Hrossakaup í menntamálum Guðríður Arnardóttir skrifar 1. mars 2019 11:08 Nú liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda nýtt frumvarp til laga um menntun kennara. Þar er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi vegna kennslu í leik- grunn- og framhaldsskólum. Þetta á meðal annars að auka sveigjanleika til kennslu á milli skólastiga og draga úr kennaraskorti. Framhaldsskólakennarar styðja ekki þessar breytingar og telja mikla afturför frá núgildandi lögum. Verulega er dregið úr kröfu um sérhæfingu í faggreinum sem er grundvallarforsenda faglegs skólastarfs í framhaldsskólum. Hafa verður í huga að menntun framhaldsskólakennara er ólík menntun leik- og grunnskólakennara. Í flestum tilfellum ákveða framhaldsskólakennarar að leggja fyrir sig kennslu á síðari stigum náms síns, jafnvel eftir að grunngráðu eða meistaragráðu í tilteknu fagi er lokið. Framhaldsskólakennari með meistaragráðu í tiltekinni grein þarf þannig að bæta við sig 60 einingum í uppeldis- og kennslufræði til að fá leyfisbréf sem framhaldsskólakennari. Inntak námsins er aðallega sérhæfing í kennslugrein og minni áhersla á kennslufræði. Eðlilega er ekki samanburðarhæft hvort um er að ræða kennslu 18 ára nemenda eða 8 ára. Verði nýtt frumvarp um menntun kennara að lögum er veruleg hætta á að það halli á sérgreinakennslu í framhaldsskólum. Vegna kennslu fyrsta þreps áfanga í framhaldsskólum þarf þannig einungis 90 einingar í kennslugrein í stað 180 eininga áður. Það eru allir sammála um að skilin á milli skólastiga eru ekki klippt og skorin. Sveiganleiki til að kenna á aðliggjandi skólastigum er nauðsynlegur enda gera núgildandi lög ráð fyrir slíku. Í 21. grein núgildandi laga um menntun kennara er t.d. fjallað um að framhaldsskólakennarar hafi full réttindi til að kenna sína sérgrein í efstu bekkjum grunnskólans. Grunnskólakennarar að sama skapi geta kennt grunnáfanga framhaldsskóla að því gefnu að þeir hafi að lágmarki 120 einingar í sérhæfðri kennslugrein. Í þeim tilfellum þarf ekki að sækja um leyfi til undanþágunefndar eins og reyndar Umboðsmaður Alþingis hefur þegar staðfest með áliti sínu. Þeir eiga því rétt á ótímabundinni ráðningu og ekkert lagalegt því til fyrirstöðu að launasetja þá með sama hætti og aðra kennara með leyfisbréf á viðkomandi skólastigi. Það er því engin ástæða til að breyta núgildandi lögum undir yfirskini sveigjanleika og starfsöryggis kennara. Þótt hrossum sé smalað í rétt og opnað milli hólfa fjölgar þeim ekki. Ef við ætlum að draga úr kennaraskorti verður einfaldlega að bæta starfsumhverfi kennara og gera laun þeirra samkeppnishæf. Flóknara er það nú ekki og mun eitt leyfisbréf á hópinn engu breyta þar um.Guðríður ArnardóttirHöfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda nýtt frumvarp til laga um menntun kennara. Þar er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi vegna kennslu í leik- grunn- og framhaldsskólum. Þetta á meðal annars að auka sveigjanleika til kennslu á milli skólastiga og draga úr kennaraskorti. Framhaldsskólakennarar styðja ekki þessar breytingar og telja mikla afturför frá núgildandi lögum. Verulega er dregið úr kröfu um sérhæfingu í faggreinum sem er grundvallarforsenda faglegs skólastarfs í framhaldsskólum. Hafa verður í huga að menntun framhaldsskólakennara er ólík menntun leik- og grunnskólakennara. Í flestum tilfellum ákveða framhaldsskólakennarar að leggja fyrir sig kennslu á síðari stigum náms síns, jafnvel eftir að grunngráðu eða meistaragráðu í tilteknu fagi er lokið. Framhaldsskólakennari með meistaragráðu í tiltekinni grein þarf þannig að bæta við sig 60 einingum í uppeldis- og kennslufræði til að fá leyfisbréf sem framhaldsskólakennari. Inntak námsins er aðallega sérhæfing í kennslugrein og minni áhersla á kennslufræði. Eðlilega er ekki samanburðarhæft hvort um er að ræða kennslu 18 ára nemenda eða 8 ára. Verði nýtt frumvarp um menntun kennara að lögum er veruleg hætta á að það halli á sérgreinakennslu í framhaldsskólum. Vegna kennslu fyrsta þreps áfanga í framhaldsskólum þarf þannig einungis 90 einingar í kennslugrein í stað 180 eininga áður. Það eru allir sammála um að skilin á milli skólastiga eru ekki klippt og skorin. Sveiganleiki til að kenna á aðliggjandi skólastigum er nauðsynlegur enda gera núgildandi lög ráð fyrir slíku. Í 21. grein núgildandi laga um menntun kennara er t.d. fjallað um að framhaldsskólakennarar hafi full réttindi til að kenna sína sérgrein í efstu bekkjum grunnskólans. Grunnskólakennarar að sama skapi geta kennt grunnáfanga framhaldsskóla að því gefnu að þeir hafi að lágmarki 120 einingar í sérhæfðri kennslugrein. Í þeim tilfellum þarf ekki að sækja um leyfi til undanþágunefndar eins og reyndar Umboðsmaður Alþingis hefur þegar staðfest með áliti sínu. Þeir eiga því rétt á ótímabundinni ráðningu og ekkert lagalegt því til fyrirstöðu að launasetja þá með sama hætti og aðra kennara með leyfisbréf á viðkomandi skólastigi. Það er því engin ástæða til að breyta núgildandi lögum undir yfirskini sveigjanleika og starfsöryggis kennara. Þótt hrossum sé smalað í rétt og opnað milli hólfa fjölgar þeim ekki. Ef við ætlum að draga úr kennaraskorti verður einfaldlega að bæta starfsumhverfi kennara og gera laun þeirra samkeppnishæf. Flóknara er það nú ekki og mun eitt leyfisbréf á hópinn engu breyta þar um.Guðríður ArnardóttirHöfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun