Í forystu í mannréttindaráðinu Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 07:00 Ísland var í forystu 36 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði þegar fastafulltrúi okkar í mannréttindaráðinu flutti sameiginlegt ávarp um ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Þetta framtak markar þáttaskil því á vettvangi ráðsins hefur aldrei náðst slík samstaða um gagnrýni á sádiarabísk stjórnvöld. Þau hafa ekki aðeins gengist við morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi heldur fangelsa þau einnig konur (og karla) fyrir það eitt að beita sér fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Mannréttindi eru hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands. Við erum stolt af því að hafa látið verkin tala, jafnvel þorað á meðan aðrir þegja, og vonum að gagnrýnin skili árangri. Ekkert er gefið í þeim efnum – en dropinn holar steininn. Frelsi og mannréttindi eru forsendur velsældar og um leið einn helsti mælikvarði hennar. Það á við um Sádi-Arabíu eins og önnur ríki. Ísland hefur tekið virkan þátt í störfum mannréttindaráðsins frá kosningunni í fyrrasumar. Á dögunum sótti ég í þriðja sinn svonefnda ráðherraviku, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra. Ýmislegt má bæta í starfsemi ráðsins og talar Ísland áfram fyrir umbótum og breytingum á starfsháttum þess. Margt er hins vegar vel gert. Mannréttindaráðið afgreiddi 29 ályktanir í lok fyrstu fundahrinu ársins í vikunni sem leið. Þar ber einna hæst sérstaka ályktun um mannréttindaástandið í Níkaragva. Hin ályktunin er söguleg og fjallar um konur og stúlkur í íþróttum. Þar ályktar ráðið í fyrsta sinn um réttindi fólks með óhefðbundin kyneinkenni og áréttar að einstaklingar eigi ekki að þurfa að undirgangast ónauðsynlegar aðgerðir. Einnig samþykkti ráðið ályktanir sem sneru að stöðu mannréttinda í Íran, Sýrlandi og Mjanmar, svo dæmi séu tekin. Ísland studdi þessar ályktanir með virkum hætti og lagði ennfremur lóð á vogarskálar við samþykkt ályktunar um vernd þeirra sem berjast fyrir mannréttindum er tengjast umhverfismálum. Ísland lætur skýrt að sér kveða í störfum mannréttindaráðsins og er öflugur málsvari mannréttinda. Af því er ég stoltur.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Utanríkismál Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ísland var í forystu 36 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna fyrr í þessum mánuði þegar fastafulltrúi okkar í mannréttindaráðinu flutti sameiginlegt ávarp um ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu. Þetta framtak markar þáttaskil því á vettvangi ráðsins hefur aldrei náðst slík samstaða um gagnrýni á sádiarabísk stjórnvöld. Þau hafa ekki aðeins gengist við morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi heldur fangelsa þau einnig konur (og karla) fyrir það eitt að beita sér fyrir bættum réttindum kvenna í landinu. Mannréttindi eru hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands. Við erum stolt af því að hafa látið verkin tala, jafnvel þorað á meðan aðrir þegja, og vonum að gagnrýnin skili árangri. Ekkert er gefið í þeim efnum – en dropinn holar steininn. Frelsi og mannréttindi eru forsendur velsældar og um leið einn helsti mælikvarði hennar. Það á við um Sádi-Arabíu eins og önnur ríki. Ísland hefur tekið virkan þátt í störfum mannréttindaráðsins frá kosningunni í fyrrasumar. Á dögunum sótti ég í þriðja sinn svonefnda ráðherraviku, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra. Ýmislegt má bæta í starfsemi ráðsins og talar Ísland áfram fyrir umbótum og breytingum á starfsháttum þess. Margt er hins vegar vel gert. Mannréttindaráðið afgreiddi 29 ályktanir í lok fyrstu fundahrinu ársins í vikunni sem leið. Þar ber einna hæst sérstaka ályktun um mannréttindaástandið í Níkaragva. Hin ályktunin er söguleg og fjallar um konur og stúlkur í íþróttum. Þar ályktar ráðið í fyrsta sinn um réttindi fólks með óhefðbundin kyneinkenni og áréttar að einstaklingar eigi ekki að þurfa að undirgangast ónauðsynlegar aðgerðir. Einnig samþykkti ráðið ályktanir sem sneru að stöðu mannréttinda í Íran, Sýrlandi og Mjanmar, svo dæmi séu tekin. Ísland studdi þessar ályktanir með virkum hætti og lagði ennfremur lóð á vogarskálar við samþykkt ályktunar um vernd þeirra sem berjast fyrir mannréttindum er tengjast umhverfismálum. Ísland lætur skýrt að sér kveða í störfum mannréttindaráðsins og er öflugur málsvari mannréttinda. Af því er ég stoltur.Höfundur er utanríkisráðherra
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun