Flækjast fyrir Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. mars 2019 08:00 Dregið hefur úr trausti til Alþingis og borgarstjórnar, samkvæmt könnun Gallup. En dómskerfinu, lögreglunni og ríkissaksóknara vex ásmegin í vitund þjóðarinnar. Gallup spurði eins og endranær um traust á stofnunum. Nokkrar breytingar eru frá í fyrra. Traust til Alþingis mælist mun minna og sama á við um borgarstjórn Reykjavíkur. Raunar skipast þessar tvær stærstu stofnanir kjörinna fulltrúa í landinu í neðstu sætin. Traust til dómskerfisins mælist meira og ríkissaksóknari og lögregla vaxa í áliti hjá þjóðinni. Landhelgisgæslan ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir aðrar stofnanir, en um níu af tíu Íslendingum treysta henni, svipað hlutfall og síðustu ár. Forsetinn kemur fast á hæla henni, en rúmlega 83 prósent bera traust til embættis Guðna Th. Traust til Alþingis mælist um 18 prósent. Í fyrra báru um þrír af hverjum tíu traust til þess, hlutfallið næstum helmingast. Hlýtur að vera áfall fyrir þingheim. Borgarstjórn fær líka á baukinn. Traustið skreppur saman um þriðjung, heil 8 prósentustig, eða úr 24 af hundraði í tæplega 16. Óvinsælt bankakerfi hefur lengi verið í neðsta sæti en skipar nú þriðja sætið á skammarlistanum, á eftir ráðhúsinu og Alþingi. Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar. Hvað veldur? Margt kemur til. Dvínandi álit á stjórnmálafólki í vestrænum lýðræðisríkjum – önnur Norðurlönd eru undantekning frá þeirri reglu. Íslenskir stjórnmálamenn liggja einkar vel við höggi af mörgum sökum. Klaustursmálið, sagan endalausa, sem enginn ætlar að læra af. Þingmaðurinn sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað, en félagarnir slá um hann skjaldborg. Kjararáð, og margföld launahækkun til stjórnmálamanna og toppanna í opinbera geiranum er á ábyrgð stjórnmálamannanna, sem þannig skapa jarðveg fyrir róttækni í verkalýðsbaráttunni og munnsöfnuð sem minnir á gamla tíma. Það þarf tvo til. Við bætist óráðsían í borgarstjórn. Þetta snýst um tilfinningar fólks. Fólki ofbýður hegðun sumra kjörinna fulltrúa, sem þverskallast endalaust við og eru tregir til að kannast við yfirsjónir sínar. Enginn segir af sér. Kraumandi reiðin finnur sér farveg á samfélagsmiðlum og magnast fyrir vikið. Ekki er hægt að reka kjörna fulltrúa úr starfi nema í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa að fara í naflaskoðun. Þeir þurfa að líta til nálægra landa, þar sem kollegar draga sig í hlé þegar þeir verða of umdeildir fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Þeir finna á eigin skinni, að það þjóni málstað þeirra best að hverfa á braut í von um að landið rísi. Þeir vita, að þeir sjálfir eru tilefnið – þeirra gjörðir. Þeir flækjast fyrir. Þeir vita líka að með raunsæi má endurvinna traust. Þeir geta svo sannarlega átt afturkvæmt eins og dæmin sanna. Í nálægum löndum þykir stórmannlegt að kannast við yfirsjónir sínar. Hér þekkist vart að fólk dragi sig í hlé. Þar til íslenskir stjórnmálamenn taka upp þann sið af sjálfsdáðum, má búast við að Alþingi og borgarstjórn sitji sem fastast í skammarsætunum, hvað varðar traust fólksins í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Dregið hefur úr trausti til Alþingis og borgarstjórnar, samkvæmt könnun Gallup. En dómskerfinu, lögreglunni og ríkissaksóknara vex ásmegin í vitund þjóðarinnar. Gallup spurði eins og endranær um traust á stofnunum. Nokkrar breytingar eru frá í fyrra. Traust til Alþingis mælist mun minna og sama á við um borgarstjórn Reykjavíkur. Raunar skipast þessar tvær stærstu stofnanir kjörinna fulltrúa í landinu í neðstu sætin. Traust til dómskerfisins mælist meira og ríkissaksóknari og lögregla vaxa í áliti hjá þjóðinni. Landhelgisgæslan ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir aðrar stofnanir, en um níu af tíu Íslendingum treysta henni, svipað hlutfall og síðustu ár. Forsetinn kemur fast á hæla henni, en rúmlega 83 prósent bera traust til embættis Guðna Th. Traust til Alþingis mælist um 18 prósent. Í fyrra báru um þrír af hverjum tíu traust til þess, hlutfallið næstum helmingast. Hlýtur að vera áfall fyrir þingheim. Borgarstjórn fær líka á baukinn. Traustið skreppur saman um þriðjung, heil 8 prósentustig, eða úr 24 af hundraði í tæplega 16. Óvinsælt bankakerfi hefur lengi verið í neðsta sæti en skipar nú þriðja sætið á skammarlistanum, á eftir ráðhúsinu og Alþingi. Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar. Hvað veldur? Margt kemur til. Dvínandi álit á stjórnmálafólki í vestrænum lýðræðisríkjum – önnur Norðurlönd eru undantekning frá þeirri reglu. Íslenskir stjórnmálamenn liggja einkar vel við höggi af mörgum sökum. Klaustursmálið, sagan endalausa, sem enginn ætlar að læra af. Þingmaðurinn sem ekur hring eftir hring á okkar kostnað, en félagarnir slá um hann skjaldborg. Kjararáð, og margföld launahækkun til stjórnmálamanna og toppanna í opinbera geiranum er á ábyrgð stjórnmálamannanna, sem þannig skapa jarðveg fyrir róttækni í verkalýðsbaráttunni og munnsöfnuð sem minnir á gamla tíma. Það þarf tvo til. Við bætist óráðsían í borgarstjórn. Þetta snýst um tilfinningar fólks. Fólki ofbýður hegðun sumra kjörinna fulltrúa, sem þverskallast endalaust við og eru tregir til að kannast við yfirsjónir sínar. Enginn segir af sér. Kraumandi reiðin finnur sér farveg á samfélagsmiðlum og magnast fyrir vikið. Ekki er hægt að reka kjörna fulltrúa úr starfi nema í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa að fara í naflaskoðun. Þeir þurfa að líta til nálægra landa, þar sem kollegar draga sig í hlé þegar þeir verða of umdeildir fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Þeir finna á eigin skinni, að það þjóni málstað þeirra best að hverfa á braut í von um að landið rísi. Þeir vita, að þeir sjálfir eru tilefnið – þeirra gjörðir. Þeir flækjast fyrir. Þeir vita líka að með raunsæi má endurvinna traust. Þeir geta svo sannarlega átt afturkvæmt eins og dæmin sanna. Í nálægum löndum þykir stórmannlegt að kannast við yfirsjónir sínar. Hér þekkist vart að fólk dragi sig í hlé. Þar til íslenskir stjórnmálamenn taka upp þann sið af sjálfsdáðum, má búast við að Alþingi og borgarstjórn sitji sem fastast í skammarsætunum, hvað varðar traust fólksins í landinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun