Færeyingar mættir til olíukónganna í Texas Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2019 11:09 Sendinefnd Færeyinga í Texas, Barbara Biskopstø Hansen, Jana Ólavsdóttir og Óluva Eidesgaard, við kynningarbás Færeyja á olíuráðstefnunni. Mynd/Jarðfeingi. Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Greint er frá því á heimasíðu Jarðfeingis, Orkustofnunar þeirra Færeyinga, að stofnunin hafi verið með sendinefnd jarðfræðinga í Texas í síðustu viku og haft kynningarbás á olíuráðstefnu í borginni San Antonio þar sem fulltrúar hennar fluttu fyrirlestra um verkefnið. Síðasta olíuleitarboð þeirra í fyrra reyndist misheppnað. Aðeins barst ein umsókn og var hún fljótlega dregin til baka. Færeyingar vilja núna ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. Þeir finnast óvíða fleiri en í olíuríkinu Texas. Þar eru höfuðstöðvar nokkurra stærstu olíufélaga Vesturlanda, þar á meðal ExxonMobil, Shell og ConocoPhillips.Olíuleit Færeyinga kynnt á árlegri ráðstefnu olíuiðnaðarins í San Antonio í Texas, AAPG-olíuráðstefnunni “Annual Convention and Exhibition”.Mynd/Jarðfeingi.Eftir mikla olíufundi á landgrunni Hjaltlands, rétt við lögsögumörk Færeyja, eru Færeyingar enn bjartsýnir um að olía finnist einnig í þeirra lögsögu, þrátt fyrir níu árangurslitlar boranir undanfarna tvo áratugi. Lögþing Færeyja samþykkti með 25 samhljóða atkvæðum í byrjun mánaðarins að hefja nýtt útboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2: Bensín og olía Færeyjar Tengdar fréttir Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Greint er frá því á heimasíðu Jarðfeingis, Orkustofnunar þeirra Færeyinga, að stofnunin hafi verið með sendinefnd jarðfræðinga í Texas í síðustu viku og haft kynningarbás á olíuráðstefnu í borginni San Antonio þar sem fulltrúar hennar fluttu fyrirlestra um verkefnið. Síðasta olíuleitarboð þeirra í fyrra reyndist misheppnað. Aðeins barst ein umsókn og var hún fljótlega dregin til baka. Færeyingar vilja núna ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. Þeir finnast óvíða fleiri en í olíuríkinu Texas. Þar eru höfuðstöðvar nokkurra stærstu olíufélaga Vesturlanda, þar á meðal ExxonMobil, Shell og ConocoPhillips.Olíuleit Færeyinga kynnt á árlegri ráðstefnu olíuiðnaðarins í San Antonio í Texas, AAPG-olíuráðstefnunni “Annual Convention and Exhibition”.Mynd/Jarðfeingi.Eftir mikla olíufundi á landgrunni Hjaltlands, rétt við lögsögumörk Færeyja, eru Færeyingar enn bjartsýnir um að olía finnist einnig í þeirra lögsögu, þrátt fyrir níu árangurslitlar boranir undanfarna tvo áratugi. Lögþing Færeyja samþykkti með 25 samhljóða atkvæðum í byrjun mánaðarins að hefja nýtt útboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2:
Bensín og olía Færeyjar Tengdar fréttir Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15