„Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. apríl 2025 21:53 Borche Ilievski talar við sína menn í leiknum í Garðabænum í kvöld. Vísir/Pawel Borche Ilievski þjálfari ÍR kallaði eftir framlagi frá fleiri leikmönnum í sínu liði í kvöld og talaði sérstaklega um hugarfar eins leikmanns í sínu liði. Hann sagði að ÍR-inga hefði vantað að taka lokaskrefið þegar liðið náði ágætu áhlaupi í þriðja leikhluta. „Ég held að úrslitin gefi ekki rétta mynd af leiknum. Við missum einbeitingu og Stjarnan nær góðri forystu. Oft á tíðum vorum við nálægt þeim og minnkuðum muninn. Þetta var jafn leikur en við náðum ekki þessu lokaskrefi. Ef við hefðum náð forystunni þá held ég að þetta hefði spilast öðruvísi. Til hamingju Stjarnan, þeir voru betra liðið í dag,“ sagði Borche við Andra Má Eggertsson eftir leik í dag. Stjarnan hafði mikla yfirburði í fráköstum í leiknum. Þeir unnu frákastabaráttuna 50-27 og þar af sóknarfráköstin 19-5. Shaquille Rombley reynir að sækja frákast.Vísir/Pawel „Þegar við skoðum tölfræðina og fráköstin þá taka þeir nærri því tvöfalt fleiri. Þeir sem stjórna fráköstunum stjórna leiknum. Nokkrir minna leikmanna spiluðu ekki eins og ég bjóst við. Við þurfum meira frá öðrum leikmönnum, Falko getur ekki gert þetta einn. Hann átti frábæran leik en við þurfum að hjálpa honum, þetta er liðsíþrótt,“ en Jacob Falko skoraði 41 stig fyrir ÍR í kvöld. Borche hrósaði Ægi Þór Steinarssyni leikmanni Stjörnunnar og sagði það ekkert hafa komið sérlega mikið á óvart að hann hafi ekki verið settur til höfuðs Jacob Falko. „Ægir átti mjög góðan leik og það kemur ekki á óvart, hann er líklega besti leikstjórnandinn í deildinni. Hins vegar á okkar leikskipulag að virka. Hann fékk opin þriggja stiga skot í byrjun sem gaf honum sjálfstraust. Hann var mjög góður í kvöld.“ Matej Kavas hefur verið í stóru hlutverki hjá ÍR í vetur. Hann hefur skorað 16 stig að meðaltali og hitt úr um það bil 45% þriggja stiga skota sinna. Hann setti hins vegar ekki eitt slíkt niður í kvöld og skoraði aðeins tvö stig í leiknum. Matej Kavas náði sér ekki á strik og Borche Ilievski þjálfari ÍR gagnrýndi hann eftir leik.Vísir/Pawel „Ég held að Kavas þurfi að vera jákvæðari, þetta snýst um hvernig hann nálgast leikinn og hugarfarið. Hann þarf að vera jákvæðari. Þetta er úrslitakeppnin og við þurfum að njóta. Við eigum ekki að vera stressaðir, enginn er að búa til eitthvað stress.“ „Við þurfum bara að mæta og berjast og njóta leiksins. Þetta snýst um karakter hjá honum, hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa. Vonandi breytist þetta í næsta leik.“ Bónus-deild karla ÍR Stjarnan Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Ég held að úrslitin gefi ekki rétta mynd af leiknum. Við missum einbeitingu og Stjarnan nær góðri forystu. Oft á tíðum vorum við nálægt þeim og minnkuðum muninn. Þetta var jafn leikur en við náðum ekki þessu lokaskrefi. Ef við hefðum náð forystunni þá held ég að þetta hefði spilast öðruvísi. Til hamingju Stjarnan, þeir voru betra liðið í dag,“ sagði Borche við Andra Má Eggertsson eftir leik í dag. Stjarnan hafði mikla yfirburði í fráköstum í leiknum. Þeir unnu frákastabaráttuna 50-27 og þar af sóknarfráköstin 19-5. Shaquille Rombley reynir að sækja frákast.Vísir/Pawel „Þegar við skoðum tölfræðina og fráköstin þá taka þeir nærri því tvöfalt fleiri. Þeir sem stjórna fráköstunum stjórna leiknum. Nokkrir minna leikmanna spiluðu ekki eins og ég bjóst við. Við þurfum meira frá öðrum leikmönnum, Falko getur ekki gert þetta einn. Hann átti frábæran leik en við þurfum að hjálpa honum, þetta er liðsíþrótt,“ en Jacob Falko skoraði 41 stig fyrir ÍR í kvöld. Borche hrósaði Ægi Þór Steinarssyni leikmanni Stjörnunnar og sagði það ekkert hafa komið sérlega mikið á óvart að hann hafi ekki verið settur til höfuðs Jacob Falko. „Ægir átti mjög góðan leik og það kemur ekki á óvart, hann er líklega besti leikstjórnandinn í deildinni. Hins vegar á okkar leikskipulag að virka. Hann fékk opin þriggja stiga skot í byrjun sem gaf honum sjálfstraust. Hann var mjög góður í kvöld.“ Matej Kavas hefur verið í stóru hlutverki hjá ÍR í vetur. Hann hefur skorað 16 stig að meðaltali og hitt úr um það bil 45% þriggja stiga skota sinna. Hann setti hins vegar ekki eitt slíkt niður í kvöld og skoraði aðeins tvö stig í leiknum. Matej Kavas náði sér ekki á strik og Borche Ilievski þjálfari ÍR gagnrýndi hann eftir leik.Vísir/Pawel „Ég held að Kavas þurfi að vera jákvæðari, þetta snýst um hvernig hann nálgast leikinn og hugarfarið. Hann þarf að vera jákvæðari. Þetta er úrslitakeppnin og við þurfum að njóta. Við eigum ekki að vera stressaðir, enginn er að búa til eitthvað stress.“ „Við þurfum bara að mæta og berjast og njóta leiksins. Þetta snýst um karakter hjá honum, hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa. Vonandi breytist þetta í næsta leik.“
Bónus-deild karla ÍR Stjarnan Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira