Félag fær hirði Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Það kom flestum fjárfestum á óvart í þarsíðustu viku þegar Icelandair tilkynnti að það hefði náð samkomulagi við bandaríska fjárfestingarsjóðinn PAR Capital Management um kaup sjóðsins á 11,5 prósenta hlut í Icelandair. Segja má að tíðindin hafi ekki hlotið þá athygli sem þau verðskulduðu í flestum fjölmiðlum. PAR er þekktur fjárfestingarsjóður í fluggeiranum, mikill að umfangi, og beitir sér með virkum hætti þegar taka þarf til í rekstri þeirra félaga sem hann fjárfestir í. Sjóðurinn komst í fréttir vestanhafs vorið 2016, skömmu eftir að hann fjárfesti í bandaríska flugfélaginu United Airlines. Hann gagnrýndi stjórn flugfélagsins harðlega fyrir að valda ekki störfum sínum og náði sínum mönnum inn í stjórnina. Það er alveg ljóst að PAR Capital verður ekki hlédrægur hluthafi í Icelandair. Fjárfestingin er stórt skref í rétta átt fyrir íslenska flugfélagið sem hefur sárvantað öfluga forystu í eigendahópi sínum. Í þessu samhengi má nefna annað minna skref sem var tekið síðasta haust þegar Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, fjárfesti í félaginu fyrir 100 milljónir króna. Fjárfesting PAR Capital og hlutabréfakaup Úlfars eru nefnd í sömu málsgrein vegna þess að þau breyta hinu óáþreifanlega hvatakerfi sem býr að baki eignarhaldi og stjórn Icelandair. Það leikur enginn vafi á því að lífeyrissjóðirnir voru einn af lykilþáttunum í endurreisn hlutabréfamarkaðarins eftir fjármálahrunið en mikil umsvif sjóðanna á markaðinum höfðu þó í för með sér ákveðinn vanda. Vandinn er sá að stjórnarmenn, sem eiga of sjaldan hlut í viðkomandi félagi, sitja í umboði lífeyrissjóða, sem hafa engan eiginlegan eiganda, og þurfa helst að hljóta blessun tilnefningarnefndarmanna, sem eru enn síður líklegri til að eiga hlut. Í sumum tilfellum er enginn einstaklingur með neitt að veði í þessari keðju. „Sýndu mér hvatana og ég skal sýna þér útkomuna,“ var haft eftir bandarískum fjárfesti. Hann hafði rétt fyrir sér. Eflaust eru langflestir í keðjunni að reyna að gera vel en staðreyndin er sú að öruggasta leiðin til að tryggja góða ákvörðunartöku er sjá til þess að þeir sem taka ákvörðunina hafi beina hagsmuni af útkomunni. Hið óáþreifanlega hvatakerfi á bak við eignarhald og stjórnir fyrirtækja skiptir öllu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það kom flestum fjárfestum á óvart í þarsíðustu viku þegar Icelandair tilkynnti að það hefði náð samkomulagi við bandaríska fjárfestingarsjóðinn PAR Capital Management um kaup sjóðsins á 11,5 prósenta hlut í Icelandair. Segja má að tíðindin hafi ekki hlotið þá athygli sem þau verðskulduðu í flestum fjölmiðlum. PAR er þekktur fjárfestingarsjóður í fluggeiranum, mikill að umfangi, og beitir sér með virkum hætti þegar taka þarf til í rekstri þeirra félaga sem hann fjárfestir í. Sjóðurinn komst í fréttir vestanhafs vorið 2016, skömmu eftir að hann fjárfesti í bandaríska flugfélaginu United Airlines. Hann gagnrýndi stjórn flugfélagsins harðlega fyrir að valda ekki störfum sínum og náði sínum mönnum inn í stjórnina. Það er alveg ljóst að PAR Capital verður ekki hlédrægur hluthafi í Icelandair. Fjárfestingin er stórt skref í rétta átt fyrir íslenska flugfélagið sem hefur sárvantað öfluga forystu í eigendahópi sínum. Í þessu samhengi má nefna annað minna skref sem var tekið síðasta haust þegar Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, fjárfesti í félaginu fyrir 100 milljónir króna. Fjárfesting PAR Capital og hlutabréfakaup Úlfars eru nefnd í sömu málsgrein vegna þess að þau breyta hinu óáþreifanlega hvatakerfi sem býr að baki eignarhaldi og stjórn Icelandair. Það leikur enginn vafi á því að lífeyrissjóðirnir voru einn af lykilþáttunum í endurreisn hlutabréfamarkaðarins eftir fjármálahrunið en mikil umsvif sjóðanna á markaðinum höfðu þó í för með sér ákveðinn vanda. Vandinn er sá að stjórnarmenn, sem eiga of sjaldan hlut í viðkomandi félagi, sitja í umboði lífeyrissjóða, sem hafa engan eiginlegan eiganda, og þurfa helst að hljóta blessun tilnefningarnefndarmanna, sem eru enn síður líklegri til að eiga hlut. Í sumum tilfellum er enginn einstaklingur með neitt að veði í þessari keðju. „Sýndu mér hvatana og ég skal sýna þér útkomuna,“ var haft eftir bandarískum fjárfesti. Hann hafði rétt fyrir sér. Eflaust eru langflestir í keðjunni að reyna að gera vel en staðreyndin er sú að öruggasta leiðin til að tryggja góða ákvörðunartöku er sjá til þess að þeir sem taka ákvörðunina hafi beina hagsmuni af útkomunni. Hið óáþreifanlega hvatakerfi á bak við eignarhald og stjórnir fyrirtækja skiptir öllu máli.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun