Körfubolti

Jón Axel valinn besti leikmaður vikunnar í Atlantic 10

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. Mynd/twitter/@A10MBB
Íslenski körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson kórónaði eftirminnilega viku hjá sér með því að vera kosinn besti leikmaður vikunnar í Atlantic 10 deildinni.

Jón Axel var með 23,0 stig, 9,0 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í vikunni en hápunkturinn var þegar hann náði fyrstu þrennunni hjá Davidson háskólaliðinu í 46 ár eða síðan árið 1973.





Jón Axel var með 20 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar í sigri Davidson á Rhode Island.

Jón Axel náði líka tveimur tímamótum í vikunni þegar hann tók sitt 500. frákast og gaf sína 400. stoðsendingu.

Í skólanum sem Steph Curry spilaði áður en hann fór í NBA-deildina þá varð Jón Axel fyrstur í sögu Davidson-skólans til að ná því skora að minnsta kosti 1000 stig, taka að lágmarki 500 fráköst og gefa meira en 400 stoðsendingar.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×