Nú þarf að blása til sóknar Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 29. mars 2019 16:19 Það er óhætt að segja að íslenskt samfélag hafi farið á hliðina fimmtudagsmorguninn 28. mars, þegar ljóst varð að flugfélagið WOW air væri komið í þrot. Samstundis voru viðbragðsáætlanir stjórnvalda virkjaðar, en megininnihald þeirra er að koma þeim farþegum flugfélagsins til bjargar, sem áttu bókað flug með félaginu annað hvort heim til sín frá Íslandi eða til landsins. Sömuleiðis er fylgst grannt með umfjöllun erlendra fjölmiðla um málið, þar sem ljóst er að neikvæð umfjöllun í tengslum við gjaldþrot WOW air og afleiðingar þess fyrir neytendur, þessa fyrstu daga, geta verið skaðleg fyrir áfangastaðinn til lengri tíma. Það er mikilvægt fyrir orðspor landsins að bregðast hratt og vel við og tryggja sanngjarna lausn fyrir þá ferðamenn, viðskiptavini WOW air, sem lent hafa í vandræðum. Við gerum ráð fyrir að hægt verði að leysa hratt og vel úr málum þessara ferðamanna á næstu dögum.Áhrifin ótvíræð Eftir standa áhrif falls WOW air á íslenskt samfélag og á fyrirtæki í ferðaþjónustu, en atvinnugreinin hefur verið burðarstoð atvinnulífs hér á landi síðustu ár. WOW air flutti undanfarin ár hundruð þúsunda ferðamanna til Íslands. Ljóst er að margir erlendir endursöluaðilar og ferðamenn sitja nú einhvers staðar í Evrópu og Ameríku með flugmiða til Íslands, sem ekki verður hægt að nota. Þetta eru gestir, sem eru búnir að taka ákvörðun um að heimsækja Ísland – ferðamenn sem koma hingað á eigin vegum og stórir hópar ferðamanna í skipulögðum ferðum, sem slæmt er að missa af. Áhrifin eru því ótvíræð.Versnandi rekstrarskilyrði Rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja hafa snarversnað undanfarin ár, ekki síst vegna hækkandi launakostnaðar og sterks gengis íslensku krónunnar sem hefur dregið verulega úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Þetta eru þættir sem nú þegar hafa þrýst verðlagi í erlendri mynt upp úr öllu valdi. Ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðum og gerðum standa þessi misserin í ströngu, allflest standa þau í hagræðingaraðgerðum, uppsögnum á starfsfólki og samþjöppun af ýmsu tagi. Gjaldþrot WOW air með tilheyrandi óvissu um framboð flugsæta til Íslands, eykur vandann og er grafalvarlegt mál fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi og fyrir þjóðarbúið í heild. Þessu til viðbótar er ferðaþjónustan með erfiða kjaradeilu í fanginu, þar sem handvalin fyrirtæki eru eina skotmark verkalýðshreyfingarinnar. Við þetta tækifæri vil ég beina því til verkalýðshreyfingarinnar að áframhaldandi verkföll í ferðaþjónustu eru á þessum tímapunkti algjörlega fráleit og má í raun líkja við spark í liggjandi mann.Tapaðar gjaldeyristekjur Þrátt fyrir að önnur flugfélög nái að auka framboð af flugsætum til áfangastaðarins, til að bæta úr fækkun flugsæta vegna brotthvarfs WOW air, þá er ekki ósennilegt að erlendum ferðamönnum hér á landi muni fækka um rúmlega 300 þúsund milli ára. Þetta mun valda því að tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, í verslun og annarri þjónustu og óbeinum sköttum gætu lækkað sem nemur um 80 milljörðum króna. Hér á landi starfa um 20-25 þúsund manns í ferðaþjónustu, en vöxtur í greininni hefur sannarlega runnið til launþega í landinu. Full ástæða er til að minna á að atvinnuleysi á árunum eftir hrun hvarf með vexti atvinnugreinarinnar og lífskjör hafa sjaldan verið betri. Nú er ekki rétti tíminn til óraunhæfra launahækkana sem munu eingöngu leiða til fleiri uppsagna en eru nú þegar í kortunum.Áhyggjur ferðaþjónustunnar Framundan er háannatími í ferðaþjónustu og áhyggjur þeirra sem starfa í ferðaþjónustu eru töluverðar. Á þeim tíma afla flest ef ekki öll ferðaþjónustufyrirtæki um allt land þeirra tekna sem eru grundvöllur rekstrar allt árið um kring. Verði sá framboðsskortur sem nú er að raungerast varanlegur og viðvarandi á næstu mánuðum, þá mun það verða mikið högg og fyrir sum fyrirtæki jafnvel banvænt högg.Viðbragðsáætlun fyrir ferðaþjónustu Það er því lífsnauðsynlegt fyrir atvinnugreinina að virkjuð verði sérstök viðbragðsáætlun til þess að lágmarka þann skaða sem er í uppsiglingu. Hún þarf að hafa það að megininnihaldi að leita allra leiða til að fá þau flugfélög sem þegar eru að fljúga til og frá Íslandi til að auka við flugframboð frá þeim flugvöllum erlendis, þar sem ljóst má vera að eftirspurnin er fyrir hendi. Takist það þyrfti að fara í sértækt markaðsátak á þeim svæðum sem við höfum skilgreint sem lykilmarkaði í þeim tilgangi að örva eftirspurn, bæði nú fyrir sumarið og ekki síður fyrir veturinn 2019-2020. Nú þarf að blása til sóknar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld hafa áður sýnt hvað í þeim býr þegar áföll hafa dunið yfir og nú er einmitt tíminn til að snúa bökum saman og lágmarka skaðann. Það er þegar upp er staðið, öllum í hag.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að íslenskt samfélag hafi farið á hliðina fimmtudagsmorguninn 28. mars, þegar ljóst varð að flugfélagið WOW air væri komið í þrot. Samstundis voru viðbragðsáætlanir stjórnvalda virkjaðar, en megininnihald þeirra er að koma þeim farþegum flugfélagsins til bjargar, sem áttu bókað flug með félaginu annað hvort heim til sín frá Íslandi eða til landsins. Sömuleiðis er fylgst grannt með umfjöllun erlendra fjölmiðla um málið, þar sem ljóst er að neikvæð umfjöllun í tengslum við gjaldþrot WOW air og afleiðingar þess fyrir neytendur, þessa fyrstu daga, geta verið skaðleg fyrir áfangastaðinn til lengri tíma. Það er mikilvægt fyrir orðspor landsins að bregðast hratt og vel við og tryggja sanngjarna lausn fyrir þá ferðamenn, viðskiptavini WOW air, sem lent hafa í vandræðum. Við gerum ráð fyrir að hægt verði að leysa hratt og vel úr málum þessara ferðamanna á næstu dögum.Áhrifin ótvíræð Eftir standa áhrif falls WOW air á íslenskt samfélag og á fyrirtæki í ferðaþjónustu, en atvinnugreinin hefur verið burðarstoð atvinnulífs hér á landi síðustu ár. WOW air flutti undanfarin ár hundruð þúsunda ferðamanna til Íslands. Ljóst er að margir erlendir endursöluaðilar og ferðamenn sitja nú einhvers staðar í Evrópu og Ameríku með flugmiða til Íslands, sem ekki verður hægt að nota. Þetta eru gestir, sem eru búnir að taka ákvörðun um að heimsækja Ísland – ferðamenn sem koma hingað á eigin vegum og stórir hópar ferðamanna í skipulögðum ferðum, sem slæmt er að missa af. Áhrifin eru því ótvíræð.Versnandi rekstrarskilyrði Rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja hafa snarversnað undanfarin ár, ekki síst vegna hækkandi launakostnaðar og sterks gengis íslensku krónunnar sem hefur dregið verulega úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Þetta eru þættir sem nú þegar hafa þrýst verðlagi í erlendri mynt upp úr öllu valdi. Ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðum og gerðum standa þessi misserin í ströngu, allflest standa þau í hagræðingaraðgerðum, uppsögnum á starfsfólki og samþjöppun af ýmsu tagi. Gjaldþrot WOW air með tilheyrandi óvissu um framboð flugsæta til Íslands, eykur vandann og er grafalvarlegt mál fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi og fyrir þjóðarbúið í heild. Þessu til viðbótar er ferðaþjónustan með erfiða kjaradeilu í fanginu, þar sem handvalin fyrirtæki eru eina skotmark verkalýðshreyfingarinnar. Við þetta tækifæri vil ég beina því til verkalýðshreyfingarinnar að áframhaldandi verkföll í ferðaþjónustu eru á þessum tímapunkti algjörlega fráleit og má í raun líkja við spark í liggjandi mann.Tapaðar gjaldeyristekjur Þrátt fyrir að önnur flugfélög nái að auka framboð af flugsætum til áfangastaðarins, til að bæta úr fækkun flugsæta vegna brotthvarfs WOW air, þá er ekki ósennilegt að erlendum ferðamönnum hér á landi muni fækka um rúmlega 300 þúsund milli ára. Þetta mun valda því að tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, í verslun og annarri þjónustu og óbeinum sköttum gætu lækkað sem nemur um 80 milljörðum króna. Hér á landi starfa um 20-25 þúsund manns í ferðaþjónustu, en vöxtur í greininni hefur sannarlega runnið til launþega í landinu. Full ástæða er til að minna á að atvinnuleysi á árunum eftir hrun hvarf með vexti atvinnugreinarinnar og lífskjör hafa sjaldan verið betri. Nú er ekki rétti tíminn til óraunhæfra launahækkana sem munu eingöngu leiða til fleiri uppsagna en eru nú þegar í kortunum.Áhyggjur ferðaþjónustunnar Framundan er háannatími í ferðaþjónustu og áhyggjur þeirra sem starfa í ferðaþjónustu eru töluverðar. Á þeim tíma afla flest ef ekki öll ferðaþjónustufyrirtæki um allt land þeirra tekna sem eru grundvöllur rekstrar allt árið um kring. Verði sá framboðsskortur sem nú er að raungerast varanlegur og viðvarandi á næstu mánuðum, þá mun það verða mikið högg og fyrir sum fyrirtæki jafnvel banvænt högg.Viðbragðsáætlun fyrir ferðaþjónustu Það er því lífsnauðsynlegt fyrir atvinnugreinina að virkjuð verði sérstök viðbragðsáætlun til þess að lágmarka þann skaða sem er í uppsiglingu. Hún þarf að hafa það að megininnihaldi að leita allra leiða til að fá þau flugfélög sem þegar eru að fljúga til og frá Íslandi til að auka við flugframboð frá þeim flugvöllum erlendis, þar sem ljóst má vera að eftirspurnin er fyrir hendi. Takist það þyrfti að fara í sértækt markaðsátak á þeim svæðum sem við höfum skilgreint sem lykilmarkaði í þeim tilgangi að örva eftirspurn, bæði nú fyrir sumarið og ekki síður fyrir veturinn 2019-2020. Nú þarf að blása til sóknar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld hafa áður sýnt hvað í þeim býr þegar áföll hafa dunið yfir og nú er einmitt tíminn til að snúa bökum saman og lágmarka skaðann. Það er þegar upp er staðið, öllum í hag.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun