Real Madrid búið að tala við Jose Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2019 12:00 Jose Mourinho. Getty/Jasper Juinen Jose Mourinho er efstur á óskalista Real Madrid sem næsti knattspyrnustjóri liðsins ef marka má orð fyrrum forseti spænska félagsins. Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að félagið sé þegar búið að hafa samband við Jose Mourinho. Framtíð Santiago Solari sem knattspyrnustjóra Real Madrid er ráðin eftir tvö töp í röð á móti Barcelona og neyðarlegt tap á móti Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Á einni viku spilaði Real Madrid sig út úr þremur keppnum og liðið hefur nánast að engu að keppa síðustu þrjá mánuði tímabilsins. Jose Mourinho stýrði Real Madrid liðinu frá 2010 til 2013 en fór þaðan til Chelsea. Mourinho er enn atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United í desember."I have no doubt Mourinho is the first option for the president. He's been called in the last weeks" — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 6, 2019Mourinho gæti nú snúið aftur til Real Madrid eins og hann snéri aftur til Chelsea. Það liðu sex ár á milli stjóratíða hans hjá Chelsea en nú eru einmitt liðin sex ár síðan hann var síðast hjá Real Madrid. „Ég er ekki neinum vafa um að hann sé fyrsti kostur hjá félaginu. Þeir hringdu í hann í síðustu viku. Mourinho var enn stjóri Manchester United þegar Zinedine Zidane fór síðasta vor og þá var ekki rétti tíminn fyrir hann að snúa aftur. Sá tími er kannski kominn núna þar sem hann er laus allra mála,“ sagði Ramon Calderon við Sky Sports. Ramon Calderon var spurður út í aðra mögulega stjóra. „Kannski Mauricio Pochettino. Þeir eru að tala um hann. Það verða örugglega margir orðaðir við félagið á næstu dögum því stuðningsmenn Real Madrid sætta sig ekki við þetta,“ sagði Calderon. Eitthvað þarf að gerast á Santiago Bernabéu.José Mourinho has no problem returning to Real Madrid! "They are the Iconic club" #beINPL#beINMourinho Watch the full discussion here https://t.co/ofDTKjktEK — beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 4, 2019„Við erum búnir að fá þrjá eða fjóra mánuði af væli, harmakveini og eftirsjá vegna þess hvernig menn undirbjuggu tímabilið,“ sagði Calderon. Eftir þetta hörmungartímabil þá þarf Florentino Perez, forseti Real Madrid, vissulega að finna alvöru mann til að lægja öldurnar meðal óánægðra stuðningsmanna félagsins. Stuðningsmenn Real Madrid voru að kyrja nafn Jose Mourinho í gær og hann yrði því örugglega vinsæl ráðning. „Það eru miklar líkur á því að Jose Mourinho verði á Real Madrid bekknum á næsta tímabili,“ sagði Calderon. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Sjá meira
Jose Mourinho er efstur á óskalista Real Madrid sem næsti knattspyrnustjóri liðsins ef marka má orð fyrrum forseti spænska félagsins. Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að félagið sé þegar búið að hafa samband við Jose Mourinho. Framtíð Santiago Solari sem knattspyrnustjóra Real Madrid er ráðin eftir tvö töp í röð á móti Barcelona og neyðarlegt tap á móti Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Á einni viku spilaði Real Madrid sig út úr þremur keppnum og liðið hefur nánast að engu að keppa síðustu þrjá mánuði tímabilsins. Jose Mourinho stýrði Real Madrid liðinu frá 2010 til 2013 en fór þaðan til Chelsea. Mourinho er enn atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United í desember."I have no doubt Mourinho is the first option for the president. He's been called in the last weeks" — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 6, 2019Mourinho gæti nú snúið aftur til Real Madrid eins og hann snéri aftur til Chelsea. Það liðu sex ár á milli stjóratíða hans hjá Chelsea en nú eru einmitt liðin sex ár síðan hann var síðast hjá Real Madrid. „Ég er ekki neinum vafa um að hann sé fyrsti kostur hjá félaginu. Þeir hringdu í hann í síðustu viku. Mourinho var enn stjóri Manchester United þegar Zinedine Zidane fór síðasta vor og þá var ekki rétti tíminn fyrir hann að snúa aftur. Sá tími er kannski kominn núna þar sem hann er laus allra mála,“ sagði Ramon Calderon við Sky Sports. Ramon Calderon var spurður út í aðra mögulega stjóra. „Kannski Mauricio Pochettino. Þeir eru að tala um hann. Það verða örugglega margir orðaðir við félagið á næstu dögum því stuðningsmenn Real Madrid sætta sig ekki við þetta,“ sagði Calderon. Eitthvað þarf að gerast á Santiago Bernabéu.José Mourinho has no problem returning to Real Madrid! "They are the Iconic club" #beINPL#beINMourinho Watch the full discussion here https://t.co/ofDTKjktEK — beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 4, 2019„Við erum búnir að fá þrjá eða fjóra mánuði af væli, harmakveini og eftirsjá vegna þess hvernig menn undirbjuggu tímabilið,“ sagði Calderon. Eftir þetta hörmungartímabil þá þarf Florentino Perez, forseti Real Madrid, vissulega að finna alvöru mann til að lægja öldurnar meðal óánægðra stuðningsmanna félagsins. Stuðningsmenn Real Madrid voru að kyrja nafn Jose Mourinho í gær og hann yrði því örugglega vinsæl ráðning. „Það eru miklar líkur á því að Jose Mourinho verði á Real Madrid bekknum á næsta tímabili,“ sagði Calderon.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Sjá meira