Sæmd Alþingis: Eitt faxið enn? Þorvaldur Gylfason skrifar 16. maí 2019 08:00 Stokkhólmi – Það var í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir allmörgum árum að það byrjaði skyndilega að braka í faxtækinu í fundarherberginu. Faxið reyndist geyma fyrirmæli um ákvæði sem standa skyldu í stjórnarsáttmálanum. Faxið var sent úr Eimskipafélagshúsinu. Fyrir allra sjónum Það var ekki eins og eitthvað þessu líkt hefði aldrei gerzt áður. Drög að fyrstu kvótalögunum voru samin á skrifstofum LÍÚ og föxuð þaðan eins og Halldór Jónsson félagsfræðingur lýsti í ritgerð sinni „Ákvarðanataka í sjávarútvegi og stjórnun fiskveiða“ (Samfélagstíðindi 1990, bls. 99-141). Æ síðan hefur Alþingi setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið. Og þó, samt ekki alveg. Útvegsmenn lögðu til að fiskveiðistjórnarlögin kvæðu á um að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu eign íslenzkra útvegsmanna, en því fengu þeir ekki að ráða þótt þeir hafi eigi að síður fengið að hirða frá öndverðu nær allan arðinn af sameignarauðlindinni í sjónum í boði Alþingis. Hér birtist ein af ráðgátum okkar samfélags. Spillingin æðir áfram og dylst engum sjáandi manni lengur eins og rannsóknir Gallups, Transparency International o.fl. erlendra stofnana staðfesta rækilega. Samt hvílir ennþá þykkur leyndarhjúpur yfir ýmsu sem ætti að vera uppi á borðum. Eftirlaunagreiðslum úr opinberum sjóðum til fv. þingmanna og ráðherra er haldið leyndum. Lánum gömlu bankanna til þingmanna sem skulduðu bönkunum minna en 100 m.kr. hver við hrun er haldið leyndum. Innlögnum á og skattameðferð Panama-reikninga tveggja flokksformanna á Alþingi er haldið leyndum þótt þrjú ár séu liðin frá birtingu Panama-skjalanna. Hægt væri að lengja þennan lista. Fólkið í landinu stendur ráðalaust og lamað frammi fyrir spillingu og meintum lögbrotum sem látin eru fyrnast í hrönnum. Svipuð staða er nú uppi í Bandaríkjunum nema munurinn er sá að stjórnarandstaðan á Bandaríkjaþingi, saksóknarar og dómstólar leitast við að koma lögum yfir Trump forseta. Í fyrstu grein fiskveiðistjórnarlaganna frá 1990 segir að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu „sameign íslensku þjóðarinnar“. Þetta ákvæði hefur ekki dugað betur en svo í reynd að æ síðan hafa útvegsmenn látið eins og tillaga þeirra um að þeir eigi fiskinn í sjónum hafi orðið að lögum. Þess vegna m.a. sagði fólkið í landinu eftir hrun: Hingað og ekki lengra. Það hafði horft á Alþingi afhenda útvegsmönnum ókeypis aðgang að sameigninni í sjónum. Það hafði horft á Alþingi hafa svipaðan hátt á einkavæðingu gömlu bankanna. Fólkið í landinu heimtaði nýja stjórnarskrá til að rétta kúrsinn. Alþingi brást í byrjun vel við kalli almennings. Þúsund manna þjóðfundur 2010 ítrekaði kröfuna um nýja stjórnarskrá með ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Margar skoðanakannanir staðfestu að mikill hluti þjóðarinnar var hlynntur slíku ákvæði. Þjóðaratkvæðagreiðslan 2012 leiddi í ljós stuðning 83% kjósenda við auðlindaákvæðið í frumvarpi Stjórnlagaráðs frá 2011. Þrjú lykilatriði Auðlindaákvæðið í frumvarpi Stjórnlagaráðs kveður á um þrjú grundvallaratriði. (1) Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru „sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar“. (2) Leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda skal veita „gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn“. (3) „Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Orðalag ákvæðisins er reist á skýrum greinarmun á „þjóðareign“ og „ríkiseign“. Þjóðareign sameiginlegra náttúruauðlinda er ætlað að skylda núlifandi fólk til að varðveita þær af virðingu fyrir komandi kynslóðum. Ríkiseign veitir enga slíka tryggingu. Þjóðin er yfirboðari ríkisins. Með „fullu gjaldi“ er átt við fullt markaðsverð, þ.e. niðurfellingu þeirra forréttinda sem Alþingi hefur hingað til fært útvegsmönnum. Ítrekuð ósvinna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur nú lagt fram tillögu að auðlindaákvæði sem klúðrar öllum þessum lykilatriðum. Orðin „sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar“ hafa verið felld burt. Orðin „gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn“ hafa verið felld burt. Orðin „Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum“ hafa verið felld burt. Í staðinn er bætt inn veiklulegu orðalagi: „gæta skal jafnræðis og gagnsæis“. Einnig er svo bætt inn í textann skírskotun til ríkiseignar líkt og í rússnesku stjórnarskránni. Þessari tillögu forsætisráðherra um auðlindaákvæði er greinilega ætlað að löghelga óbreytt ástand gegn skýrum vilja fólksins í landinu. Þau hafa reynt þetta áður. Það var þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fól lögfræðingum að fara yfir orðalag auðlindaákvæðisins í frumvarpi Stjórnlagaráðs án þess að breyta því efnislega enda hafði þjóðaratkvæðagreiðslan 2012 þá þegar farið fram. Lögfræðingarnir sneru ákvæðinu samt á hvolf líkt og þeir hefðu fengið eitt faxið enn frá LÍÚ. Þingnefndin sá í gegnum ósvinnuna og setti upphaflegt orðalag Stjórnlagaráðs aftur á sinn stað. Þessi nýja tillaga þarf að hljóta sömu afgreiðslu. Auðlindaákvæði nýrrar stjórnarskrár á ekki að vera bara til málamynda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Stokkhólmi – Það var í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir allmörgum árum að það byrjaði skyndilega að braka í faxtækinu í fundarherberginu. Faxið reyndist geyma fyrirmæli um ákvæði sem standa skyldu í stjórnarsáttmálanum. Faxið var sent úr Eimskipafélagshúsinu. Fyrir allra sjónum Það var ekki eins og eitthvað þessu líkt hefði aldrei gerzt áður. Drög að fyrstu kvótalögunum voru samin á skrifstofum LÍÚ og föxuð þaðan eins og Halldór Jónsson félagsfræðingur lýsti í ritgerð sinni „Ákvarðanataka í sjávarútvegi og stjórnun fiskveiða“ (Samfélagstíðindi 1990, bls. 99-141). Æ síðan hefur Alþingi setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið. Og þó, samt ekki alveg. Útvegsmenn lögðu til að fiskveiðistjórnarlögin kvæðu á um að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu eign íslenzkra útvegsmanna, en því fengu þeir ekki að ráða þótt þeir hafi eigi að síður fengið að hirða frá öndverðu nær allan arðinn af sameignarauðlindinni í sjónum í boði Alþingis. Hér birtist ein af ráðgátum okkar samfélags. Spillingin æðir áfram og dylst engum sjáandi manni lengur eins og rannsóknir Gallups, Transparency International o.fl. erlendra stofnana staðfesta rækilega. Samt hvílir ennþá þykkur leyndarhjúpur yfir ýmsu sem ætti að vera uppi á borðum. Eftirlaunagreiðslum úr opinberum sjóðum til fv. þingmanna og ráðherra er haldið leyndum. Lánum gömlu bankanna til þingmanna sem skulduðu bönkunum minna en 100 m.kr. hver við hrun er haldið leyndum. Innlögnum á og skattameðferð Panama-reikninga tveggja flokksformanna á Alþingi er haldið leyndum þótt þrjú ár séu liðin frá birtingu Panama-skjalanna. Hægt væri að lengja þennan lista. Fólkið í landinu stendur ráðalaust og lamað frammi fyrir spillingu og meintum lögbrotum sem látin eru fyrnast í hrönnum. Svipuð staða er nú uppi í Bandaríkjunum nema munurinn er sá að stjórnarandstaðan á Bandaríkjaþingi, saksóknarar og dómstólar leitast við að koma lögum yfir Trump forseta. Í fyrstu grein fiskveiðistjórnarlaganna frá 1990 segir að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu „sameign íslensku þjóðarinnar“. Þetta ákvæði hefur ekki dugað betur en svo í reynd að æ síðan hafa útvegsmenn látið eins og tillaga þeirra um að þeir eigi fiskinn í sjónum hafi orðið að lögum. Þess vegna m.a. sagði fólkið í landinu eftir hrun: Hingað og ekki lengra. Það hafði horft á Alþingi afhenda útvegsmönnum ókeypis aðgang að sameigninni í sjónum. Það hafði horft á Alþingi hafa svipaðan hátt á einkavæðingu gömlu bankanna. Fólkið í landinu heimtaði nýja stjórnarskrá til að rétta kúrsinn. Alþingi brást í byrjun vel við kalli almennings. Þúsund manna þjóðfundur 2010 ítrekaði kröfuna um nýja stjórnarskrá með ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Margar skoðanakannanir staðfestu að mikill hluti þjóðarinnar var hlynntur slíku ákvæði. Þjóðaratkvæðagreiðslan 2012 leiddi í ljós stuðning 83% kjósenda við auðlindaákvæðið í frumvarpi Stjórnlagaráðs frá 2011. Þrjú lykilatriði Auðlindaákvæðið í frumvarpi Stjórnlagaráðs kveður á um þrjú grundvallaratriði. (1) Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru „sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar“. (2) Leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda skal veita „gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn“. (3) „Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Orðalag ákvæðisins er reist á skýrum greinarmun á „þjóðareign“ og „ríkiseign“. Þjóðareign sameiginlegra náttúruauðlinda er ætlað að skylda núlifandi fólk til að varðveita þær af virðingu fyrir komandi kynslóðum. Ríkiseign veitir enga slíka tryggingu. Þjóðin er yfirboðari ríkisins. Með „fullu gjaldi“ er átt við fullt markaðsverð, þ.e. niðurfellingu þeirra forréttinda sem Alþingi hefur hingað til fært útvegsmönnum. Ítrekuð ósvinna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur nú lagt fram tillögu að auðlindaákvæði sem klúðrar öllum þessum lykilatriðum. Orðin „sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar“ hafa verið felld burt. Orðin „gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn“ hafa verið felld burt. Orðin „Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum“ hafa verið felld burt. Í staðinn er bætt inn veiklulegu orðalagi: „gæta skal jafnræðis og gagnsæis“. Einnig er svo bætt inn í textann skírskotun til ríkiseignar líkt og í rússnesku stjórnarskránni. Þessari tillögu forsætisráðherra um auðlindaákvæði er greinilega ætlað að löghelga óbreytt ástand gegn skýrum vilja fólksins í landinu. Þau hafa reynt þetta áður. Það var þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fól lögfræðingum að fara yfir orðalag auðlindaákvæðisins í frumvarpi Stjórnlagaráðs án þess að breyta því efnislega enda hafði þjóðaratkvæðagreiðslan 2012 þá þegar farið fram. Lögfræðingarnir sneru ákvæðinu samt á hvolf líkt og þeir hefðu fengið eitt faxið enn frá LÍÚ. Þingnefndin sá í gegnum ósvinnuna og setti upphaflegt orðalag Stjórnlagaráðs aftur á sinn stað. Þessi nýja tillaga þarf að hljóta sömu afgreiðslu. Auðlindaákvæði nýrrar stjórnarskrár á ekki að vera bara til málamynda.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun