Starfsnám opnar dyr Sigurður Hannesson skrifar 18. apríl 2019 08:30 Mikil tækifæri bíða þeirra stelpna og stráka sem ljúka starfs- og tækninámi. Atvinnulífið bíður starfskrafta þeirra en þorri þeirra félagsmanna Samtaka iðnaðarins sem vilja bæta við sig starfsfólki leitar að starfsmenntuðu fólki. Námið opnar dyr út í heim en starfsnám er viðurkennt innan Evrópu og veitir því útskrifuðum alþjóðlegt gjaldgengi. Þá er einfalt að fara í frekara nám fyrir þau sem það kjósa og er háskólamenntað fólk með starfsnám að baki mjög eftirsótt á vinnumarkaði. Töfrarnir verða til þar sem handverk og hugvit mætast. Hjá helstu hátæknifyrirtækjum landsins starfar starfs- og tæknimenntað fólk – konur og karlar – og býr til búnað sem seldur er víða um heim. Maðurinn hefur í þúsundir ára unnið með málm og tré, gerir enn og mun áfram gera en störfin hafa sannarlega breyst í áranna rás. Málm- og véltæknigreinar fela í sér vinnu með tölvustýrð verkefni og í hönnunargreinum er sköpunin í fyrirrúmi svo dæmi séu tekin. Möguleikar á starfsnámi eru nær óþrjótandi enda eru um 100 starfsnámsbrautir í boði í framhaldsskólum landsins. Öll ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hlutfallslega hafa mun færri lokið starfsnámi hér á landi en gengur og gerist í nágrannaríkjum. Gjarnan er haft á orði að efla þurfi starfsnám. Staðreyndin er hins vegar sú að starfsnám er heilt yfir gott en okkar eigin viðhorf hafa gert það að verkum að fleirum hefur verið stýrt í bóknám heldur en í starfsnám. Þetta er nú sem betur fer að breytast. Stefna stjórnvalda birtist með skýrum hætti í fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Efst á blaði varðandi framhaldsskólastigið er að fjölga þeim sem ljúka starfs- og tækninámi. Þetta eru mikil tíðindi því bóknámi hefur hingað til verið gert hærra undir höfði en starfsnámi, einhverra hluta vegna. Einhver bestu meðmæli með þessari stefnumörkun stjórnvalda eru mótmæli einstaka skólamanna í bóknámsskólum. Vor starfsnámsins er runnið upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil tækifæri bíða þeirra stelpna og stráka sem ljúka starfs- og tækninámi. Atvinnulífið bíður starfskrafta þeirra en þorri þeirra félagsmanna Samtaka iðnaðarins sem vilja bæta við sig starfsfólki leitar að starfsmenntuðu fólki. Námið opnar dyr út í heim en starfsnám er viðurkennt innan Evrópu og veitir því útskrifuðum alþjóðlegt gjaldgengi. Þá er einfalt að fara í frekara nám fyrir þau sem það kjósa og er háskólamenntað fólk með starfsnám að baki mjög eftirsótt á vinnumarkaði. Töfrarnir verða til þar sem handverk og hugvit mætast. Hjá helstu hátæknifyrirtækjum landsins starfar starfs- og tæknimenntað fólk – konur og karlar – og býr til búnað sem seldur er víða um heim. Maðurinn hefur í þúsundir ára unnið með málm og tré, gerir enn og mun áfram gera en störfin hafa sannarlega breyst í áranna rás. Málm- og véltæknigreinar fela í sér vinnu með tölvustýrð verkefni og í hönnunargreinum er sköpunin í fyrirrúmi svo dæmi séu tekin. Möguleikar á starfsnámi eru nær óþrjótandi enda eru um 100 starfsnámsbrautir í boði í framhaldsskólum landsins. Öll ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hlutfallslega hafa mun færri lokið starfsnámi hér á landi en gengur og gerist í nágrannaríkjum. Gjarnan er haft á orði að efla þurfi starfsnám. Staðreyndin er hins vegar sú að starfsnám er heilt yfir gott en okkar eigin viðhorf hafa gert það að verkum að fleirum hefur verið stýrt í bóknám heldur en í starfsnám. Þetta er nú sem betur fer að breytast. Stefna stjórnvalda birtist með skýrum hætti í fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Efst á blaði varðandi framhaldsskólastigið er að fjölga þeim sem ljúka starfs- og tækninámi. Þetta eru mikil tíðindi því bóknámi hefur hingað til verið gert hærra undir höfði en starfsnámi, einhverra hluta vegna. Einhver bestu meðmæli með þessari stefnumörkun stjórnvalda eru mótmæli einstaka skólamanna í bóknámsskólum. Vor starfsnámsins er runnið upp.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar