Þorsteinn Friðrik Halldórsson
Þrálátur vandi Pírata
Nú þegar meira en tíu ár eru liðin frá stofnun flokksins höfða þessar áherslur ekki til fólks í sama mæli og þær gerðu, og nafnið sem áður var ögrandi er nú orðið hjákátlegt.
Þakklætisvottur fyrir fórnfýsi stjórnvalda
Það þykir heldur kræft, og jaðrar satt að segja við ósvífni, þegar ríkisvaldinu nægir ekki lengur að stæra sig af því að hafa útvegað þér hækjur heldur byrjar að rukka fyrir afnotin.
Öfugsnúin ríkisfjármál koma illa niður á þjóðarbúinu
Faraldurinn er að baki en eftir situr allur sá heljarinnar óþarfi sem hefur safnast fyrir í kerfinu á undanförnum þremur árum.
Hið árvissa metnaðarleysi í málefnum fjölmiðla
Þrátt fyrir að ekki finnist vottur af eftirspurn, hvorki frá hinum endanlegu gefendum né þeim þiggjendum sem mestu máli skipta, hefur ráðherra tekist að festa styrkjakerfið í sessi. Nú er orðinn árviss viðburður að frumvarp þess efnis sé lagt fram við dræmar undirtektir og á hverju ári er hægt að slá því föstu að ráðherra láti hjá líða að takast á við orsök versnandi rekstrarumhverfis fjölmiðla, þ.e. umsvif erlendra miðla og Ríkisútvarpsins.
Óður til sprengjugleðinnar
Seltjarnarnesbær stóð ekki fyrir flugeldasýningu á Valhúsahæð þetta árið en í tilkynningu til bæjarbúa kom fram að öryggis- og umhverfissjónarmið hefðu vegið þungt. Ákvörðunin var svo sem í samræmi við afstöðu Umhverfisstofnunar sem beindi því vinsamlega til landsmanna fyrir jól að finna sér umhverfisvænni áramótahefðir, til dæmis að öskra árið burt.
Heimsfaraldur ESG
Hugmyndin um ábyrgar fjárfestingar hefur farið um Vesturlönd eins og eldur í sinu. Á milli áranna 2005 og 2018 kom hugtakið ESG fram í brotabroti af uppgjörstilkynningum skráðra fyrirtækja samkvæmt greiningu eignarstýringarfélagsins Pimco. Þremur árum síðar var hlutfallið komið í tuttugu prósent.
Borgin sýpur seyðið af lausatökum
Reykjavíkurborg var í fararbroddi sveitarfélaga þegar kom að því að skapa störf í heimsfaraldrinum. Á milli áranna 2019 og 2021 fjölgaði stöðugildum hjá borginni um tæplega eitt þúsund að meðaltali – hlutfallsleg aukning var um 13,5 prósent – sem var mun meiri fjölgun en greina mátti í rekstri annarra sveitarfélaga.
Uppgjör á faraldri og sóttvörnum
Samfélagið var fljótt að snúa sér að öðru þegar öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum var aflétt í febrúar. Í tvö lýjandi ár hafði faraldurinn heljartak á umræðunni og þjóðfélagið var undirorpið ákvörðunum embættismanna sem höfðu skyndilega fengið vald til að segja af eða á. En þrátt fyrir að veiran sjálf sé horfin úr sviðsljósinu væru mikil mistök að láta eins og ekkert hafi í skorist. Þegar horfur eru á því að uppsafnaður halli ríkissjóðs fram til ársins 2027 muni nema þúsund milljörðum króna verður ekki komist hjá uppgjöri á sóttvarnaaðgerðum.
Afskiptasami ráðherrann og löngunin til að handstýra hagkerfinu
Hið undarlega hlutverk hagfræðinnar, skrifaði nóbelsverðlaunahafinn Friedrich A. Hayek í lauslegri þýðingu undirritaðs, er að varpa ljósi á hversu lítið menn vita í raun um það sem þeir ímynda sér að geta hannað.
Afskræming bankasölunnar
Einhvers konar stundarbrjálæði hafði gripið um sig. Forsíður vefmiðla voru undirlagðar af fréttum um að hinir og þessir hefðu fengið að kaupa Íslandsbanka á undirverði, og gífuryrðum um spillingu. Það heyrðust jafnvel háværar kröfur um að sölunni skyldi rift.
Ærandi þögn um ofríki í Kanada
Atburðarás síðustu vikna er söguleg og hún er áminning um það hversu brothætt frjálslynda lýðræðissamfélagið er þegar á reynir. Stjórnmálamenn sem gefa sig út fyrir að vera talsmenn frjálslyndis, jafnt ráðherrar sem þingmenn, geta því ekki látið hjá líða að tala gegn ofríkinu í Kanada.
Örvænting í ofbeldissambandi
Við sjáum merki þess að veirufaraldurinn muni draga illan dilk á eftir sér.
Sóttvarnir sem drepa niður samfélag
Þegar árið 2021 rennur sitt skeið á enda verða liðin næstum því tvö ár frá því að fyrsta kóvid-smitið greindist á Íslandi. Á þessum tíma hefur samfélagið fært ómældar fórnir, bæði efnislegar og óefnislegar, í þágu sóttvarna. Hversu mikið hefur áunnist?
Skyldurækni gagnvart heimamarkaðinum
Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2012 steig Barack Obama, sem sóttist þá eftir endurkjöri, upp á svið í Virginíuríki og flutti ræðu sem átti eftir að lita kosningabaráttuna.
Orð, efndir og afturhald
Miðflokkurinn hefur sótt í sig veðrið. Með markvissum hætti hefur flokkurinn náð að endurheimta fylgið sem tapaðist í kringum Klausturmálið og gott betur.
Öfugsnúin umhverfisvernd
Umhverfisvernd er ekki það sama og umhverfisvernd. Hugtakið hefur verið útþynnt af þeim sem hafa meiri áhuga á sýndarmennsku en raunverulegri umhverfisvernd.
Vonarglæta í vonleysinu
Útþensla ríkisvaldsins á undanförnum árum er áfellisdómur yfir þeim sem haldið hafa um stjórnartaumana.
Enginn á vaktinni
Nýlega rakst ég á mann sem rekur lítið fyrirtæki með nokkra starfsmenn í hefðbundnum rekstri.
Pólitísk dauðafæri
Þegar Davíð Oddsson tók út innistæðu sem hann átti á bók í Kaupþingi árið 2003 vann hann pólitískan sigur.
Óboðleg vinnubrögð
Forsætisráðherra þarf að taka ákvörðun um það hvort hún muni reiða sig á meingallað mat hæfisnefndarinnar við ráðningu nýs seðlabankastjóra eða ráðast í sjálfstæða rannsókn.
Tvær ólíkar skýrslur um tilnefningar
Tilnefningarnefndir eru nú ríkjandi fyrirkomulag í stjórnarkjöri á íslenskum hlutabréfamarkaði eftir hraða útbreiðslu.
Borgin slapp vel frá kjaradeilunni
Kjarasamningar hafa verið gerðir fyrir næstum níu af hverjum tíu starfsmanna á almennum vinnumarkaði til fjögurra ára. Þessir löngu samningar skapa skilyrði fyrir atvinnulífið til að búa sig undir áskoranir sem fram undan eru.
Félag fær hirði
Það kom flestum fjárfestum á óvart í þarsíðustu viku þegar Icelandair tilkynnti að það hefði náð samkomulagi við bandaríska fjárfestingarsjóðinn PAR Capital Management um kaup sjóðsins á 11,5 prósenta hlut í Icelandair.