Gráttu mig ei, Argentína Þorvaldur Gylfason skrifar 18. apríl 2019 08:15 Buenos Aires – Sem ég gekk inn í tangóklúbbinn hér í Buenos Aires fyrir allmörgum árum, þá blasti þar við mér í móttökunni risavaxið gljáandi olíumálverk með þverhandarþykkum gullramma. Á myndinni voru tveir gleiðbrosandi miðaldra menn. Annan þekkti ég strax, Carlos Menem forseta Argentínu 1989-1999. Hann var auðþekktur af helztu höfuðprýði sinni, miklum börtum sem minntu einna helzt á myndir af séra Matthíasi Jochumssyni. Hinn reyndist vera eigandinn sem stóð sjálfur í miðasölunni og seldi mér aðgöngumiða á 50 pesóa. Ég átti ekkert smærra en 100 pesóa sem jafngiltu þá 100 Bandaríkjadölum. Hann gaf mér 50 til baka. Tangósýningin var svellandi fín.Sækjast sér um líkir Morguninn eftir fór ég út að kaupa mér dagblað og bað manninn í blaðsöluturninum afsökunar á að ég skyldi ekki eiga neitt smærra en þennan 50 pesóa seðil sem ég hafði fengið til baka kvöldið áður. Hann skilaði mér seðlinum aftur og sagði: Þetta eru 50 ástralar, þessir seðlar voru teknir úr umferð fyrir löngu. Ekki veit ég hvernig fór fyrir eiganda klúbbsins sem hafði afhent mér úreltan seðil, en Carlos Menem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi 2015 fyrir fjárdrátt. Efnahagsráðherrann og dómsmálaráðherrann í stjórn hans fengu þrjú ár hvor fyrir aðild að sama broti. Áður hafði forsetinn fv. þurft að greiða sekt fyrir mútuþægni. Það var hann sem hafði löngu fyrr náðað og leyst úr haldi herforingjana sem höfðu myrt þúsundir óbreyttra borgara og ráðizt á Falklandseyjar. Þannig er Argentína. Stundum er stórlöxunum sleppt. Stundum þurfa þeir að sæta ábyrgð.Perón og Evita Argentína var ríkasta land heims árin fyrir aldamótin 1900 og hélzt í hópi ríkustu landa fram til 1930 þegar Kreppan mikla setti strik í reikninginn með því að taka fyrir kjötútflutning frá Argentínu. Herinn ruddist til valda. Eftir það tók að halla undan fæti. Juan Perón var forseti Argentínu og einræðisherra 1946-1955. Hann bar kápuna á báðum öxlum. Hann var fv. herforingi og hermálaráðherra, greiddi götu þýzkra stríðsglæpamanna í Argentínu eftir heimsstyrjöldina og talaði jafnframt máli verkalýðsins gegn voldugum bændum og landeigendum. Hann hrökklaðist undan andstæðingum sínum í útlegð fyrst til Venesúelu og síðan til Spánar og kom síðan heim aftur til að setjast í forsetastólinn 1973-1974, þá undir merkjum lýðræðis. Honum var aldrei stungið inn. Perón er þjóðsaga og það er einnig Eva, önnur eiginkona hans, sem ólst upp í sárri fátækt og talaði sig inn í hjörtu aðdáenda sinna. Hún varð heimsfræg af söngleik Andrews Loyd Webber og Tims Rice, Evita, sem fluttur var í íslenzkri þýðingu Jónasar Friðriks Guðnasonar í Íslensku óperunni 1997. Egill Ólafsson og Andrea Gylfadóttir fluttu hlutverk forsetahjónanna.Einræði, lýðræði, spilling Eftir valdatíma Peróns og herforingjanna héldu einræði og lýðræði áfram að dansa tangó í Argentínu í allmörg ár enn. Lýðræði komst á 1983 og hefur sú skipan staðið síðan þá þótt ekki dygði það til að kveða niður spillinguna. Eduardo Duhalde forseti Argentínu 2002-2003 sagði í viðtali við Financial Times strax eftir embættistöku sína: „Stjórnmálaforusta landsins er sjitt (hans orð, ekki mitt; stafsetningin er skv. Orðabók Menningarsjóðs), og ég tel sjálfan mig með.“ Alþingi sýndi af sér hliðstæða hreinskilni þegar það ályktaði einum rómi 2010 að „taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega“. Hjónin Néstor Kirchner og Cristine Kirchner úr flokki Perónista voru forsetar Argentínu 2003-2015, hann 2003-2007 og hún 2007-2015. Þau auðguðust ótæpilega þessi ár. Hann dó 2010. Hún fékk síðan dóm fyrir spillingu en gengur laus þar eð hún nýtur friðhelgi sem þingmaður. Friðhelgin hlífir henni við handtöku en ekki saksókn. Mauricio Macri var kjörinn forseti Argentínu 2015. Nafn hans fannst í Panama-skjölunum árið eftir. Dómstóll í Buenos Aires hreinsaði hann af grun um fjárböðun 2017, en hann er ekki sloppinn því rannsókn málsins heldur áfram. Þannig er Argentína. Og þannig er Suður-Ameríka. Alberto Fujimori forseti Perú 1990-2000 situr inni. Lula da Silva forseti Brasilíu 2003-2010 situr einnig inni, en stuðningsmenn hans segja hann vera pólitískan fanga. Augusto Pinochet forseti Síle 1974-1990 var tjargaður, fiðraður og fangelsaður þótt hann slyppi of vel að margra dómi. Brot þessara manna eru ýmist efnahagsbrot eða mannréttindabrot nema hvort tveggja sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Buenos Aires – Sem ég gekk inn í tangóklúbbinn hér í Buenos Aires fyrir allmörgum árum, þá blasti þar við mér í móttökunni risavaxið gljáandi olíumálverk með þverhandarþykkum gullramma. Á myndinni voru tveir gleiðbrosandi miðaldra menn. Annan þekkti ég strax, Carlos Menem forseta Argentínu 1989-1999. Hann var auðþekktur af helztu höfuðprýði sinni, miklum börtum sem minntu einna helzt á myndir af séra Matthíasi Jochumssyni. Hinn reyndist vera eigandinn sem stóð sjálfur í miðasölunni og seldi mér aðgöngumiða á 50 pesóa. Ég átti ekkert smærra en 100 pesóa sem jafngiltu þá 100 Bandaríkjadölum. Hann gaf mér 50 til baka. Tangósýningin var svellandi fín.Sækjast sér um líkir Morguninn eftir fór ég út að kaupa mér dagblað og bað manninn í blaðsöluturninum afsökunar á að ég skyldi ekki eiga neitt smærra en þennan 50 pesóa seðil sem ég hafði fengið til baka kvöldið áður. Hann skilaði mér seðlinum aftur og sagði: Þetta eru 50 ástralar, þessir seðlar voru teknir úr umferð fyrir löngu. Ekki veit ég hvernig fór fyrir eiganda klúbbsins sem hafði afhent mér úreltan seðil, en Carlos Menem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi 2015 fyrir fjárdrátt. Efnahagsráðherrann og dómsmálaráðherrann í stjórn hans fengu þrjú ár hvor fyrir aðild að sama broti. Áður hafði forsetinn fv. þurft að greiða sekt fyrir mútuþægni. Það var hann sem hafði löngu fyrr náðað og leyst úr haldi herforingjana sem höfðu myrt þúsundir óbreyttra borgara og ráðizt á Falklandseyjar. Þannig er Argentína. Stundum er stórlöxunum sleppt. Stundum þurfa þeir að sæta ábyrgð.Perón og Evita Argentína var ríkasta land heims árin fyrir aldamótin 1900 og hélzt í hópi ríkustu landa fram til 1930 þegar Kreppan mikla setti strik í reikninginn með því að taka fyrir kjötútflutning frá Argentínu. Herinn ruddist til valda. Eftir það tók að halla undan fæti. Juan Perón var forseti Argentínu og einræðisherra 1946-1955. Hann bar kápuna á báðum öxlum. Hann var fv. herforingi og hermálaráðherra, greiddi götu þýzkra stríðsglæpamanna í Argentínu eftir heimsstyrjöldina og talaði jafnframt máli verkalýðsins gegn voldugum bændum og landeigendum. Hann hrökklaðist undan andstæðingum sínum í útlegð fyrst til Venesúelu og síðan til Spánar og kom síðan heim aftur til að setjast í forsetastólinn 1973-1974, þá undir merkjum lýðræðis. Honum var aldrei stungið inn. Perón er þjóðsaga og það er einnig Eva, önnur eiginkona hans, sem ólst upp í sárri fátækt og talaði sig inn í hjörtu aðdáenda sinna. Hún varð heimsfræg af söngleik Andrews Loyd Webber og Tims Rice, Evita, sem fluttur var í íslenzkri þýðingu Jónasar Friðriks Guðnasonar í Íslensku óperunni 1997. Egill Ólafsson og Andrea Gylfadóttir fluttu hlutverk forsetahjónanna.Einræði, lýðræði, spilling Eftir valdatíma Peróns og herforingjanna héldu einræði og lýðræði áfram að dansa tangó í Argentínu í allmörg ár enn. Lýðræði komst á 1983 og hefur sú skipan staðið síðan þá þótt ekki dygði það til að kveða niður spillinguna. Eduardo Duhalde forseti Argentínu 2002-2003 sagði í viðtali við Financial Times strax eftir embættistöku sína: „Stjórnmálaforusta landsins er sjitt (hans orð, ekki mitt; stafsetningin er skv. Orðabók Menningarsjóðs), og ég tel sjálfan mig með.“ Alþingi sýndi af sér hliðstæða hreinskilni þegar það ályktaði einum rómi 2010 að „taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega“. Hjónin Néstor Kirchner og Cristine Kirchner úr flokki Perónista voru forsetar Argentínu 2003-2015, hann 2003-2007 og hún 2007-2015. Þau auðguðust ótæpilega þessi ár. Hann dó 2010. Hún fékk síðan dóm fyrir spillingu en gengur laus þar eð hún nýtur friðhelgi sem þingmaður. Friðhelgin hlífir henni við handtöku en ekki saksókn. Mauricio Macri var kjörinn forseti Argentínu 2015. Nafn hans fannst í Panama-skjölunum árið eftir. Dómstóll í Buenos Aires hreinsaði hann af grun um fjárböðun 2017, en hann er ekki sloppinn því rannsókn málsins heldur áfram. Þannig er Argentína. Og þannig er Suður-Ameríka. Alberto Fujimori forseti Perú 1990-2000 situr inni. Lula da Silva forseti Brasilíu 2003-2010 situr einnig inni, en stuðningsmenn hans segja hann vera pólitískan fanga. Augusto Pinochet forseti Síle 1974-1990 var tjargaður, fiðraður og fangelsaður þótt hann slyppi of vel að margra dómi. Brot þessara manna eru ýmist efnahagsbrot eða mannréttindabrot nema hvort tveggja sé.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun