Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2025 08:30 Davíð Tómas Tómasson, fyrir miðju, fer yfir málin með kollegum sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. vísir/Diego Á meðan besta körfuboltafólk landsins er komið af stað í úrslitakeppnum Bónus-deildanna hafa enn ekki fengist svör við því af hverju einn besti dómari landsins, Davíð Tómas Tómasson, dæmdi ekki einn einasta leik í fyrstu umferð. Málið var rætt í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Hann er skráður í KR þannig að hann má dæma alla leiki í úrslitakeppninni en hann er ekki að dæma,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Körfuboltakvöldi. „Mér finnst þetta svo vandræðalegt,“ sagði Sævar Sævarsson og sagði þögnina ýta undir alls konar kjaftasögur en umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hvar er Davíð Tómas? Eins og Vísir fjallaði um í vikunni var Davíð ekki meðal dómara í upphafi úrslitakeppninnar og á því hafa ekki fengist neinar skýringar. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki um nein meiðsli að ræða og á meðan Davíð hefur verið að dæma fjölda leikja erlendis, til að mynda í undankeppnum landsliða, hefur hann hvergi verið sjáanlegur í stærstu leikjunum hérlendis í vetur. „Finnst þetta mjög skrýtið“ Það er dómaranefnd KKÍ sem sér um að ákveða hvaða dómarar dæma hvern leik en Jón Bender, formaður nefndarinnar, hefur ekki svarað Vísi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Mér finnst þetta mjög skrýtið. Hann er líka búinn að dæma rosalega fáa leiki í vetur sem hefur ekki komið nein skýring á. Ég veit ekki betur en að þetta sé eini dómarinn okkar sem er að fara úr landi til að dæma FIBA-leiki. Hann dæmir leiki úti en er ekki að dæma hérna. Það hefur ekki komið nein sérstök skýring frá honum né dómaranefnd,“ sagði Ómar Örn Sævarsson. Jón vildi engu svara „Þetta lýsir svo vandræðaganginum í kringum sambandið. Hvað er að gerast? Það er enginn tilbúinn að svara þannig að í staðinn fyrir að þurrka þetta strax út af borðinu þá erum við hérna í þætti um körfubolta að velta þessu fyrir okkur…“ sagði Sævar og Stefán Árni greip þá inn í: „Ég gekk að Jóni Bender [formanni dómaranefndar] áðan og spurði hann: „Er eitthvað að frétta af þessu máli?“ Hann bara vildi ekki svara. Gæti hugsanlega svarað mér á morgun,“ sagði Stefán Árni en þátturinn var í beinni útsendingu úr Garðabæ eftir sigur Stjörnunnar á ÍR. „Segið bara hver ástæðan er“ „Svarið er „no comment“ og það gerir að verkum að allar spjallsíður eru að velta þessu fyrir sér. Fólk að henda einhverjum svakalegum, dramatískum sögum í gang um að þetta séu illindi milli einhverra aðila innan dómarastéttarinnar og þaðan af skrýtnari hluti. Segið bara hver ástæðan er fyrir því að einn af bestu dómurum deildarinnar er ekki að dæma. Er það ósætti sem þið viljið ekki fara nánar í? Ókei, þá er það staðan. Eða er hann meiddur? Segið það þá. Eða ef það er þannig að dómaranefnd telur að hann sé ekki hæfur til að dæma í úrslitakeppninni, segið það þá,“ sagði Sævar. „Hann er einn besti dómarinn í deildinni,“ ítrekaði Stefán Árni og Ómar tók undir það. „Þetta minnir smá á tilfinninguna sem við fengum fyrir nokkrum árum þegar Jóni Guðmunds var hálfpartinn bolað í burtu úr dómgæslu. Það mál var einmitt allt hið vandræðalegasta. Það gat aldrei neinn svarað fyrir það. Hann fékk ekki svör og á endanum hætti hann að dæma. Mér finnst þetta svo vandræðalegt. Ég bara skil þetta ekki.“ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Sjá meira
„Hann er skráður í KR þannig að hann má dæma alla leiki í úrslitakeppninni en hann er ekki að dæma,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Körfuboltakvöldi. „Mér finnst þetta svo vandræðalegt,“ sagði Sævar Sævarsson og sagði þögnina ýta undir alls konar kjaftasögur en umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hvar er Davíð Tómas? Eins og Vísir fjallaði um í vikunni var Davíð ekki meðal dómara í upphafi úrslitakeppninnar og á því hafa ekki fengist neinar skýringar. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki um nein meiðsli að ræða og á meðan Davíð hefur verið að dæma fjölda leikja erlendis, til að mynda í undankeppnum landsliða, hefur hann hvergi verið sjáanlegur í stærstu leikjunum hérlendis í vetur. „Finnst þetta mjög skrýtið“ Það er dómaranefnd KKÍ sem sér um að ákveða hvaða dómarar dæma hvern leik en Jón Bender, formaður nefndarinnar, hefur ekki svarað Vísi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Mér finnst þetta mjög skrýtið. Hann er líka búinn að dæma rosalega fáa leiki í vetur sem hefur ekki komið nein skýring á. Ég veit ekki betur en að þetta sé eini dómarinn okkar sem er að fara úr landi til að dæma FIBA-leiki. Hann dæmir leiki úti en er ekki að dæma hérna. Það hefur ekki komið nein sérstök skýring frá honum né dómaranefnd,“ sagði Ómar Örn Sævarsson. Jón vildi engu svara „Þetta lýsir svo vandræðaganginum í kringum sambandið. Hvað er að gerast? Það er enginn tilbúinn að svara þannig að í staðinn fyrir að þurrka þetta strax út af borðinu þá erum við hérna í þætti um körfubolta að velta þessu fyrir okkur…“ sagði Sævar og Stefán Árni greip þá inn í: „Ég gekk að Jóni Bender [formanni dómaranefndar] áðan og spurði hann: „Er eitthvað að frétta af þessu máli?“ Hann bara vildi ekki svara. Gæti hugsanlega svarað mér á morgun,“ sagði Stefán Árni en þátturinn var í beinni útsendingu úr Garðabæ eftir sigur Stjörnunnar á ÍR. „Segið bara hver ástæðan er“ „Svarið er „no comment“ og það gerir að verkum að allar spjallsíður eru að velta þessu fyrir sér. Fólk að henda einhverjum svakalegum, dramatískum sögum í gang um að þetta séu illindi milli einhverra aðila innan dómarastéttarinnar og þaðan af skrýtnari hluti. Segið bara hver ástæðan er fyrir því að einn af bestu dómurum deildarinnar er ekki að dæma. Er það ósætti sem þið viljið ekki fara nánar í? Ókei, þá er það staðan. Eða er hann meiddur? Segið það þá. Eða ef það er þannig að dómaranefnd telur að hann sé ekki hæfur til að dæma í úrslitakeppninni, segið það þá,“ sagði Sævar. „Hann er einn besti dómarinn í deildinni,“ ítrekaði Stefán Árni og Ómar tók undir það. „Þetta minnir smá á tilfinninguna sem við fengum fyrir nokkrum árum þegar Jóni Guðmunds var hálfpartinn bolað í burtu úr dómgæslu. Það mál var einmitt allt hið vandræðalegasta. Það gat aldrei neinn svarað fyrir það. Hann fékk ekki svör og á endanum hætti hann að dæma. Mér finnst þetta svo vandræðalegt. Ég bara skil þetta ekki.“
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfuboltakvöld Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Sjá meira