Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2025 08:30 Davíð Tómas Tómasson, fyrir miðju, fer yfir málin með kollegum sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. vísir/Diego Á meðan besta körfuboltafólk landsins er komið af stað í úrslitakeppnum Bónus-deildanna hafa enn ekki fengist svör við því af hverju einn besti dómari landsins, Davíð Tómas Tómasson, dæmdi ekki einn einasta leik í fyrstu umferð. Málið var rætt í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Hann er skráður í KR þannig að hann má dæma alla leiki í úrslitakeppninni en hann er ekki að dæma,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Körfuboltakvöldi. „Mér finnst þetta svo vandræðalegt,“ sagði Sævar Sævarsson og sagði þögnina ýta undir alls konar kjaftasögur en umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hvar er Davíð Tómas? Eins og Vísir fjallaði um í vikunni var Davíð ekki meðal dómara í upphafi úrslitakeppninnar og á því hafa ekki fengist neinar skýringar. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki um nein meiðsli að ræða og á meðan Davíð hefur verið að dæma fjölda leikja erlendis, til að mynda í undankeppnum landsliða, hefur hann hvergi verið sjáanlegur í stærstu leikjunum hérlendis í vetur. „Finnst þetta mjög skrýtið“ Það er dómaranefnd KKÍ sem sér um að ákveða hvaða dómarar dæma hvern leik en Jón Bender, formaður nefndarinnar, hefur ekki svarað Vísi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Mér finnst þetta mjög skrýtið. Hann er líka búinn að dæma rosalega fáa leiki í vetur sem hefur ekki komið nein skýring á. Ég veit ekki betur en að þetta sé eini dómarinn okkar sem er að fara úr landi til að dæma FIBA-leiki. Hann dæmir leiki úti en er ekki að dæma hérna. Það hefur ekki komið nein sérstök skýring frá honum né dómaranefnd,“ sagði Ómar Örn Sævarsson. Jón vildi engu svara „Þetta lýsir svo vandræðaganginum í kringum sambandið. Hvað er að gerast? Það er enginn tilbúinn að svara þannig að í staðinn fyrir að þurrka þetta strax út af borðinu þá erum við hérna í þætti um körfubolta að velta þessu fyrir okkur…“ sagði Sævar og Stefán Árni greip þá inn í: „Ég gekk að Jóni Bender [formanni dómaranefndar] áðan og spurði hann: „Er eitthvað að frétta af þessu máli?“ Hann bara vildi ekki svara. Gæti hugsanlega svarað mér á morgun,“ sagði Stefán Árni en þátturinn var í beinni útsendingu úr Garðabæ eftir sigur Stjörnunnar á ÍR. „Segið bara hver ástæðan er“ „Svarið er „no comment“ og það gerir að verkum að allar spjallsíður eru að velta þessu fyrir sér. Fólk að henda einhverjum svakalegum, dramatískum sögum í gang um að þetta séu illindi milli einhverra aðila innan dómarastéttarinnar og þaðan af skrýtnari hluti. Segið bara hver ástæðan er fyrir því að einn af bestu dómurum deildarinnar er ekki að dæma. Er það ósætti sem þið viljið ekki fara nánar í? Ókei, þá er það staðan. Eða er hann meiddur? Segið það þá. Eða ef það er þannig að dómaranefnd telur að hann sé ekki hæfur til að dæma í úrslitakeppninni, segið það þá,“ sagði Sævar. „Hann er einn besti dómarinn í deildinni,“ ítrekaði Stefán Árni og Ómar tók undir það. „Þetta minnir smá á tilfinninguna sem við fengum fyrir nokkrum árum þegar Jóni Guðmunds var hálfpartinn bolað í burtu úr dómgæslu. Það mál var einmitt allt hið vandræðalegasta. Það gat aldrei neinn svarað fyrir það. Hann fékk ekki svör og á endanum hætti hann að dæma. Mér finnst þetta svo vandræðalegt. Ég bara skil þetta ekki.“ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
„Hann er skráður í KR þannig að hann má dæma alla leiki í úrslitakeppninni en hann er ekki að dæma,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Körfuboltakvöldi. „Mér finnst þetta svo vandræðalegt,“ sagði Sævar Sævarsson og sagði þögnina ýta undir alls konar kjaftasögur en umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hvar er Davíð Tómas? Eins og Vísir fjallaði um í vikunni var Davíð ekki meðal dómara í upphafi úrslitakeppninnar og á því hafa ekki fengist neinar skýringar. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki um nein meiðsli að ræða og á meðan Davíð hefur verið að dæma fjölda leikja erlendis, til að mynda í undankeppnum landsliða, hefur hann hvergi verið sjáanlegur í stærstu leikjunum hérlendis í vetur. „Finnst þetta mjög skrýtið“ Það er dómaranefnd KKÍ sem sér um að ákveða hvaða dómarar dæma hvern leik en Jón Bender, formaður nefndarinnar, hefur ekki svarað Vísi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Mér finnst þetta mjög skrýtið. Hann er líka búinn að dæma rosalega fáa leiki í vetur sem hefur ekki komið nein skýring á. Ég veit ekki betur en að þetta sé eini dómarinn okkar sem er að fara úr landi til að dæma FIBA-leiki. Hann dæmir leiki úti en er ekki að dæma hérna. Það hefur ekki komið nein sérstök skýring frá honum né dómaranefnd,“ sagði Ómar Örn Sævarsson. Jón vildi engu svara „Þetta lýsir svo vandræðaganginum í kringum sambandið. Hvað er að gerast? Það er enginn tilbúinn að svara þannig að í staðinn fyrir að þurrka þetta strax út af borðinu þá erum við hérna í þætti um körfubolta að velta þessu fyrir okkur…“ sagði Sævar og Stefán Árni greip þá inn í: „Ég gekk að Jóni Bender [formanni dómaranefndar] áðan og spurði hann: „Er eitthvað að frétta af þessu máli?“ Hann bara vildi ekki svara. Gæti hugsanlega svarað mér á morgun,“ sagði Stefán Árni en þátturinn var í beinni útsendingu úr Garðabæ eftir sigur Stjörnunnar á ÍR. „Segið bara hver ástæðan er“ „Svarið er „no comment“ og það gerir að verkum að allar spjallsíður eru að velta þessu fyrir sér. Fólk að henda einhverjum svakalegum, dramatískum sögum í gang um að þetta séu illindi milli einhverra aðila innan dómarastéttarinnar og þaðan af skrýtnari hluti. Segið bara hver ástæðan er fyrir því að einn af bestu dómurum deildarinnar er ekki að dæma. Er það ósætti sem þið viljið ekki fara nánar í? Ókei, þá er það staðan. Eða er hann meiddur? Segið það þá. Eða ef það er þannig að dómaranefnd telur að hann sé ekki hæfur til að dæma í úrslitakeppninni, segið það þá,“ sagði Sævar. „Hann er einn besti dómarinn í deildinni,“ ítrekaði Stefán Árni og Ómar tók undir það. „Þetta minnir smá á tilfinninguna sem við fengum fyrir nokkrum árum þegar Jóni Guðmunds var hálfpartinn bolað í burtu úr dómgæslu. Það mál var einmitt allt hið vandræðalegasta. Það gat aldrei neinn svarað fyrir það. Hann fékk ekki svör og á endanum hætti hann að dæma. Mér finnst þetta svo vandræðalegt. Ég bara skil þetta ekki.“
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira