Blekking Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. maí 2019 08:00 Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra mun engu breyta fyrir stærstu fjölmiðla landsins. Að halda slíku fram er fjarstæða. Ætlað framlag ráðherrans til einkamiðla í landinu nær því varla að vera 5% þeirrar forgjafar sem RÚV nýtur á ári hverju. Er ekki eitthvað bogið við það? Ráðherrann lét hafa eftir sér um helgina að fjölmiðlafrumvarpið, sem nú liggur fyrir fullklárað, miði að því að styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. Staðreyndin er sú að frumvarpið mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar örmiðla. Þar hefur hins vegar verið mikil gróska undanfarin ár, og ekkert sem bendir til þess að ríkisaðstoð þurfi til að hjálpa enn frekar til. Ráðherra gagnrýndi skrif Fréttablaðsins um frumvarpið á þessum vettvangi í fyrrnefndu viðtali og vísaði allri gagnrýni á bug. Þrátt fyrir að ráðherra óskaði umsagna hagsmunaaðila, sem lögð var mikil vinna í, voru þær umsagnir hundsaðar. Frumvarpið er því sem fyrr „hvorki fugl né fiskur“ og samráð við hagsmunaaðila var til málamynda. Ráðherra segir að verið sé að vinna að því að færa fjölmiðlaumhverfi á Íslandi nær því sem er á hinum Norðurlöndunum. Þessi setning er óskiljanleg. Ráðherra hlýtur að vita líkt og við hin, að á Norðurlöndum eru ríkisfjölmiðlar ekki á auglýsingamarkaði? Hlutverk stjórnmálamanna hlýtur að vera að velta fyrir sér hlutverki ríkisfjölmiðils á 21. öldinni, og sníða miðlinum þann stakk að einkamiðlarnir fái að vaxa og dafna í friði fyrir ríkisvaldinu. Sem fyrr er algerlega litið fram hjá draugnum í herberginu. Rekstrarumhverfi einkamiðla verður ekki lagað án þess að tekið sé á yfirburðastöðu RÚV. Ráðherrann skilar einfaldlega auðu. Óljós fyrirheit um endurskoðun á hlutverki RÚV í greinargerð með frumvarpinu eru þar í besta falli til málamynda. Hin vandræðalega staðreynd er sú að ráðherrann hefur eytt stórum hluta af embættistíma sínum í að smíða frumvarp þar sem ekki er ráðist að rót vandans. Á þessum vettvangi hefur áður verið bent á að fráleitt sé að auka framlög til fjölmiðla, nær væri að endurúthluta þeim fjármunum sem þegar er varið til RÚV. Til að mynda mætti byrja á því að veita einum milljarði af útvarpsgjaldinu til einkamiðlanna. Þá yrði þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði takmörkuð við einn milljarð á ári. Það væri skref í rétta átt. Einu fjölmiðlarnir á Íslandi sem keppa við RÚV af einhverju afli eru Fréttablaðið, Sýn og Morgunblaðið. Ráðherrann blekkir þjóðina, þegar hún heldur því fram að 50 milljónir jafni leik við RÚV sem fær 4,7 milljarða árlega beint frá skattborgurum, að viðbættum þeim 2,3 milljörðum sem stofnunin sækir árlega á auglýsingamarkaði. Meint björgunaraðgerð Lilju er bútasaumur. Plástralækning sem mun engu skila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Skoðun Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra mun engu breyta fyrir stærstu fjölmiðla landsins. Að halda slíku fram er fjarstæða. Ætlað framlag ráðherrans til einkamiðla í landinu nær því varla að vera 5% þeirrar forgjafar sem RÚV nýtur á ári hverju. Er ekki eitthvað bogið við það? Ráðherrann lét hafa eftir sér um helgina að fjölmiðlafrumvarpið, sem nú liggur fyrir fullklárað, miði að því að styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. Staðreyndin er sú að frumvarpið mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar örmiðla. Þar hefur hins vegar verið mikil gróska undanfarin ár, og ekkert sem bendir til þess að ríkisaðstoð þurfi til að hjálpa enn frekar til. Ráðherra gagnrýndi skrif Fréttablaðsins um frumvarpið á þessum vettvangi í fyrrnefndu viðtali og vísaði allri gagnrýni á bug. Þrátt fyrir að ráðherra óskaði umsagna hagsmunaaðila, sem lögð var mikil vinna í, voru þær umsagnir hundsaðar. Frumvarpið er því sem fyrr „hvorki fugl né fiskur“ og samráð við hagsmunaaðila var til málamynda. Ráðherra segir að verið sé að vinna að því að færa fjölmiðlaumhverfi á Íslandi nær því sem er á hinum Norðurlöndunum. Þessi setning er óskiljanleg. Ráðherra hlýtur að vita líkt og við hin, að á Norðurlöndum eru ríkisfjölmiðlar ekki á auglýsingamarkaði? Hlutverk stjórnmálamanna hlýtur að vera að velta fyrir sér hlutverki ríkisfjölmiðils á 21. öldinni, og sníða miðlinum þann stakk að einkamiðlarnir fái að vaxa og dafna í friði fyrir ríkisvaldinu. Sem fyrr er algerlega litið fram hjá draugnum í herberginu. Rekstrarumhverfi einkamiðla verður ekki lagað án þess að tekið sé á yfirburðastöðu RÚV. Ráðherrann skilar einfaldlega auðu. Óljós fyrirheit um endurskoðun á hlutverki RÚV í greinargerð með frumvarpinu eru þar í besta falli til málamynda. Hin vandræðalega staðreynd er sú að ráðherrann hefur eytt stórum hluta af embættistíma sínum í að smíða frumvarp þar sem ekki er ráðist að rót vandans. Á þessum vettvangi hefur áður verið bent á að fráleitt sé að auka framlög til fjölmiðla, nær væri að endurúthluta þeim fjármunum sem þegar er varið til RÚV. Til að mynda mætti byrja á því að veita einum milljarði af útvarpsgjaldinu til einkamiðlanna. Þá yrði þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði takmörkuð við einn milljarð á ári. Það væri skref í rétta átt. Einu fjölmiðlarnir á Íslandi sem keppa við RÚV af einhverju afli eru Fréttablaðið, Sýn og Morgunblaðið. Ráðherrann blekkir þjóðina, þegar hún heldur því fram að 50 milljónir jafni leik við RÚV sem fær 4,7 milljarða árlega beint frá skattborgurum, að viðbættum þeim 2,3 milljörðum sem stofnunin sækir árlega á auglýsingamarkaði. Meint björgunaraðgerð Lilju er bútasaumur. Plástralækning sem mun engu skila.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun