Neyðarbílastæði við bráðamóttöku Kolbrún Baldursdóttir skrifar 20. mars 2019 08:00 Um hríð hefur verið lagt á stöðugjald þegar bifreiðum er lagt á bílastæðum við m.a. bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi, við fæðingardeildina við Hringbraut og víðar við deildir sjúkrahússins. Samkvæmt upplýsingum frá Bílastæðasjóði er umrædd gjaldtaka tilkomin að frumkvæði Landspítala – háskólasjúkrahúss í því skyni að koma í veg fyrir að þessi stæði séu teppt fyrir þeim sem leita þurfa til viðkomandi stofnana, ekki síst með bílum starfsmanna sjúkrahússins. Það gefur augaleið að oft stendur þannig á að fólk sem kemur á bráða- og neyðarmóttökur á eigin bíl getur ekki tafið við að fara að sjálfsala. Ekki er sanngjarnt að ætlast til þess að foreldri sem kemur eitt síns liðs með slasað/veikt barn á bráðamóttöku láti greiðslu stöðugjalds seinka því að barnið komist undir læknishendur. Viðbúið er hins vegar að þeir sem ekki geta gefið sér tíma til að sinna greiðslu stöðugjalds verði fyrir því að Bílastæðasjóður krefji þá um 6.000 kr. aukastöðugjald vegna vanrækslu. Þeir sem koma að bifreið sinni, hugsanlega í kjölfar erfiðrar reynslu inni á sjúkrahúsinu, þar sem bíður þeirra tilkynning frá Bílastæðasjóði um álagningu aukastöðugjalds, hljóta oft að upplifa það sem kaldar kveðjur samfélagsins í þeirri stöðu sem þeir eru. Sú tillaga að innleiða bifreiðastæðaklukkur í ákveðin stæði næst inngangi fyrir þá sem þurfa að leggja bíl sínum í skyndi vegna neyðartilfellis gæti komið okkur öllum vel. Hér er um að ræða framrúðuskífu í stað gjaldmæla. Framrúðuskífan er notuð mjög víða á meginlandinu, jafnt í miðborgum sem og við aðstæður eins og hér um ræðir. Þessi möguleiki yrði í boði við innganga, a.m.k. við bráðamóttökur og fæðingardeild, en einnig aðrar deildir þangað sem fólk kann að þurfa að leita í slíkum flýti að það getur ekki tafið við að finna stæði og greiða stöðugjald. Bílastæðin skulu kyrfilega merkt til umræddra nota. Leyfilegur tími væri tilgreindur á skiltum við stæðin. Sé bifreið lagt lengur en er heimilt er lagt á stöðugjald skv. ákveðinni gjaldskrá. Klukkuna má fá víða t.d. í anddyri afgreiðslu bráðavaktar eða í móttöku og á bensínstöðvum. Sú lausn að vera með gjaldtöku við mikilvæga innganga er ekki viðhlítandi aðferð til að bregðast við vanda sem fólginn er í ónógum fjölda bílastæða fyrir starfsmenn. Er því tilefni til að bregðast við og er ofangreindri hugmynd m.a. ætlað að bæta úr þessu ástandi. Tillaga um að fela Reykjavíkurborg í samstarfi við Landspítala – háskólasjúkrahús að innleiða bifreiðastæðaklukkur í ákveðin stæði næst inngangi bráðamóttöku og fæðingardeildar í neyðartilfellum hefur verið lögð fram í borgarstjórn af borgarfulltrúa Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Um hríð hefur verið lagt á stöðugjald þegar bifreiðum er lagt á bílastæðum við m.a. bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi, við fæðingardeildina við Hringbraut og víðar við deildir sjúkrahússins. Samkvæmt upplýsingum frá Bílastæðasjóði er umrædd gjaldtaka tilkomin að frumkvæði Landspítala – háskólasjúkrahúss í því skyni að koma í veg fyrir að þessi stæði séu teppt fyrir þeim sem leita þurfa til viðkomandi stofnana, ekki síst með bílum starfsmanna sjúkrahússins. Það gefur augaleið að oft stendur þannig á að fólk sem kemur á bráða- og neyðarmóttökur á eigin bíl getur ekki tafið við að fara að sjálfsala. Ekki er sanngjarnt að ætlast til þess að foreldri sem kemur eitt síns liðs með slasað/veikt barn á bráðamóttöku láti greiðslu stöðugjalds seinka því að barnið komist undir læknishendur. Viðbúið er hins vegar að þeir sem ekki geta gefið sér tíma til að sinna greiðslu stöðugjalds verði fyrir því að Bílastæðasjóður krefji þá um 6.000 kr. aukastöðugjald vegna vanrækslu. Þeir sem koma að bifreið sinni, hugsanlega í kjölfar erfiðrar reynslu inni á sjúkrahúsinu, þar sem bíður þeirra tilkynning frá Bílastæðasjóði um álagningu aukastöðugjalds, hljóta oft að upplifa það sem kaldar kveðjur samfélagsins í þeirri stöðu sem þeir eru. Sú tillaga að innleiða bifreiðastæðaklukkur í ákveðin stæði næst inngangi fyrir þá sem þurfa að leggja bíl sínum í skyndi vegna neyðartilfellis gæti komið okkur öllum vel. Hér er um að ræða framrúðuskífu í stað gjaldmæla. Framrúðuskífan er notuð mjög víða á meginlandinu, jafnt í miðborgum sem og við aðstæður eins og hér um ræðir. Þessi möguleiki yrði í boði við innganga, a.m.k. við bráðamóttökur og fæðingardeild, en einnig aðrar deildir þangað sem fólk kann að þurfa að leita í slíkum flýti að það getur ekki tafið við að finna stæði og greiða stöðugjald. Bílastæðin skulu kyrfilega merkt til umræddra nota. Leyfilegur tími væri tilgreindur á skiltum við stæðin. Sé bifreið lagt lengur en er heimilt er lagt á stöðugjald skv. ákveðinni gjaldskrá. Klukkuna má fá víða t.d. í anddyri afgreiðslu bráðavaktar eða í móttöku og á bensínstöðvum. Sú lausn að vera með gjaldtöku við mikilvæga innganga er ekki viðhlítandi aðferð til að bregðast við vanda sem fólginn er í ónógum fjölda bílastæða fyrir starfsmenn. Er því tilefni til að bregðast við og er ofangreindri hugmynd m.a. ætlað að bæta úr þessu ástandi. Tillaga um að fela Reykjavíkurborg í samstarfi við Landspítala – háskólasjúkrahús að innleiða bifreiðastæðaklukkur í ákveðin stæði næst inngangi bráðamóttöku og fæðingardeildar í neyðartilfellum hefur verið lögð fram í borgarstjórn af borgarfulltrúa Flokks fólksins.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar