Körfubolti

Átakanlegt myndband úr klefanum hjá liðinu sem tapaði með einu stigi á móti súperliði Duke

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ceasar DeJesus og Dayon Griffin eftir leikinn.
Ceasar DeJesus og Dayon Griffin eftir leikinn. Getty/Streeter Lecka
Duke er háskólakörfuboltaliðið sem flestir spá sigri í Marsfárinu í ár en liðið er meðal annars skipað þremur öflugum strákum sem fara eflaust mjög snemma í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar.

Duke vann fyrsta leikinn sinn í 64 liða úrslitunum frekar sannfærandi en það var allt annar leikur sem beið Duke í 32 liða úrslitunum.

Strákarnir, University of Central Florida, UCF, stóðu sig frábærlega á móti súperliði Duke en urðu á endanum að tapa með einu stigi, 77-76.

UCF fékk síðustu tvö skotin en í báðum tilfellum rúllaði boltinn upp úr körfunni. Það var ótrúleg heppni sem fylgdi Duke-liðum þar.

Þau gerast ekki grátlegri töpin og það mátti sjá á mönnum í klefanum eftir leikinn.

Hér fyrir neðan má Johnny Dawkins, þjálfari UCF, tala við strákana sína inn í klefa eftir leikinn. Það er óhætt að segja að það sé átakanlegt að horfa á þetta myndband.

Leikmenn UCF eru flestir grátandi og það er miklar tilfinningar í gangi í klefanum.

Johnny Dawkins heldur hjartnæma ræðu þar sem hann talar um frábæra frammistöðu og magnaðan vetur. Hann endar síðan á að ganga til þeirra allra og faðma hvern og einn.

Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×