Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2025 08:30 Davíð Tómas Tómasson, fyrir miðju, fer yfir málin með kollegum sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. vísir/Diego Á meðan besta körfuboltafólk landsins er komið af stað í úrslitakeppnum Bónus-deildanna hafa enn ekki fengist svör við því af hverju einn besti dómari landsins, Davíð Tómas Tómasson, dæmdi ekki einn einasta leik í fyrstu umferð. Málið var rætt í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Hann er skráður í KR þannig að hann má dæma alla leiki í úrslitakeppninni en hann er ekki að dæma,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Körfuboltakvöldi. „Mér finnst þetta svo vandræðalegt,“ sagði Sævar Sævarsson og sagði þögnina ýta undir alls konar kjaftasögur en umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hvar er Davíð Tómas? Eins og Vísir fjallaði um í vikunni var Davíð ekki meðal dómara í upphafi úrslitakeppninnar og á því hafa ekki fengist neinar skýringar. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki um nein meiðsli að ræða og á meðan Davíð hefur verið að dæma fjölda leikja erlendis, til að mynda í undankeppnum landsliða, hefur hann hvergi verið sjáanlegur í stærstu leikjunum hérlendis í vetur. „Finnst þetta mjög skrýtið“ Það er dómaranefnd KKÍ sem sér um að ákveða hvaða dómarar dæma hvern leik en Jón Bender, formaður nefndarinnar, hefur ekki svarað Vísi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Mér finnst þetta mjög skrýtið. Hann er líka búinn að dæma rosalega fáa leiki í vetur sem hefur ekki komið nein skýring á. Ég veit ekki betur en að þetta sé eini dómarinn okkar sem er að fara úr landi til að dæma FIBA-leiki. Hann dæmir leiki úti en er ekki að dæma hérna. Það hefur ekki komið nein sérstök skýring frá honum né dómaranefnd,“ sagði Ómar Örn Sævarsson. Jón vildi engu svara „Þetta lýsir svo vandræðaganginum í kringum sambandið. Hvað er að gerast? Það er enginn tilbúinn að svara þannig að í staðinn fyrir að þurrka þetta strax út af borðinu þá erum við hérna í þætti um körfubolta að velta þessu fyrir okkur…“ sagði Sævar og Stefán Árni greip þá inn í: „Ég gekk að Jóni Bender [formanni dómaranefndar] áðan og spurði hann: „Er eitthvað að frétta af þessu máli?“ Hann bara vildi ekki svara. Gæti hugsanlega svarað mér á morgun,“ sagði Stefán Árni en þátturinn var í beinni útsendingu úr Garðabæ eftir sigur Stjörnunnar á ÍR. „Segið bara hver ástæðan er“ „Svarið er „no comment“ og það gerir að verkum að allar spjallsíður eru að velta þessu fyrir sér. Fólk að henda einhverjum svakalegum, dramatískum sögum í gang um að þetta séu illindi milli einhverra aðila innan dómarastéttarinnar og þaðan af skrýtnari hluti. Segið bara hver ástæðan er fyrir því að einn af bestu dómurum deildarinnar er ekki að dæma. Er það ósætti sem þið viljið ekki fara nánar í? Ókei, þá er það staðan. Eða er hann meiddur? Segið það þá. Eða ef það er þannig að dómaranefnd telur að hann sé ekki hæfur til að dæma í úrslitakeppninni, segið það þá,“ sagði Sævar. „Hann er einn besti dómarinn í deildinni,“ ítrekaði Stefán Árni og Ómar tók undir það. „Þetta minnir smá á tilfinninguna sem við fengum fyrir nokkrum árum þegar Jóni Guðmunds var hálfpartinn bolað í burtu úr dómgæslu. Það mál var einmitt allt hið vandræðalegasta. Það gat aldrei neinn svarað fyrir það. Hann fékk ekki svör og á endanum hætti hann að dæma. Mér finnst þetta svo vandræðalegt. Ég bara skil þetta ekki.“ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
„Hann er skráður í KR þannig að hann má dæma alla leiki í úrslitakeppninni en hann er ekki að dæma,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Körfuboltakvöldi. „Mér finnst þetta svo vandræðalegt,“ sagði Sævar Sævarsson og sagði þögnina ýta undir alls konar kjaftasögur en umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hvar er Davíð Tómas? Eins og Vísir fjallaði um í vikunni var Davíð ekki meðal dómara í upphafi úrslitakeppninnar og á því hafa ekki fengist neinar skýringar. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki um nein meiðsli að ræða og á meðan Davíð hefur verið að dæma fjölda leikja erlendis, til að mynda í undankeppnum landsliða, hefur hann hvergi verið sjáanlegur í stærstu leikjunum hérlendis í vetur. „Finnst þetta mjög skrýtið“ Það er dómaranefnd KKÍ sem sér um að ákveða hvaða dómarar dæma hvern leik en Jón Bender, formaður nefndarinnar, hefur ekki svarað Vísi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Mér finnst þetta mjög skrýtið. Hann er líka búinn að dæma rosalega fáa leiki í vetur sem hefur ekki komið nein skýring á. Ég veit ekki betur en að þetta sé eini dómarinn okkar sem er að fara úr landi til að dæma FIBA-leiki. Hann dæmir leiki úti en er ekki að dæma hérna. Það hefur ekki komið nein sérstök skýring frá honum né dómaranefnd,“ sagði Ómar Örn Sævarsson. Jón vildi engu svara „Þetta lýsir svo vandræðaganginum í kringum sambandið. Hvað er að gerast? Það er enginn tilbúinn að svara þannig að í staðinn fyrir að þurrka þetta strax út af borðinu þá erum við hérna í þætti um körfubolta að velta þessu fyrir okkur…“ sagði Sævar og Stefán Árni greip þá inn í: „Ég gekk að Jóni Bender [formanni dómaranefndar] áðan og spurði hann: „Er eitthvað að frétta af þessu máli?“ Hann bara vildi ekki svara. Gæti hugsanlega svarað mér á morgun,“ sagði Stefán Árni en þátturinn var í beinni útsendingu úr Garðabæ eftir sigur Stjörnunnar á ÍR. „Segið bara hver ástæðan er“ „Svarið er „no comment“ og það gerir að verkum að allar spjallsíður eru að velta þessu fyrir sér. Fólk að henda einhverjum svakalegum, dramatískum sögum í gang um að þetta séu illindi milli einhverra aðila innan dómarastéttarinnar og þaðan af skrýtnari hluti. Segið bara hver ástæðan er fyrir því að einn af bestu dómurum deildarinnar er ekki að dæma. Er það ósætti sem þið viljið ekki fara nánar í? Ókei, þá er það staðan. Eða er hann meiddur? Segið það þá. Eða ef það er þannig að dómaranefnd telur að hann sé ekki hæfur til að dæma í úrslitakeppninni, segið það þá,“ sagði Sævar. „Hann er einn besti dómarinn í deildinni,“ ítrekaði Stefán Árni og Ómar tók undir það. „Þetta minnir smá á tilfinninguna sem við fengum fyrir nokkrum árum þegar Jóni Guðmunds var hálfpartinn bolað í burtu úr dómgæslu. Það mál var einmitt allt hið vandræðalegasta. Það gat aldrei neinn svarað fyrir það. Hann fékk ekki svör og á endanum hætti hann að dæma. Mér finnst þetta svo vandræðalegt. Ég bara skil þetta ekki.“
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira