Sjálfbær og ábyrg ferðaþjónusta Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 17. maí 2019 09:38 Sem áfangastaður ferðamanna er Ísland um margt öðruvísi en aðrir áfangastaðir í heiminum með tilliti til veðurfars, náttúru og innviða. Íslensk ferðaþjónusta vill byggja á sjálfbærum grunni efnahagslegs, umhverfislegs og samfélagslegs jafnvægis. Náttúra Íslands er þar einn lykilþátturinn og segja má að hún sé viðkvæm allan ársins hring, allt landið um kring. Íslandsstofa hefur með samstarfsaðilum lagt sérstaka áherslu á að hvetja ferðamenn til þess að ferðast um Ísland með ábyrgum hætti undanfarin ár. Þetta hefur meðal annars verið gert með því að kynna fyrir ferðamönnum Íslenska loforðið, „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland (www.inspiredbyiceland.com/icelandicpledge). Íslenska loforðið nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að virða náttúruna og skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður til að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum og að vera viðbúinn öllum veðrum á ferðalagi um Ísland. Við teljum að með með því að vinna sameiginlega að því að hvetja ferðamenn og söluaðila Íslandsferða til þess að samþykkja þetta loforð getum við haft jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna á Íslandi sem stuðlar að sjálfbærni til framtíðar. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að lofa því að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta hefur vakið athygli erlendis bæði á meðal fjölmiðla sem og annarra áfangastað með hliðsjón af sjálfbærni og stjórnunar áfangastaða en m.a. hafa Hawai, Palou og Nýja Sjáland tekið upp sambærilegt form. Við viljum hvetja alla í ferðaþjónustunni, hvort sem þeir eru í sölu- og markaðsstarfi, mótttöku ferðamanna, leiðsögumenn eða hafa á einhvern hátt snertingu við ferðamenn að minna á Icelandic Pledge loforðin. Það má gera með því að deila loforðinu (vefslóðinni) á samfélagslmiðlum og vefmiðlum, ásamt því að hafa loforðin sýnileg fyrir viðskiptavinum og gestum á heimasíðum og í öðrum samskiptum, eða með plakötum og borðspjöldum sem hægt er að nálgast hjá Íslandsstofu. Þá er einnig hnappur í mótttökusal á flugvellinum í Keflavík þar sem hægt er að hefja ferðina á því að samþykkja loforðin. Við sjálf þurfum síðan öll að sýna ábyrgð í því hvað við sýnum á samfélagsmiðlum og hvernig við markaðssetjum og auglýsum áfangastaðinn. Það er ekki bara Íslandsstofu, heldur allra þeirra sem koma að því að gera auglýsingar og miðla á samfélagsmiðlum, eru í almannatengslum og eiga á einhvern hátt samskipti við ferðamenn á leið hingað, sem eru komnir hingað eða hafa áhuga á því að koma til Íslands. Þar má telja auglýsingastofur, ferðaþjónustufyrirtæki, leiðsögumenn, leigubílstjóra, verslunar- og veitingafólk og svo mætti lengi telja. Tökum höndum saman og hvetjum til ábyrgrar ferðahegðunar – sem stuðlar að sjálfbærni áfangastaðarins til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður hjá Íslandsstofu, Áfangastaðurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Sem áfangastaður ferðamanna er Ísland um margt öðruvísi en aðrir áfangastaðir í heiminum með tilliti til veðurfars, náttúru og innviða. Íslensk ferðaþjónusta vill byggja á sjálfbærum grunni efnahagslegs, umhverfislegs og samfélagslegs jafnvægis. Náttúra Íslands er þar einn lykilþátturinn og segja má að hún sé viðkvæm allan ársins hring, allt landið um kring. Íslandsstofa hefur með samstarfsaðilum lagt sérstaka áherslu á að hvetja ferðamenn til þess að ferðast um Ísland með ábyrgum hætti undanfarin ár. Þetta hefur meðal annars verið gert með því að kynna fyrir ferðamönnum Íslenska loforðið, „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland (www.inspiredbyiceland.com/icelandicpledge). Íslenska loforðið nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að virða náttúruna og skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður til að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum og að vera viðbúinn öllum veðrum á ferðalagi um Ísland. Við teljum að með með því að vinna sameiginlega að því að hvetja ferðamenn og söluaðila Íslandsferða til þess að samþykkja þetta loforð getum við haft jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna á Íslandi sem stuðlar að sjálfbærni til framtíðar. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að lofa því að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta hefur vakið athygli erlendis bæði á meðal fjölmiðla sem og annarra áfangastað með hliðsjón af sjálfbærni og stjórnunar áfangastaða en m.a. hafa Hawai, Palou og Nýja Sjáland tekið upp sambærilegt form. Við viljum hvetja alla í ferðaþjónustunni, hvort sem þeir eru í sölu- og markaðsstarfi, mótttöku ferðamanna, leiðsögumenn eða hafa á einhvern hátt snertingu við ferðamenn að minna á Icelandic Pledge loforðin. Það má gera með því að deila loforðinu (vefslóðinni) á samfélagslmiðlum og vefmiðlum, ásamt því að hafa loforðin sýnileg fyrir viðskiptavinum og gestum á heimasíðum og í öðrum samskiptum, eða með plakötum og borðspjöldum sem hægt er að nálgast hjá Íslandsstofu. Þá er einnig hnappur í mótttökusal á flugvellinum í Keflavík þar sem hægt er að hefja ferðina á því að samþykkja loforðin. Við sjálf þurfum síðan öll að sýna ábyrgð í því hvað við sýnum á samfélagsmiðlum og hvernig við markaðssetjum og auglýsum áfangastaðinn. Það er ekki bara Íslandsstofu, heldur allra þeirra sem koma að því að gera auglýsingar og miðla á samfélagsmiðlum, eru í almannatengslum og eiga á einhvern hátt samskipti við ferðamenn á leið hingað, sem eru komnir hingað eða hafa áhuga á því að koma til Íslands. Þar má telja auglýsingastofur, ferðaþjónustufyrirtæki, leiðsögumenn, leigubílstjóra, verslunar- og veitingafólk og svo mætti lengi telja. Tökum höndum saman og hvetjum til ábyrgrar ferðahegðunar – sem stuðlar að sjálfbærni áfangastaðarins til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður hjá Íslandsstofu, Áfangastaðurinn.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun