Helgur staður? Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis fyrir aftan Landsímahúsið stendur Víkurgarður, einn elsti almenningsgarður í Reykjavík, sem í daglegu tali kallast Fógetagarðurinn. Garðurinn stendur þar sem hin forna Reykjavíkurkirkja stóð allt frá árinu 1200. Síðasta kirkjan þar var rifin 1789 en kirkjugarðurinn var enn í notkun til 1839, þegar hann var afhelgaður. Garðurinn hefur undanfarin örfá ár verið helst nýttur sem lifandi torg þar sem hægt er að fara á kaffihús og á bar, matarvagnar hafa þar starfað og matarmarkaðir settir upp á tyllidögum. Þessi skemmtilega þróun er þó tiltölulega nýleg. Meðal annars hefur svæðið áður verið nýtt undir einkabílastæði Landsbankastjóra á malbikuðu plani og fleira miður skemmtilegt. Í húsinu við hliðina á Víkurgarði á að rísa hótel, auk þess sem NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd. Fyrirhuguð er uppbygging veitingastaða, íbúða og menningartengdrar starfsemi á reitnum, sem nefnist Landsímareiturinn. Eflaust þykir mörgum nóg um hóteluppbyggingu í borginni. Hægt er að færa ágætis rök fyrir því. Þau sjónarmið eru líka góð og gild, að huga þurfi vel að minjum í borginni. Um þetta hefur verið deilt í kringum byggingu hótelsins. Þar hefur farið fremst í flokki félagsskapur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Þeir hafa sagt að með uppbyggingu á reitnum verði grafarró 600 manns raskað, en af byggingarlóðinni sjálfri hafa þó allar minjar verið fjarlægðar með samþykki Minjastofnunar. Ekki er að sjá að Víkurgarðsmenn hafi látið garðinn sjálfan sig nokkru varða undanfarna áratugi, þegar honum var meira og minna öllum raskað með greftri um hann þveran og endilangan í framkvæmdum á seinni hluta síðustu aldar og upphafi þeirrar sem nú líður. Nú liggur ljóst fyrir að lóðarhafar á Landsímareitnum hafa komið til móts við sjónarmið Minjastofnunar Íslands um vernd menningarminja í Víkurgarði sem voru sett fram í friðlýsingartillögu sem stofnunin hafði beint til Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra. Rökstuðningur fyrir tillögu Minjastofnunar stóð og féll með staðsetningu inngangs, sem átti að vera gegnt Víkurgarði en liggur nú fyrir að verði færður út fyrir mörk garðsins samkvæmt tillögu lóðarhafa. Var tillagan því dregin til baka og ráðherranum þar með forðað frá því að taka erfiða ákvörðun, hvernig sem hún hefði orðið, á elleftu stundu. Ætla mætti að þessi niðurstaða yrði til þess að Varðmenn Víkurgarðs gætu vel við unað þar sem niðurstaðan tryggir að umferð gangandi inn á jarðhæð nýbyggingarinnar, sem hýsa á veitinga- og kaffihús í opnu rými, verður ekki um Víkurgarð. Svo virðist hins vegar ekki vera, þar sem harðlínumenn úr þeim hópi hafa þegar lýst yfir andstöðu og frekari mótmælum. Þessi afstaða vekur upp spurningar um hvort blaðaskrif og mótmælaaðgerðir undanfarinna mánaða hafi í raun snúist um eitthvað allt annað en Víkurgarð og vernd hans. Má vera að málið snúist frekar um íhaldssemi og fortíðarþrá en áhuga á því að vernda menningarminjar? Hinna látnu á að minnast, en þeir mega ekki trompa lífið í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Ólöf Skaftadóttir Skipulag Víkurgarður Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis fyrir aftan Landsímahúsið stendur Víkurgarður, einn elsti almenningsgarður í Reykjavík, sem í daglegu tali kallast Fógetagarðurinn. Garðurinn stendur þar sem hin forna Reykjavíkurkirkja stóð allt frá árinu 1200. Síðasta kirkjan þar var rifin 1789 en kirkjugarðurinn var enn í notkun til 1839, þegar hann var afhelgaður. Garðurinn hefur undanfarin örfá ár verið helst nýttur sem lifandi torg þar sem hægt er að fara á kaffihús og á bar, matarvagnar hafa þar starfað og matarmarkaðir settir upp á tyllidögum. Þessi skemmtilega þróun er þó tiltölulega nýleg. Meðal annars hefur svæðið áður verið nýtt undir einkabílastæði Landsbankastjóra á malbikuðu plani og fleira miður skemmtilegt. Í húsinu við hliðina á Víkurgarði á að rísa hótel, auk þess sem NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd. Fyrirhuguð er uppbygging veitingastaða, íbúða og menningartengdrar starfsemi á reitnum, sem nefnist Landsímareiturinn. Eflaust þykir mörgum nóg um hóteluppbyggingu í borginni. Hægt er að færa ágætis rök fyrir því. Þau sjónarmið eru líka góð og gild, að huga þurfi vel að minjum í borginni. Um þetta hefur verið deilt í kringum byggingu hótelsins. Þar hefur farið fremst í flokki félagsskapur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Þeir hafa sagt að með uppbyggingu á reitnum verði grafarró 600 manns raskað, en af byggingarlóðinni sjálfri hafa þó allar minjar verið fjarlægðar með samþykki Minjastofnunar. Ekki er að sjá að Víkurgarðsmenn hafi látið garðinn sjálfan sig nokkru varða undanfarna áratugi, þegar honum var meira og minna öllum raskað með greftri um hann þveran og endilangan í framkvæmdum á seinni hluta síðustu aldar og upphafi þeirrar sem nú líður. Nú liggur ljóst fyrir að lóðarhafar á Landsímareitnum hafa komið til móts við sjónarmið Minjastofnunar Íslands um vernd menningarminja í Víkurgarði sem voru sett fram í friðlýsingartillögu sem stofnunin hafði beint til Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra. Rökstuðningur fyrir tillögu Minjastofnunar stóð og féll með staðsetningu inngangs, sem átti að vera gegnt Víkurgarði en liggur nú fyrir að verði færður út fyrir mörk garðsins samkvæmt tillögu lóðarhafa. Var tillagan því dregin til baka og ráðherranum þar með forðað frá því að taka erfiða ákvörðun, hvernig sem hún hefði orðið, á elleftu stundu. Ætla mætti að þessi niðurstaða yrði til þess að Varðmenn Víkurgarðs gætu vel við unað þar sem niðurstaðan tryggir að umferð gangandi inn á jarðhæð nýbyggingarinnar, sem hýsa á veitinga- og kaffihús í opnu rými, verður ekki um Víkurgarð. Svo virðist hins vegar ekki vera, þar sem harðlínumenn úr þeim hópi hafa þegar lýst yfir andstöðu og frekari mótmælum. Þessi afstaða vekur upp spurningar um hvort blaðaskrif og mótmælaaðgerðir undanfarinna mánaða hafi í raun snúist um eitthvað allt annað en Víkurgarð og vernd hans. Má vera að málið snúist frekar um íhaldssemi og fortíðarþrá en áhuga á því að vernda menningarminjar? Hinna látnu á að minnast, en þeir mega ekki trompa lífið í borginni.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar