Færeyingar mættir til olíukónganna í Texas Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2019 11:09 Sendinefnd Færeyinga í Texas, Barbara Biskopstø Hansen, Jana Ólavsdóttir og Óluva Eidesgaard, við kynningarbás Færeyja á olíuráðstefnunni. Mynd/Jarðfeingi. Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Greint er frá því á heimasíðu Jarðfeingis, Orkustofnunar þeirra Færeyinga, að stofnunin hafi verið með sendinefnd jarðfræðinga í Texas í síðustu viku og haft kynningarbás á olíuráðstefnu í borginni San Antonio þar sem fulltrúar hennar fluttu fyrirlestra um verkefnið. Síðasta olíuleitarboð þeirra í fyrra reyndist misheppnað. Aðeins barst ein umsókn og var hún fljótlega dregin til baka. Færeyingar vilja núna ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. Þeir finnast óvíða fleiri en í olíuríkinu Texas. Þar eru höfuðstöðvar nokkurra stærstu olíufélaga Vesturlanda, þar á meðal ExxonMobil, Shell og ConocoPhillips.Olíuleit Færeyinga kynnt á árlegri ráðstefnu olíuiðnaðarins í San Antonio í Texas, AAPG-olíuráðstefnunni “Annual Convention and Exhibition”.Mynd/Jarðfeingi.Eftir mikla olíufundi á landgrunni Hjaltlands, rétt við lögsögumörk Færeyja, eru Færeyingar enn bjartsýnir um að olía finnist einnig í þeirra lögsögu, þrátt fyrir níu árangurslitlar boranir undanfarna tvo áratugi. Lögþing Færeyja samþykkti með 25 samhljóða atkvæðum í byrjun mánaðarins að hefja nýtt útboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2: Bensín og olía Færeyjar Tengdar fréttir Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Greint er frá því á heimasíðu Jarðfeingis, Orkustofnunar þeirra Færeyinga, að stofnunin hafi verið með sendinefnd jarðfræðinga í Texas í síðustu viku og haft kynningarbás á olíuráðstefnu í borginni San Antonio þar sem fulltrúar hennar fluttu fyrirlestra um verkefnið. Síðasta olíuleitarboð þeirra í fyrra reyndist misheppnað. Aðeins barst ein umsókn og var hún fljótlega dregin til baka. Færeyingar vilja núna ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. Þeir finnast óvíða fleiri en í olíuríkinu Texas. Þar eru höfuðstöðvar nokkurra stærstu olíufélaga Vesturlanda, þar á meðal ExxonMobil, Shell og ConocoPhillips.Olíuleit Færeyinga kynnt á árlegri ráðstefnu olíuiðnaðarins í San Antonio í Texas, AAPG-olíuráðstefnunni “Annual Convention and Exhibition”.Mynd/Jarðfeingi.Eftir mikla olíufundi á landgrunni Hjaltlands, rétt við lögsögumörk Færeyja, eru Færeyingar enn bjartsýnir um að olía finnist einnig í þeirra lögsögu, þrátt fyrir níu árangurslitlar boranir undanfarna tvo áratugi. Lögþing Færeyja samþykkti með 25 samhljóða atkvæðum í byrjun mánaðarins að hefja nýtt útboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2:
Bensín og olía Færeyjar Tengdar fréttir Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15