Vandamálið við þriðja orkulagabálk Evrópusambandsins útskýrt á tveimur mínútum Haraldur Ólafsson skrifar 16. maí 2019 08:00 Óljóst er hvers vegna Ísland ætti að gangast undir orkulöggjöf Evrópusambandsins. Í því sambandi hefur tvennt einkum verið nefnt. Í fyrsta lagi gæti slíkt bætt orkumarkaðinn og í öðru lagi mundi óhlýðni við Evrópusambandið í þessu máli spilla EES-samningnum. Að ætla sér að bæta markað á Íslandi með því að fela stjórnvaldið erlendu ríkjasambandi sem Ísland á enga aðild að er eins og að laga til í blaðagrind með því að kveikja í blöðunum. Enginn veit hversu mikið mun brenna áður en yfir lýkur. Það má gera ótal afturkræfar tilraunir með raforkumarkað á Íslandi, en framsal valds til útlanda getur á hinn bóginn tekið árhundruð að endurheimta og enginn getur séð fyrir hvernig hinn erlendi aðili mun fara með valdið hverju sinni. Allar hugmyndir um að höfnun á orkulagabálkinum spilli EES-samningnum eru úr lausu lofti gripnar. Gert er ráð fyrir að ríki geti hafnað lagabálkum af þessu tagi og verði það gert leiðir það til þess að málið verði tekið upp á ný á vettvangi EES og Evrópusambandsins. Öll rök hníga að því að þar muni menn komast að því að ástæðulaust sé að Ísland gangist undir orkulöggjöfina. Norðmenn hafa hafnað Evrópulöggjöf um póst og hafði það vitaskuld engin áhrif á EES-samninginn. Fari svo að orkubálkurinn verði samþykktur er ljóst að þrýstingur á að Ísland segi sig frá EES-samningnum mun aukast verulega. Vinir EES-samningsins ættu að hafa það í huga. Hvert er vandamálið? Í Orkubálknum felst framsal valdheimilda til erlends ríkjasambands, stofnunar þess (ACER) og embættismanns (landsreglara), þar með talið sektarheimildir. Þessir aðilar heyra undir erlent stjórnvald. Það kann að vera Íslandi velviljað á stundum, en enginn veit hver þar stjórnar eftir 10 eða 20 ár. Víst er að þar verða ekki um alla framtíð aðilar við stjórnvölinn sem þykir nokkurs virði að á Íslandi þrífist samfélag. Sterkar líkur standa til þess að fyrrnefnd embætti muni beita sér í þágu sæstrengs, uppskiptingu og sölu Landsvirkjunar. Enginn veit hvernig þessir erlendu aðilar munu beita valdi sínu í framtíðinni, en það er ekki í höndum Íslendinga að ákveða hvar mörk þess valds liggja. Eru ekki skotheldir fyrirvarar um allt mögulegt og ómögulegt? Enginn veit hversu lengi og hversu vel fyrirvarar halda. Af greinargerð Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst lögmanns sem og af álitsgerð Hans Örebechs lagaprófessors er rík ástæða til að ætla að fyrirvararnir muni ekki halda til morguns. Hvað er til ráða? Alþingi ber að afþakka orkulagabálkinn, enda má það alls ekki framselja vald í orkumálum úr landi. Evrópusambandið hefur ekkert við því að segja og mun ekkert við þvi segja. Óbornar kynslóðir Íslendinga eiga það inni hjá okkur að við skilum þeim sömu auðlindum og við þáðum frá foreldrum okkar og að þær verði um aldur og ævi nýttar fólkinu í landinu til hagsbóta. Haraldur Ólafsson einn stofnenda Orkunnar okkar og formaður Heimssýnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Haraldur Ólafsson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Óljóst er hvers vegna Ísland ætti að gangast undir orkulöggjöf Evrópusambandsins. Í því sambandi hefur tvennt einkum verið nefnt. Í fyrsta lagi gæti slíkt bætt orkumarkaðinn og í öðru lagi mundi óhlýðni við Evrópusambandið í þessu máli spilla EES-samningnum. Að ætla sér að bæta markað á Íslandi með því að fela stjórnvaldið erlendu ríkjasambandi sem Ísland á enga aðild að er eins og að laga til í blaðagrind með því að kveikja í blöðunum. Enginn veit hversu mikið mun brenna áður en yfir lýkur. Það má gera ótal afturkræfar tilraunir með raforkumarkað á Íslandi, en framsal valds til útlanda getur á hinn bóginn tekið árhundruð að endurheimta og enginn getur séð fyrir hvernig hinn erlendi aðili mun fara með valdið hverju sinni. Allar hugmyndir um að höfnun á orkulagabálkinum spilli EES-samningnum eru úr lausu lofti gripnar. Gert er ráð fyrir að ríki geti hafnað lagabálkum af þessu tagi og verði það gert leiðir það til þess að málið verði tekið upp á ný á vettvangi EES og Evrópusambandsins. Öll rök hníga að því að þar muni menn komast að því að ástæðulaust sé að Ísland gangist undir orkulöggjöfina. Norðmenn hafa hafnað Evrópulöggjöf um póst og hafði það vitaskuld engin áhrif á EES-samninginn. Fari svo að orkubálkurinn verði samþykktur er ljóst að þrýstingur á að Ísland segi sig frá EES-samningnum mun aukast verulega. Vinir EES-samningsins ættu að hafa það í huga. Hvert er vandamálið? Í Orkubálknum felst framsal valdheimilda til erlends ríkjasambands, stofnunar þess (ACER) og embættismanns (landsreglara), þar með talið sektarheimildir. Þessir aðilar heyra undir erlent stjórnvald. Það kann að vera Íslandi velviljað á stundum, en enginn veit hver þar stjórnar eftir 10 eða 20 ár. Víst er að þar verða ekki um alla framtíð aðilar við stjórnvölinn sem þykir nokkurs virði að á Íslandi þrífist samfélag. Sterkar líkur standa til þess að fyrrnefnd embætti muni beita sér í þágu sæstrengs, uppskiptingu og sölu Landsvirkjunar. Enginn veit hvernig þessir erlendu aðilar munu beita valdi sínu í framtíðinni, en það er ekki í höndum Íslendinga að ákveða hvar mörk þess valds liggja. Eru ekki skotheldir fyrirvarar um allt mögulegt og ómögulegt? Enginn veit hversu lengi og hversu vel fyrirvarar halda. Af greinargerð Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst lögmanns sem og af álitsgerð Hans Örebechs lagaprófessors er rík ástæða til að ætla að fyrirvararnir muni ekki halda til morguns. Hvað er til ráða? Alþingi ber að afþakka orkulagabálkinn, enda má það alls ekki framselja vald í orkumálum úr landi. Evrópusambandið hefur ekkert við því að segja og mun ekkert við þvi segja. Óbornar kynslóðir Íslendinga eiga það inni hjá okkur að við skilum þeim sömu auðlindum og við þáðum frá foreldrum okkar og að þær verði um aldur og ævi nýttar fólkinu í landinu til hagsbóta. Haraldur Ólafsson einn stofnenda Orkunnar okkar og formaður Heimssýnar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun