Ein mánaðarlaun á ári Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 26. mars 2019 07:00 Flestir háskólanemar fjármagna nám sitt með námslánum sem eru verðtryggð og bera 1% vexti. Algengt er að fólk sem leggur á sig langt og strangt nám skuldi margar milljónir króna í námslán að því loknu. Lántaki greiðir um 4% af launum sínum í af borganir af námslánum eða sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Fyrir marga er þetta þung byrði enda er fólk á sama tíma að hasla sér völl á vinnumarkaði, eignast börn og koma sér þaki yfir höfuðið. Aðildarfélög BHM eru nú að búa sig undir kjaraviðræður við ríki og sveitarfélög en samningar losna í lok þessa mánaðar. Í væntanlegum viðræðum munu félögin m.a. leggja áherslu á að breytingar verði gerðar á námslánakerfinu, einkum á reglum er varða endurgreiðslur námslána. Í fyrsta lagi vill BHM að komið verði til móts við greiðendur námslána sem jafnframt hafa fyrir fjölskyldu að sjá og/eða hafa tekið húsnæðislán. Farið er fram á að reglum um tekjutengingu vaxta- og barnabóta verði breytt þannig að árlegar af borganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem notaður er við útreikning bótanna. Í öðru lagi telur BHM að eftirstöðvar námsláns eigi að falla niður þegar lífeyristökualdri er náð eða þegar greitt hefur verið af láni í 40 ár. Nú eru námslán ótímabundin og fyrnast ekki. Í þriðja lagi telur BHM að auðvelda eigi lántökum að greiða upp námslán, þ.e.a.s. þeim sem á annað borð hafa tök á því að greiða upp sín lán. Samkvæmt núgildandi reglum sjóðsins er veittur 7% uppgreiðsluafsláttur þegar greitt er upp ógjaldfallið lán. Hækka ætti þennan afslátt upp í 20%. Loks leggur BHM áherslu á að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Enn eru í gildi sjálfskuldarábyrgðir á námslánum sem tekin voru fyrir 2009. Frá þeim tíma hefur Lánasjóður íslenskra námsmanna ekki krafist sjálfskuldarábyrgðar á lánunum. Í þessu felst augljós mismunun og ósamræmi sem ekki er hægt að una við.Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Skóla - og menntamál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Flestir háskólanemar fjármagna nám sitt með námslánum sem eru verðtryggð og bera 1% vexti. Algengt er að fólk sem leggur á sig langt og strangt nám skuldi margar milljónir króna í námslán að því loknu. Lántaki greiðir um 4% af launum sínum í af borganir af námslánum eða sem samsvarar u.þ.b. einum útborguðum mánaðarlaunum á ári. Fyrir marga er þetta þung byrði enda er fólk á sama tíma að hasla sér völl á vinnumarkaði, eignast börn og koma sér þaki yfir höfuðið. Aðildarfélög BHM eru nú að búa sig undir kjaraviðræður við ríki og sveitarfélög en samningar losna í lok þessa mánaðar. Í væntanlegum viðræðum munu félögin m.a. leggja áherslu á að breytingar verði gerðar á námslánakerfinu, einkum á reglum er varða endurgreiðslur námslána. Í fyrsta lagi vill BHM að komið verði til móts við greiðendur námslána sem jafnframt hafa fyrir fjölskyldu að sjá og/eða hafa tekið húsnæðislán. Farið er fram á að reglum um tekjutengingu vaxta- og barnabóta verði breytt þannig að árlegar af borganir, vextir og verðbætur af námslánum dragist frá þeim stofni sem notaður er við útreikning bótanna. Í öðru lagi telur BHM að eftirstöðvar námsláns eigi að falla niður þegar lífeyristökualdri er náð eða þegar greitt hefur verið af láni í 40 ár. Nú eru námslán ótímabundin og fyrnast ekki. Í þriðja lagi telur BHM að auðvelda eigi lántökum að greiða upp námslán, þ.e.a.s. þeim sem á annað borð hafa tök á því að greiða upp sín lán. Samkvæmt núgildandi reglum sjóðsins er veittur 7% uppgreiðsluafsláttur þegar greitt er upp ógjaldfallið lán. Hækka ætti þennan afslátt upp í 20%. Loks leggur BHM áherslu á að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið að fullu. Enn eru í gildi sjálfskuldarábyrgðir á námslánum sem tekin voru fyrir 2009. Frá þeim tíma hefur Lánasjóður íslenskra námsmanna ekki krafist sjálfskuldarábyrgðar á lánunum. Í þessu felst augljós mismunun og ósamræmi sem ekki er hægt að una við.Höfundur er formaður BHM
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun