„Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Aron Guðmundsson skrifar 2. apríl 2025 14:30 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls er klár í komandi úrslitakeppni sem hefst í kvöld í Bónus deild karla. Vísir/Jón Gautur Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður deildarmeistara Tindastóls í Bónus deild karla, segir liðið þurfa að stimpla sig inn af krafti strax í fyrsta leik sem sigurstranglegra liðið gegn Keflavík í fyrstu umferð í úrslitakeppni deildarinnar sem hefst í kvöld. Nýleg úrslit í Bónus deild kvenna virki á Stólana sem víti til varnaðar. „Við komum klárlega inn sem sigurstranglegra liðið en við höfum spilað þrjá leiki við þá á tímabilinu og þeir hafa unnið okkur í tvígang,“ segir Pétur Rúnar um einvígið gegn Keflavík í samtali við íþróttadeild. „Við þurfum bara að mæta klárir. Það er ekkert annað sem kemur til greina. Ef við ætlum okkur að mæta sofandi inn í þetta einvígi þá eru þeir með hæfileika út um allt í sínum hópi sem getur verið erfitt að stöðva. Það er því undir okkur komið að hamra járnið á meðan að það er heitt. Það er eins og við höfum náð að fínstilla okkur aðeins betur heldur en þeir og viljum ekki gefa þeim séns á því að það fari eitthvað að smella hjá þeim núna á næstu dögum. Við þurfum að mæta klárir og stimpla okkur inn með krafti strax í fyrsta leik.“ Stólarnir fóru auðveldlega í gegnum Keflavík í Síkinu fyrir ekki svo löngu síðan en nýleg úrslit í fyrstu leikjum í úrslitakeppni Bónus deildar kvenna virka á þá sem víti til varnaðar um að ekki sé hægt að ganga að neinu vísu. „Við erum búnir að sjá það í Bónus deild kvenna að liðið í sæti átta, Grindavík, vann deildarmeistara Hauka í fyrsta leik þeirra. Við viljum ekki að það endurtaki sig hjá okkur í kvöld. Við þurfum því að mæta klárir.“ Meðbyrinn með Tindastóls liðinu hefur verið mikill á yfirstandandi tímabili, gjörólík staða en sú sem blasti við liðinu í úrslitakeppni síðasta tímabils þar sem að liðið var langt frá sínu besta og endaði í 7.sæti deildarkeppninnar. Pétur finnur mun á því hvernig lið Tindastóls kemur inn í úrslitakeppnina núna. „Já klárlega. Tímabilið í fyrra var erfitt, mikið um lægðir þar en núna hefur þetta verið stöðugra og við erum, að ég tel, á mjög góðum stað og ætlum að sýna fram á það út tímabilið. Menn eru spenntir. Við fengum smá smjörþefinn af úrslitakeppni stemningunni í leiknum gegn Val í Síkinu í lokaumferðinni.“ Hafa leikmennirnir sem komu nýir inn í ykkar lið á þessu tímabili fengið andlegan undirbúning fyrir úrslitakeppnina í Síkinu og stemninguna sem því fylgir? „Ekki þannig en þeir hafa nú margir hverjir spilað á ansi háu gæðastigi úti og ætli þeir hafi ekki spilað í stórborgum hér og þar í mikilli stemningu. Þeir munu hins vegar sjá að það er hægt að mynda ansi góða stemningu hér heima á okkar leikjum og verða vonandi bara andlega klárir í þetta.“ Fyrsti leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst klukkan sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
„Við komum klárlega inn sem sigurstranglegra liðið en við höfum spilað þrjá leiki við þá á tímabilinu og þeir hafa unnið okkur í tvígang,“ segir Pétur Rúnar um einvígið gegn Keflavík í samtali við íþróttadeild. „Við þurfum bara að mæta klárir. Það er ekkert annað sem kemur til greina. Ef við ætlum okkur að mæta sofandi inn í þetta einvígi þá eru þeir með hæfileika út um allt í sínum hópi sem getur verið erfitt að stöðva. Það er því undir okkur komið að hamra járnið á meðan að það er heitt. Það er eins og við höfum náð að fínstilla okkur aðeins betur heldur en þeir og viljum ekki gefa þeim séns á því að það fari eitthvað að smella hjá þeim núna á næstu dögum. Við þurfum að mæta klárir og stimpla okkur inn með krafti strax í fyrsta leik.“ Stólarnir fóru auðveldlega í gegnum Keflavík í Síkinu fyrir ekki svo löngu síðan en nýleg úrslit í fyrstu leikjum í úrslitakeppni Bónus deildar kvenna virka á þá sem víti til varnaðar um að ekki sé hægt að ganga að neinu vísu. „Við erum búnir að sjá það í Bónus deild kvenna að liðið í sæti átta, Grindavík, vann deildarmeistara Hauka í fyrsta leik þeirra. Við viljum ekki að það endurtaki sig hjá okkur í kvöld. Við þurfum því að mæta klárir.“ Meðbyrinn með Tindastóls liðinu hefur verið mikill á yfirstandandi tímabili, gjörólík staða en sú sem blasti við liðinu í úrslitakeppni síðasta tímabils þar sem að liðið var langt frá sínu besta og endaði í 7.sæti deildarkeppninnar. Pétur finnur mun á því hvernig lið Tindastóls kemur inn í úrslitakeppnina núna. „Já klárlega. Tímabilið í fyrra var erfitt, mikið um lægðir þar en núna hefur þetta verið stöðugra og við erum, að ég tel, á mjög góðum stað og ætlum að sýna fram á það út tímabilið. Menn eru spenntir. Við fengum smá smjörþefinn af úrslitakeppni stemningunni í leiknum gegn Val í Síkinu í lokaumferðinni.“ Hafa leikmennirnir sem komu nýir inn í ykkar lið á þessu tímabili fengið andlegan undirbúning fyrir úrslitakeppnina í Síkinu og stemninguna sem því fylgir? „Ekki þannig en þeir hafa nú margir hverjir spilað á ansi háu gæðastigi úti og ætli þeir hafi ekki spilað í stórborgum hér og þar í mikilli stemningu. Þeir munu hins vegar sjá að það er hægt að mynda ansi góða stemningu hér heima á okkar leikjum og verða vonandi bara andlega klárir í þetta.“ Fyrsti leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst klukkan sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira