Ræður kylfa kasti? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. apríl 2019 09:30 Þegar WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta voru félaginu skipaðir skiptastjórar eins og venja er. Vegna umfangs skiptanna voru tveir skipaðir í stað eins. Samkvæmt gjaldþrotalögum er það á forræði héraðsdómara að skipa skiptastjóra. Sérstaklega er tekið fram að skiptastjóri sé opinber sýslumaður meðan á skiptum stendur. Með öðrum orðum fer skiptastjóri því með opinbert vald, en ekki eru þó gerðar aðrar kröfur en að viðkomandi uppfylli almennar hæfiskröfur. Að öðru leyti er ferlið við skipan dómara fullkomlega ógagnsætt og eiginlega óskiljanlegt fyrir þá sem standa utan við kerfið. Nú er ekki ofsagt að annar þeirra manna sem skipaðir voru yfir bú WOW air er umdeildur. Hann stýrir nú þegar skiptum á stóru þrotabúi og er þeim skiptum ólokið. Sú staðreynd ein ætti að vekja upp spurningar um hvort sami maður hafi einfaldlega tíma til að sinna hvoru tveggja. Við það bætist svo að kröfuhafar í það bú hafa fundið að störfum skiptastjórans, og meðal annars þeirri þóknun sem hann hafi tekið sér. Formaður félags kvenna í lögmennsku hefur sagt þóknunina „einsdæmi“. Því þarf varla að velta málinu lengi fyrir sér til að komast að þeirri niðurstöðu að skipan skiptastjóra yfir þrotabú WOW air orki í besta falli tvímælis. Þegar skýringa er leitað hjá þeim héraðsdómara sem hafði umsjón með skipuninni er hins vegar fátt um svör. Um sé að ræða óskráð grundvallarsjónarmið sem lögð eru til grundvallar. Ekki er að sjá af upptalningunni að þau ættu að leiða til þess að skiptastjóranum nýskipaða ætti að vera falið svo veigamikið verkefni. Þannig telur héraðsdómarinn að æskilegt sé að skiptastjóri hafi þannig umgjörð að geta leitað sér aðstoðar ef þörf krefur. Þess vegna sé frekar leitað til stærri lögmannsstofa. Skiptastjórinn Sveinn Andri er einyrki. Í kjölfar bankahrunsins var tilfinningin sú að þá skiptastjóra sem fengnir voru til verksins skorti nauðsynlega sérþekkingu á verkefninu. Frekar væri um að ræða lögmenn sem voru á réttum stað á réttum tíma og duttu í lukkupottinn. Svo virðist sem sama sé uppi á teningnum við skipti WOW air, að minnsta kosti ef við trúum útskýringum héraðsdómarans. En hvernig má það vera að dómstólar láti nánast kylfu ráða kasti við skipan í svo mikilvæg embætti? Eru slík vinnubrögð ekki til þess fallin að kasta rýrð á dómstólana sjálfa? Auðvitað. Ferlið á að vera eins formlegt og gagnsætt og frekast er unnt líkt og skiptastjórinn hefur sjálfur ítrekað bent á í öðrum málum sem dómstólum tengjast, til dæmis við skipan dómara við Landsrétt. Og umfram allt, hafið yfir allan vafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Þegar WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta voru félaginu skipaðir skiptastjórar eins og venja er. Vegna umfangs skiptanna voru tveir skipaðir í stað eins. Samkvæmt gjaldþrotalögum er það á forræði héraðsdómara að skipa skiptastjóra. Sérstaklega er tekið fram að skiptastjóri sé opinber sýslumaður meðan á skiptum stendur. Með öðrum orðum fer skiptastjóri því með opinbert vald, en ekki eru þó gerðar aðrar kröfur en að viðkomandi uppfylli almennar hæfiskröfur. Að öðru leyti er ferlið við skipan dómara fullkomlega ógagnsætt og eiginlega óskiljanlegt fyrir þá sem standa utan við kerfið. Nú er ekki ofsagt að annar þeirra manna sem skipaðir voru yfir bú WOW air er umdeildur. Hann stýrir nú þegar skiptum á stóru þrotabúi og er þeim skiptum ólokið. Sú staðreynd ein ætti að vekja upp spurningar um hvort sami maður hafi einfaldlega tíma til að sinna hvoru tveggja. Við það bætist svo að kröfuhafar í það bú hafa fundið að störfum skiptastjórans, og meðal annars þeirri þóknun sem hann hafi tekið sér. Formaður félags kvenna í lögmennsku hefur sagt þóknunina „einsdæmi“. Því þarf varla að velta málinu lengi fyrir sér til að komast að þeirri niðurstöðu að skipan skiptastjóra yfir þrotabú WOW air orki í besta falli tvímælis. Þegar skýringa er leitað hjá þeim héraðsdómara sem hafði umsjón með skipuninni er hins vegar fátt um svör. Um sé að ræða óskráð grundvallarsjónarmið sem lögð eru til grundvallar. Ekki er að sjá af upptalningunni að þau ættu að leiða til þess að skiptastjóranum nýskipaða ætti að vera falið svo veigamikið verkefni. Þannig telur héraðsdómarinn að æskilegt sé að skiptastjóri hafi þannig umgjörð að geta leitað sér aðstoðar ef þörf krefur. Þess vegna sé frekar leitað til stærri lögmannsstofa. Skiptastjórinn Sveinn Andri er einyrki. Í kjölfar bankahrunsins var tilfinningin sú að þá skiptastjóra sem fengnir voru til verksins skorti nauðsynlega sérþekkingu á verkefninu. Frekar væri um að ræða lögmenn sem voru á réttum stað á réttum tíma og duttu í lukkupottinn. Svo virðist sem sama sé uppi á teningnum við skipti WOW air, að minnsta kosti ef við trúum útskýringum héraðsdómarans. En hvernig má það vera að dómstólar láti nánast kylfu ráða kasti við skipan í svo mikilvæg embætti? Eru slík vinnubrögð ekki til þess fallin að kasta rýrð á dómstólana sjálfa? Auðvitað. Ferlið á að vera eins formlegt og gagnsætt og frekast er unnt líkt og skiptastjórinn hefur sjálfur ítrekað bent á í öðrum málum sem dómstólum tengjast, til dæmis við skipan dómara við Landsrétt. Og umfram allt, hafið yfir allan vafa.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun