Misþroski Þorvaldur Gylfason skrifar 4. apríl 2019 07:00 Stanley, Falklandseyjum – Suður-Ameríku hefur að mörgu leyti vegnað mun síður en Norður-Ameríku í tímans rás. Margir áttu von á því um 1930 að Argentína sem var þá eitt ríkasta land heims yrði að stórveldi. Svo fór þó ekki nema í fótbolta og tangó. Hvers vegna?Einræði og verðbólga haldast í hendur Ein áleitin skýring er að Suður-Ameríka byggðist aðallega frá Suður-Evrópu og Norður-Ameríka frá Norður-Evrópu. Þar eð Norður-Evrópu hefur á heildina litið vegnað betur en Suður-Evrópu var þess að vænta að svipuð þróun ætti sér stað í Ameríku sem og varð. Munurinn er m.a. sá að í Suður-Evrópu voru einræðisstjórnir sums staðar við völd fram til 1974-1976 (Grikkland, Portúgal, Spánn) og agaleysi einkenndi efnahagsmál. Vandræði ESB síðustu ár hafa því einkum stafað af Suður-Evrópulöndum. Þau voru tekin inn í ESB sumpart til að jafna þennan mun og treysta lýðræðið. Það tókst að hluta. Mikil verðbólga hefur fylgt Suður-Ameríkulöndum eins og skuggi en ekki Norður-Ameríku. Löndin sex í sunnanverðri Suður-Ameríku (Argentína, Brasilía, Paragvæ, Perú, Síle, Úrúgvæ) hafa öll verið óskoruð lýðræðisríki frá aldamótunum 2000, en 40 árin þar á undan, 1960-2000, bjuggu þau öll við einræði annað veifið, yfirleitt herræði, stundum langtímum saman. Herinn var ónýtur hagstjórnandi. Verðbólgan 1961-2017 var að meðaltali 12% á ári í Paragvæ, 40% í Úrúgvæ, 48% í Síle, 171% í Argentínu, 195% í Perú og 220% í Brasilíu. Hún mælist nú alls staðar í lágum einsstafstölum nema í Argentínu þar sem hún er nú um 25%. Lýðræði og lítil verðbólga haldast í hendur.Viðskipti efla frið Upphaflegt höfuðmarkmið ESB var að nota frjáls viðskipti til að treysta friðinn milli Frakklands og Þýzkalands eftir heimsstyrjöldina síðari. Það hefur tekizt vel. Suður-Ameríka hefur ekki fylgt þessu fordæmi. Þar geisaði Kyrrahafsstríðið sem svo er nefnt 1879-1884 og færði Síle stór landsvæði sem áður tilheyrðu Perú og Bólivíu og sviptu Bólivíu aðgangi að sjó. Enn hefur ekki gróið um heilt milli landanna þar eð þeim hefur láðst að fara að dæmi ESB-landanna. Argentína, Brasilía, Paragvæ og Úrúgvæ stofnuðu með sér tollabandalag (Mercosur) 1991 til að örva viðskipti landanna en Bólivía, Perú og Síle gerðust aðeins aukaaðilar að bandalaginu. Síle gerði fríverzlunarsamning við Bandaríkin 2003. Þegar öllu er á botninn hvolft eru viðskipti meðal Suður-Ameríkulanda innbyrðis og út á við miklu minni en þau gætu verið og velferð almennings er rýrari eftir því. Sama á við um Afríku, en þar eru þó uppi áætlanir um að Afríkusambandið tryggi smám saman fríverzlun innan álfunnar og sameinist um eina mynt sem á að heita afró eins og klippingin. Lítil viðskipti auka hættuna á ófriði. Litlu munaði fyrir nokkrum árum að Argentína og Síle gripu til vopna í landamæradeilu í Patagóníu syðst í álfunni.Falklandseyjastríðið Herforingjastjórnin í Argentínu 1976-1983 er sígilt dæmi um freistingu einræðisstjórna til að grípa til vopna. Herforingjarnir höfðu mulið undir landeigendur og keyrt efnahagslífið í kaf, þeir kunnu ekki annað. Til að dreifa athyglinni frá óstjórninni og örva þjóðernissinna réðust þeir með hervaldi á Falklandseyjar úti fyrir ströndum Argentínu. Þetta var 1982. Á eyjunum bjuggu þá 1.800 manns og 400.000 rollur. Eyjarnar höfðu tilheyrt Bretlandi frá 1833 en Argentína hafði gert tilkall til þeirra og gerir enn. Brezka stjórnin brást við innrásinni með því að senda herskip á vettvang og sigraði her Argentínu með miklu mannfalli (um 900 manns). Herforingjarnir hrökkluðust frá völdum og fóru sumir í fangelsi. Síðan hefur íbúum eyjanna fjölgað verulega og eru þeir nú 3.200. Landið býr við heimastjórn en Englandsdrottning skipar landsstjórann. Landið býr við eigin stjórnarskrá frá 2009 þar sem ákvæði Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi eru tekin upp orðrétt m.a. til að tryggja yfirráð íbúanna yfir auðlindum sínum. Bretar sjá um landvarnir. Falklandseyjum vegnar vel. Kaupmáttur tekna á mann er talinn vera um fimm sinnum meiri en í Argentínu. Fiskveiðar eru hryggjarstykkið í efnahagslífi eyjanna og nema röskum helmingi landsframleiðslunnar. Stjórnvöld selja erlendum og innlendum útgerðum veiðirétt við eyjarnar og afla þannig fjár til að halda úti góðri almannaþjónustu með lítilli skattheimtu. Slíkri skipan hafa veiðigjaldsmenn á Íslandi mælt með í bráðum 50 ár. Ferðaútvegur er næststærsta atvinnugreinin. Um 60.000 ferðamenn heimsækja eyjarnar sjóleiðis á hverju ári auk þeirra 1.600 sem koma fljúgandi. Landbúnaður skiptir íbúana einnig máli með allar þessar rollur en þeim finnst fjölbreytnin ekki nóg. Þeir eru að leita að olíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Stanley, Falklandseyjum – Suður-Ameríku hefur að mörgu leyti vegnað mun síður en Norður-Ameríku í tímans rás. Margir áttu von á því um 1930 að Argentína sem var þá eitt ríkasta land heims yrði að stórveldi. Svo fór þó ekki nema í fótbolta og tangó. Hvers vegna?Einræði og verðbólga haldast í hendur Ein áleitin skýring er að Suður-Ameríka byggðist aðallega frá Suður-Evrópu og Norður-Ameríka frá Norður-Evrópu. Þar eð Norður-Evrópu hefur á heildina litið vegnað betur en Suður-Evrópu var þess að vænta að svipuð þróun ætti sér stað í Ameríku sem og varð. Munurinn er m.a. sá að í Suður-Evrópu voru einræðisstjórnir sums staðar við völd fram til 1974-1976 (Grikkland, Portúgal, Spánn) og agaleysi einkenndi efnahagsmál. Vandræði ESB síðustu ár hafa því einkum stafað af Suður-Evrópulöndum. Þau voru tekin inn í ESB sumpart til að jafna þennan mun og treysta lýðræðið. Það tókst að hluta. Mikil verðbólga hefur fylgt Suður-Ameríkulöndum eins og skuggi en ekki Norður-Ameríku. Löndin sex í sunnanverðri Suður-Ameríku (Argentína, Brasilía, Paragvæ, Perú, Síle, Úrúgvæ) hafa öll verið óskoruð lýðræðisríki frá aldamótunum 2000, en 40 árin þar á undan, 1960-2000, bjuggu þau öll við einræði annað veifið, yfirleitt herræði, stundum langtímum saman. Herinn var ónýtur hagstjórnandi. Verðbólgan 1961-2017 var að meðaltali 12% á ári í Paragvæ, 40% í Úrúgvæ, 48% í Síle, 171% í Argentínu, 195% í Perú og 220% í Brasilíu. Hún mælist nú alls staðar í lágum einsstafstölum nema í Argentínu þar sem hún er nú um 25%. Lýðræði og lítil verðbólga haldast í hendur.Viðskipti efla frið Upphaflegt höfuðmarkmið ESB var að nota frjáls viðskipti til að treysta friðinn milli Frakklands og Þýzkalands eftir heimsstyrjöldina síðari. Það hefur tekizt vel. Suður-Ameríka hefur ekki fylgt þessu fordæmi. Þar geisaði Kyrrahafsstríðið sem svo er nefnt 1879-1884 og færði Síle stór landsvæði sem áður tilheyrðu Perú og Bólivíu og sviptu Bólivíu aðgangi að sjó. Enn hefur ekki gróið um heilt milli landanna þar eð þeim hefur láðst að fara að dæmi ESB-landanna. Argentína, Brasilía, Paragvæ og Úrúgvæ stofnuðu með sér tollabandalag (Mercosur) 1991 til að örva viðskipti landanna en Bólivía, Perú og Síle gerðust aðeins aukaaðilar að bandalaginu. Síle gerði fríverzlunarsamning við Bandaríkin 2003. Þegar öllu er á botninn hvolft eru viðskipti meðal Suður-Ameríkulanda innbyrðis og út á við miklu minni en þau gætu verið og velferð almennings er rýrari eftir því. Sama á við um Afríku, en þar eru þó uppi áætlanir um að Afríkusambandið tryggi smám saman fríverzlun innan álfunnar og sameinist um eina mynt sem á að heita afró eins og klippingin. Lítil viðskipti auka hættuna á ófriði. Litlu munaði fyrir nokkrum árum að Argentína og Síle gripu til vopna í landamæradeilu í Patagóníu syðst í álfunni.Falklandseyjastríðið Herforingjastjórnin í Argentínu 1976-1983 er sígilt dæmi um freistingu einræðisstjórna til að grípa til vopna. Herforingjarnir höfðu mulið undir landeigendur og keyrt efnahagslífið í kaf, þeir kunnu ekki annað. Til að dreifa athyglinni frá óstjórninni og örva þjóðernissinna réðust þeir með hervaldi á Falklandseyjar úti fyrir ströndum Argentínu. Þetta var 1982. Á eyjunum bjuggu þá 1.800 manns og 400.000 rollur. Eyjarnar höfðu tilheyrt Bretlandi frá 1833 en Argentína hafði gert tilkall til þeirra og gerir enn. Brezka stjórnin brást við innrásinni með því að senda herskip á vettvang og sigraði her Argentínu með miklu mannfalli (um 900 manns). Herforingjarnir hrökkluðust frá völdum og fóru sumir í fangelsi. Síðan hefur íbúum eyjanna fjölgað verulega og eru þeir nú 3.200. Landið býr við heimastjórn en Englandsdrottning skipar landsstjórann. Landið býr við eigin stjórnarskrá frá 2009 þar sem ákvæði Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi eru tekin upp orðrétt m.a. til að tryggja yfirráð íbúanna yfir auðlindum sínum. Bretar sjá um landvarnir. Falklandseyjum vegnar vel. Kaupmáttur tekna á mann er talinn vera um fimm sinnum meiri en í Argentínu. Fiskveiðar eru hryggjarstykkið í efnahagslífi eyjanna og nema röskum helmingi landsframleiðslunnar. Stjórnvöld selja erlendum og innlendum útgerðum veiðirétt við eyjarnar og afla þannig fjár til að halda úti góðri almannaþjónustu með lítilli skattheimtu. Slíkri skipan hafa veiðigjaldsmenn á Íslandi mælt með í bráðum 50 ár. Ferðaútvegur er næststærsta atvinnugreinin. Um 60.000 ferðamenn heimsækja eyjarnar sjóleiðis á hverju ári auk þeirra 1.600 sem koma fljúgandi. Landbúnaður skiptir íbúana einnig máli með allar þessar rollur en þeim finnst fjölbreytnin ekki nóg. Þeir eru að leita að olíu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun