Hvar eiga "rafíþróttir“ heima? Viðar Halldórsson skrifar 8. apríl 2019 12:24 Í síðustu viku var samþykkt í Borgarstjórn Reykjavíkur – þvert á flokka - að vísa til menningar- íþrótta- og tómstundasviðs borgarinnar tillögu þess efnis að innleiða svokallaðar rafíþróttir í starf allra íþróttafélaga í Reykjavík. Þrjú íþróttafélög hafa þegar riðið á vaðið með slíka innleiðingu og mörg önnur hyggjast gera slíkt hið sama. Tilgangurinn með því að taka tölvuleikjaspilun inn í íþróttafélögin er göfugur. Það er mjög brýnt verkefni að rjúfa einangrun og kyrrsetu barna sem fest hafa í vef tölvuleikjaspilunar og löngu tímabært er að setja mál þessara barna og ungmenna á oddinn. Það er aftur á móti einnig brýnt að það fari fram umræða um hver á að taka að sér það verkefni og á hvaða forsendum. Sú umræða virðist þó hafa verið af ansi skornum skammti. Það efast enginn um mikilvægi þess að virkja þennan hóp tölvuleikjaspilara sem áður er nefndur til samfélagslegrar þátttöku. En hvar eiga „rafíþróttir“ heima? Ég set spurningamerki við það að þær eigi best heima í íþróttafélögunum, eins og nú er lagt upp með. Fyrst og fremst á þeim forsendum að „rafíþróttir“ eru ekki íþróttir í eðli sínu - þrátt fyrir að framleiðendur tölvuleikja hafið ýtt undir þá nafngift athæfisins. Lög ÍSÍ greina til dæmis skýrt til um það að íþróttir þurfi að fela í sér einhvers konar líkamlega þjálfun með keppni eða heilsurækt að leiðarljósi. Því fer fjarri í tilfelli tölvuleikjaspilunar sem einkennist öllu frekar af kyrrsetu og hreyfingarleysi en ræktun líkamlegs atgervis. Það er nú einmitt sjálf tölvuleikjaspilunin sem hefur skapað þann vanda sem íþróttahreyfingin á nú að leysa. Enn fremur virðast sumir þeirra tölvuleikja sem spilaðir eru í þessu samhengi ganga út á ofbeldi og ganga því þvert gegn grundvallargildum íþróttahreyfingarinnar. Með öðrum orðum, þá samræmast svokallaðar rafíþróttir hinum hefðbundunu íþróttum ekki með neinum hætti og þó að athæfið feli í sér keppni þá gerir það þær ekki sjálfkrafa að íþrótt. Enda er keppt í listum, stærðfræði og matseld og dettur engum í hug að skilgreina slík athæfi sem íþróttir. Af hverju þá tölvuleikjaspilun? Ástæðurnar fyrir því að hinar svokölluðu rafíþróttir eru að smokra sér inn í íþróttahreyfinguna kunna að vera margar. Ein ástæða í hinu stóra samhengi málsins byggir á áhuga markaðsaflanna á að tengjast íþróttum. Fyrirtæki á tölvuleikjamarkaði (sem eiga til að mynda einkaleyfarétt á þeim leikjum sem spilaðir eru) sjá hag sinn í því að fá tölvuleikjaspilun inn í íþróttafélögin en þar öðlast þessir leikir frekari vinsældir (sem skapa þessum fyrirtækjum tekjur) og einnig gefur það spilun tölvuleikja ákveðið „lögmæti“ sem gott og uppbyggilegt athæfi í augum borgaranna – sem er alla jafna ekki sú ímynd sem langtíma tölvuleikjaspilun hefur meðal fólks. Ávinningur þessara fyrirtækja er því mikill. Góðar viðtökur íþróttafélaganna við innviklun tölvuleikjaspilunar litast svo kannski fyrst og fremst af tvennu. Í fyrsta lagi þá hefur verið spilað inn á samvisku íþróttasamfélagsins, sem hefur haft það orð á sér að sinna mikilvægu uppeldishlutverki, um að það geti ekki látið þau ungmenni sem búa við kyrrsetu og félagslega einangrun afskiptalaus. Íþróttafélögin virðast því vera viljug til að taka þessi ungmenni uppá sína arma með því að gera þeim kleift að æfa tölvuleikjaspilun innan sinna vébanda og rjúfa þannig félagslega einangrun þeirra. Í öðru lagi þá kunna jákvæðar móttökur íþróttafélaganna að einhverju leyti að ráðast af gróðasjónarmiðum þar sem þau líta til nýrra tekna af mótahaldi og afreksmennsku í kringum tölvuleikjaspilun, sem og innkomu frá styrktaraðilum sem alla jafna hafa ekki haft hag í að tengjast íþróttum með afgerandi hætti. En er það í verkahring íþróttahreyfingarinnar að leysa alls kyns félagsleg vandamál samfélagsins sem hafa jafnvel ekkert með íþróttir að gera? Samkvæmt lögum ÍSÍ þá á íþróttahreyfingin fyrst og fremst að sinna íþróttastarfsemi og er því vandséð að það sé í verkahring, nú eða í anda íþróttanna, að standa fyrir kyrrsetuspilun ungs fólks á tölvuleikjum, hvað þá ofbeldis- og drápsleikjum? Þvert á móti þá gengur sú iðkun gegn grunngildum íþróttanna sem endurspeglast gjarnan í orðatiltækinu „heilbrigð sál í hraustum líkama“. Framangreind tillaga að færa tölvuleikjaspilun inní íþróttafélögin myndi skapa ákveðið fordæmi og bjóða þeirri hættu heim að smátt og smátt útvatnist sérstaða og gildi íþróttanna. Stjórnvöld eru þó eflaust afar sátt við að einhver vilji taka þetta verðuga og brýna verkefni að sér og því virðist vera einbeittur vilji sumra í íþróttahreyfingunni að reyna að láta tölvuleikjaspilun einhvern veginn passa inní íþróttahreyfinguna, sem er að vissu leyti virðingarvert en að sama skapi ansi langsótt. Aftur á móti þá hefur nánast engin almenn umræða farið fram um það hvort íþróttahreyfingin sé best til þess fallin að bjóða upp á spilun tölvuleikja innan sinna raða eða hvort slík tómstundaiðja eða keppnismennska eigi kannski betur heima meðal annarra aðila sem koma að málefnum barna og ungmenna, eins og skólanna, félags- og frístundamiðstöðva, nú eða bara innan sérstakra tölvuleikjafélaga. Áður en lengra er haldið er brýnt að staldra við og taka þá umræðu. Höfundur er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafíþróttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var samþykkt í Borgarstjórn Reykjavíkur – þvert á flokka - að vísa til menningar- íþrótta- og tómstundasviðs borgarinnar tillögu þess efnis að innleiða svokallaðar rafíþróttir í starf allra íþróttafélaga í Reykjavík. Þrjú íþróttafélög hafa þegar riðið á vaðið með slíka innleiðingu og mörg önnur hyggjast gera slíkt hið sama. Tilgangurinn með því að taka tölvuleikjaspilun inn í íþróttafélögin er göfugur. Það er mjög brýnt verkefni að rjúfa einangrun og kyrrsetu barna sem fest hafa í vef tölvuleikjaspilunar og löngu tímabært er að setja mál þessara barna og ungmenna á oddinn. Það er aftur á móti einnig brýnt að það fari fram umræða um hver á að taka að sér það verkefni og á hvaða forsendum. Sú umræða virðist þó hafa verið af ansi skornum skammti. Það efast enginn um mikilvægi þess að virkja þennan hóp tölvuleikjaspilara sem áður er nefndur til samfélagslegrar þátttöku. En hvar eiga „rafíþróttir“ heima? Ég set spurningamerki við það að þær eigi best heima í íþróttafélögunum, eins og nú er lagt upp með. Fyrst og fremst á þeim forsendum að „rafíþróttir“ eru ekki íþróttir í eðli sínu - þrátt fyrir að framleiðendur tölvuleikja hafið ýtt undir þá nafngift athæfisins. Lög ÍSÍ greina til dæmis skýrt til um það að íþróttir þurfi að fela í sér einhvers konar líkamlega þjálfun með keppni eða heilsurækt að leiðarljósi. Því fer fjarri í tilfelli tölvuleikjaspilunar sem einkennist öllu frekar af kyrrsetu og hreyfingarleysi en ræktun líkamlegs atgervis. Það er nú einmitt sjálf tölvuleikjaspilunin sem hefur skapað þann vanda sem íþróttahreyfingin á nú að leysa. Enn fremur virðast sumir þeirra tölvuleikja sem spilaðir eru í þessu samhengi ganga út á ofbeldi og ganga því þvert gegn grundvallargildum íþróttahreyfingarinnar. Með öðrum orðum, þá samræmast svokallaðar rafíþróttir hinum hefðbundunu íþróttum ekki með neinum hætti og þó að athæfið feli í sér keppni þá gerir það þær ekki sjálfkrafa að íþrótt. Enda er keppt í listum, stærðfræði og matseld og dettur engum í hug að skilgreina slík athæfi sem íþróttir. Af hverju þá tölvuleikjaspilun? Ástæðurnar fyrir því að hinar svokölluðu rafíþróttir eru að smokra sér inn í íþróttahreyfinguna kunna að vera margar. Ein ástæða í hinu stóra samhengi málsins byggir á áhuga markaðsaflanna á að tengjast íþróttum. Fyrirtæki á tölvuleikjamarkaði (sem eiga til að mynda einkaleyfarétt á þeim leikjum sem spilaðir eru) sjá hag sinn í því að fá tölvuleikjaspilun inn í íþróttafélögin en þar öðlast þessir leikir frekari vinsældir (sem skapa þessum fyrirtækjum tekjur) og einnig gefur það spilun tölvuleikja ákveðið „lögmæti“ sem gott og uppbyggilegt athæfi í augum borgaranna – sem er alla jafna ekki sú ímynd sem langtíma tölvuleikjaspilun hefur meðal fólks. Ávinningur þessara fyrirtækja er því mikill. Góðar viðtökur íþróttafélaganna við innviklun tölvuleikjaspilunar litast svo kannski fyrst og fremst af tvennu. Í fyrsta lagi þá hefur verið spilað inn á samvisku íþróttasamfélagsins, sem hefur haft það orð á sér að sinna mikilvægu uppeldishlutverki, um að það geti ekki látið þau ungmenni sem búa við kyrrsetu og félagslega einangrun afskiptalaus. Íþróttafélögin virðast því vera viljug til að taka þessi ungmenni uppá sína arma með því að gera þeim kleift að æfa tölvuleikjaspilun innan sinna vébanda og rjúfa þannig félagslega einangrun þeirra. Í öðru lagi þá kunna jákvæðar móttökur íþróttafélaganna að einhverju leyti að ráðast af gróðasjónarmiðum þar sem þau líta til nýrra tekna af mótahaldi og afreksmennsku í kringum tölvuleikjaspilun, sem og innkomu frá styrktaraðilum sem alla jafna hafa ekki haft hag í að tengjast íþróttum með afgerandi hætti. En er það í verkahring íþróttahreyfingarinnar að leysa alls kyns félagsleg vandamál samfélagsins sem hafa jafnvel ekkert með íþróttir að gera? Samkvæmt lögum ÍSÍ þá á íþróttahreyfingin fyrst og fremst að sinna íþróttastarfsemi og er því vandséð að það sé í verkahring, nú eða í anda íþróttanna, að standa fyrir kyrrsetuspilun ungs fólks á tölvuleikjum, hvað þá ofbeldis- og drápsleikjum? Þvert á móti þá gengur sú iðkun gegn grunngildum íþróttanna sem endurspeglast gjarnan í orðatiltækinu „heilbrigð sál í hraustum líkama“. Framangreind tillaga að færa tölvuleikjaspilun inní íþróttafélögin myndi skapa ákveðið fordæmi og bjóða þeirri hættu heim að smátt og smátt útvatnist sérstaða og gildi íþróttanna. Stjórnvöld eru þó eflaust afar sátt við að einhver vilji taka þetta verðuga og brýna verkefni að sér og því virðist vera einbeittur vilji sumra í íþróttahreyfingunni að reyna að láta tölvuleikjaspilun einhvern veginn passa inní íþróttahreyfinguna, sem er að vissu leyti virðingarvert en að sama skapi ansi langsótt. Aftur á móti þá hefur nánast engin almenn umræða farið fram um það hvort íþróttahreyfingin sé best til þess fallin að bjóða upp á spilun tölvuleikja innan sinna raða eða hvort slík tómstundaiðja eða keppnismennska eigi kannski betur heima meðal annarra aðila sem koma að málefnum barna og ungmenna, eins og skólanna, félags- og frístundamiðstöðva, nú eða bara innan sérstakra tölvuleikjafélaga. Áður en lengra er haldið er brýnt að staldra við og taka þá umræðu. Höfundur er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun