,74 við hátíðlega athöfn í Háskólabíói síðasta laugardag. Guðjón sem útskrifaðist af Hagfræðisviði Viðskiptabrautar segist hafa gert fastlega ráð fyrir því að verða dúx enda hafi hann „dúxað“ bæði fyrsta og annan bekk Verzlunarskólans. Auk heiðursins og titilsins hlýtur Guðjón einnig veglegan fjárstyrk sem Verzlunarskólinn veitir dúx skólans á hverju ári, í þetta sinn nam upphæð styrksins hálfri milljón króna. „Þetta eru mjög flottir og veglegir styrkir, svo eru minni upphæðir fyrir einstaka fög, bókagjafir og svo er eitthvað um nýnemastyrki frá Háskólunum,“ segir Guðjón sem var staddur í sólarparadísinni Hersonissos á grísku eyjunni Krít ásamt samnemendum sínum í útskriftarferð Verzlunarskólans þegar Vísir náði tali af honum.Kom babb í bátinn eftir fall WOW Air Guðjón segir ferðatilhögunina hafa breyst með falli WOW Air í vor. „Við lögðum af stað daginn eftir útskrift í rúmlega sólarhringsferðalag, ferðaskrifstofan hafði bókað með WOW Air en útaf falli WoW kom smá babb í bátinn. Við flugum til Kölnar, tókum þaðan rútu til Rotterdam og flugum þaðan beint til Krítar,“ segir Guðjón. Spurður um galdurinn að baki árangrinum segir Guðjón að áhuginn skipti gríðarlegu máli. „Maður er ekkert að fara að ná langt án þess að nenna og hafa gaman að því sem maður tekur sér fyrir hendur, Síðan er þetta bara áhugi, eljusemi og skipulag, segir Guðjón sem samhliða námi æfir körfubolta með unglingaflokki Fjölnis. „Það er alltaf gott að vera ekki að drukkna í námsefninu, hafa þetta jafnvægi, mæta á æfingu og fá útrás,“ segir Guðjón.Guðjón ásamt skólastjóra Verzlunarskólans, Inga Ólafssyni.Aðsend/GuðjónBandaríkin 2020 Verzlunarskóladúxinn ætlar að taka sér árs hlé frá námi næsta vetur, en halda svo til framhaldsnáms í Bandaríkjunum árið 2020. „Ofarlega í huga núna er hagfræðin en ég hef ekki ákveðið í hvaða skóla en ég stefni á Bandaríkin 2020,“ segir Guðjón sem kláraði Verzlunarskólann á þremur árum en mikið hefur verið fjallað um aukið álag á nemendur eftir að þriggja ára kerfið var tekið upp. Guðjón segist hafa fundið fyrir álaginu, sem hafi þó ekki verið yfirþyrmandi. „Það eru bæði kostir og gallar við þetta kerfi, maður hefði alveg viljað vera einu ári lengur með bestu vinunum, en það er samt gott að klára þetta og halda á vit nýrra ævintýra, sagði Guðjón Ari Logason, dúx Verslunarskóla Íslands í sólinni á Krít. Reykjavík Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Sjálfstraustið er mjög mikilvægt en sjálfsefinn er hættulegur og er ekki neinum til góðs, þetta segir dúx Verzlunarskóla Íslands, Guðjón Ari Logason, sem útskrifaðist frá skólanum með einkunnina 9,74 við hátíðlega athöfn í Háskólabíói síðasta laugardag. Guðjón sem útskrifaðist af Hagfræðisviði Viðskiptabrautar segist hafa gert fastlega ráð fyrir því að verða dúx enda hafi hann „dúxað“ bæði fyrsta og annan bekk Verzlunarskólans. Auk heiðursins og titilsins hlýtur Guðjón einnig veglegan fjárstyrk sem Verzlunarskólinn veitir dúx skólans á hverju ári, í þetta sinn nam upphæð styrksins hálfri milljón króna. „Þetta eru mjög flottir og veglegir styrkir, svo eru minni upphæðir fyrir einstaka fög, bókagjafir og svo er eitthvað um nýnemastyrki frá Háskólunum,“ segir Guðjón sem var staddur í sólarparadísinni Hersonissos á grísku eyjunni Krít ásamt samnemendum sínum í útskriftarferð Verzlunarskólans þegar Vísir náði tali af honum.Kom babb í bátinn eftir fall WOW Air Guðjón segir ferðatilhögunina hafa breyst með falli WOW Air í vor. „Við lögðum af stað daginn eftir útskrift í rúmlega sólarhringsferðalag, ferðaskrifstofan hafði bókað með WOW Air en útaf falli WoW kom smá babb í bátinn. Við flugum til Kölnar, tókum þaðan rútu til Rotterdam og flugum þaðan beint til Krítar,“ segir Guðjón. Spurður um galdurinn að baki árangrinum segir Guðjón að áhuginn skipti gríðarlegu máli. „Maður er ekkert að fara að ná langt án þess að nenna og hafa gaman að því sem maður tekur sér fyrir hendur, Síðan er þetta bara áhugi, eljusemi og skipulag, segir Guðjón sem samhliða námi æfir körfubolta með unglingaflokki Fjölnis. „Það er alltaf gott að vera ekki að drukkna í námsefninu, hafa þetta jafnvægi, mæta á æfingu og fá útrás,“ segir Guðjón.Guðjón ásamt skólastjóra Verzlunarskólans, Inga Ólafssyni.Aðsend/GuðjónBandaríkin 2020 Verzlunarskóladúxinn ætlar að taka sér árs hlé frá námi næsta vetur, en halda svo til framhaldsnáms í Bandaríkjunum árið 2020. „Ofarlega í huga núna er hagfræðin en ég hef ekki ákveðið í hvaða skóla en ég stefni á Bandaríkin 2020,“ segir Guðjón sem kláraði Verzlunarskólann á þremur árum en mikið hefur verið fjallað um aukið álag á nemendur eftir að þriggja ára kerfið var tekið upp. Guðjón segist hafa fundið fyrir álaginu, sem hafi þó ekki verið yfirþyrmandi. „Það eru bæði kostir og gallar við þetta kerfi, maður hefði alveg viljað vera einu ári lengur með bestu vinunum, en það er samt gott að klára þetta og halda á vit nýrra ævintýra, sagði Guðjón Ari Logason, dúx Verslunarskóla Íslands í sólinni á Krít.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira