Neyðarbílastæði við bráðamóttöku Kolbrún Baldursdóttir skrifar 20. mars 2019 08:00 Um hríð hefur verið lagt á stöðugjald þegar bifreiðum er lagt á bílastæðum við m.a. bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi, við fæðingardeildina við Hringbraut og víðar við deildir sjúkrahússins. Samkvæmt upplýsingum frá Bílastæðasjóði er umrædd gjaldtaka tilkomin að frumkvæði Landspítala – háskólasjúkrahúss í því skyni að koma í veg fyrir að þessi stæði séu teppt fyrir þeim sem leita þurfa til viðkomandi stofnana, ekki síst með bílum starfsmanna sjúkrahússins. Það gefur augaleið að oft stendur þannig á að fólk sem kemur á bráða- og neyðarmóttökur á eigin bíl getur ekki tafið við að fara að sjálfsala. Ekki er sanngjarnt að ætlast til þess að foreldri sem kemur eitt síns liðs með slasað/veikt barn á bráðamóttöku láti greiðslu stöðugjalds seinka því að barnið komist undir læknishendur. Viðbúið er hins vegar að þeir sem ekki geta gefið sér tíma til að sinna greiðslu stöðugjalds verði fyrir því að Bílastæðasjóður krefji þá um 6.000 kr. aukastöðugjald vegna vanrækslu. Þeir sem koma að bifreið sinni, hugsanlega í kjölfar erfiðrar reynslu inni á sjúkrahúsinu, þar sem bíður þeirra tilkynning frá Bílastæðasjóði um álagningu aukastöðugjalds, hljóta oft að upplifa það sem kaldar kveðjur samfélagsins í þeirri stöðu sem þeir eru. Sú tillaga að innleiða bifreiðastæðaklukkur í ákveðin stæði næst inngangi fyrir þá sem þurfa að leggja bíl sínum í skyndi vegna neyðartilfellis gæti komið okkur öllum vel. Hér er um að ræða framrúðuskífu í stað gjaldmæla. Framrúðuskífan er notuð mjög víða á meginlandinu, jafnt í miðborgum sem og við aðstæður eins og hér um ræðir. Þessi möguleiki yrði í boði við innganga, a.m.k. við bráðamóttökur og fæðingardeild, en einnig aðrar deildir þangað sem fólk kann að þurfa að leita í slíkum flýti að það getur ekki tafið við að finna stæði og greiða stöðugjald. Bílastæðin skulu kyrfilega merkt til umræddra nota. Leyfilegur tími væri tilgreindur á skiltum við stæðin. Sé bifreið lagt lengur en er heimilt er lagt á stöðugjald skv. ákveðinni gjaldskrá. Klukkuna má fá víða t.d. í anddyri afgreiðslu bráðavaktar eða í móttöku og á bensínstöðvum. Sú lausn að vera með gjaldtöku við mikilvæga innganga er ekki viðhlítandi aðferð til að bregðast við vanda sem fólginn er í ónógum fjölda bílastæða fyrir starfsmenn. Er því tilefni til að bregðast við og er ofangreindri hugmynd m.a. ætlað að bæta úr þessu ástandi. Tillaga um að fela Reykjavíkurborg í samstarfi við Landspítala – háskólasjúkrahús að innleiða bifreiðastæðaklukkur í ákveðin stæði næst inngangi bráðamóttöku og fæðingardeildar í neyðartilfellum hefur verið lögð fram í borgarstjórn af borgarfulltrúa Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Um hríð hefur verið lagt á stöðugjald þegar bifreiðum er lagt á bílastæðum við m.a. bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi, við fæðingardeildina við Hringbraut og víðar við deildir sjúkrahússins. Samkvæmt upplýsingum frá Bílastæðasjóði er umrædd gjaldtaka tilkomin að frumkvæði Landspítala – háskólasjúkrahúss í því skyni að koma í veg fyrir að þessi stæði séu teppt fyrir þeim sem leita þurfa til viðkomandi stofnana, ekki síst með bílum starfsmanna sjúkrahússins. Það gefur augaleið að oft stendur þannig á að fólk sem kemur á bráða- og neyðarmóttökur á eigin bíl getur ekki tafið við að fara að sjálfsala. Ekki er sanngjarnt að ætlast til þess að foreldri sem kemur eitt síns liðs með slasað/veikt barn á bráðamóttöku láti greiðslu stöðugjalds seinka því að barnið komist undir læknishendur. Viðbúið er hins vegar að þeir sem ekki geta gefið sér tíma til að sinna greiðslu stöðugjalds verði fyrir því að Bílastæðasjóður krefji þá um 6.000 kr. aukastöðugjald vegna vanrækslu. Þeir sem koma að bifreið sinni, hugsanlega í kjölfar erfiðrar reynslu inni á sjúkrahúsinu, þar sem bíður þeirra tilkynning frá Bílastæðasjóði um álagningu aukastöðugjalds, hljóta oft að upplifa það sem kaldar kveðjur samfélagsins í þeirri stöðu sem þeir eru. Sú tillaga að innleiða bifreiðastæðaklukkur í ákveðin stæði næst inngangi fyrir þá sem þurfa að leggja bíl sínum í skyndi vegna neyðartilfellis gæti komið okkur öllum vel. Hér er um að ræða framrúðuskífu í stað gjaldmæla. Framrúðuskífan er notuð mjög víða á meginlandinu, jafnt í miðborgum sem og við aðstæður eins og hér um ræðir. Þessi möguleiki yrði í boði við innganga, a.m.k. við bráðamóttökur og fæðingardeild, en einnig aðrar deildir þangað sem fólk kann að þurfa að leita í slíkum flýti að það getur ekki tafið við að finna stæði og greiða stöðugjald. Bílastæðin skulu kyrfilega merkt til umræddra nota. Leyfilegur tími væri tilgreindur á skiltum við stæðin. Sé bifreið lagt lengur en er heimilt er lagt á stöðugjald skv. ákveðinni gjaldskrá. Klukkuna má fá víða t.d. í anddyri afgreiðslu bráðavaktar eða í móttöku og á bensínstöðvum. Sú lausn að vera með gjaldtöku við mikilvæga innganga er ekki viðhlítandi aðferð til að bregðast við vanda sem fólginn er í ónógum fjölda bílastæða fyrir starfsmenn. Er því tilefni til að bregðast við og er ofangreindri hugmynd m.a. ætlað að bæta úr þessu ástandi. Tillaga um að fela Reykjavíkurborg í samstarfi við Landspítala – háskólasjúkrahús að innleiða bifreiðastæðaklukkur í ákveðin stæði næst inngangi bráðamóttöku og fæðingardeildar í neyðartilfellum hefur verið lögð fram í borgarstjórn af borgarfulltrúa Flokks fólksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun