Nú verður þetta fyrst vandræðalegt: Dirk útilokar ekki að spila eitt ár í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 12:30 Dirk Nowitzki og Dwyane Wade fengu báðir að spila í Stjörnuleik NBA 2019 þrátt fyrir að hafa ekki verið valdir þangað samkvæmt hefðbundnum leiðum. Getty/Streeter Lecka Dirk Nowitzki hefur fengið ótal hjartnæmar kveðjur og oft verið sýndur mikill virðingarvottur á leikjum sínum í NBA-deildinni í vetur. Það héldu allir að þetta yrði hans síðasta tímabil en það gæti breyst. Dirk Nowitzki hefur aldrei gefið það út sjálfur að körfuboltaskórnir færu upp á hillu í lok tímabilsins sem er hans 21. í NBA-deildinni. Kveðjustundin verður því kannski bara vorið 2020 en ekki vorið 2019.Starting again, Dirk still pondering one more year: Mavericks star Dirk Nowitzki has never said this would be his final season, despite receiving farewell tours around the NBA, and he said Wednesday night he'd still love to play next season if he feels… https://t.co/Xx26diCQkapic.twitter.com/IcIz0gDQbM — Daily NBA Fantasy (@DailyNBAFantasy) February 28, 2019 Ökklaaðgerðin síðasta vor kom vel út. Dirk missti af byrjun tímabilsins en hann er allur að braggast. Það hlýtur síðan að spila stóra rullu í öllu saman að Dallas Mavericks ætlar að bjóða upp á spennandi tíveyki á næstu leiktíð með þeim Luka Doncic og Kristaps Porzingis. „Ég myndi elska það að geta verið með þessum ungu strákum eitt ár í viðbót en það fer alveg eftir hvernig líkaminn verður,“ sagði Dirk Nowitzki eftir leikinn í nótt þar sem hann var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar á 22 mínútum í 110-101 sigri á Indiana Pacers. „Það hafa verið smá vandamál. Hnéð bólgnaði aðeins upp á síðustu vikum en mér líður núna betur og er að verða sterkari,“ sagði Dirk. Í leiknum á undan þá tók Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, leikhlé 9,4 sekúndum fyrir leikslok svo að Dirk Nowitzki gæti fengið heiðursskiptingu. Doc gekk svo langt að hann náði í hljóðnema vallarþularins og bað áhorfendum um að hylla Þjóðverjann.@DocRivers calls timeout so the crowd can show @swish41 love! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/VYK5bC3o6P — NBA (@NBA) February 26, 2019Það eru svona dramatískar kveðjur að undanförnu sem gætu litið svolítið vandræðalega út fari svo að Dirk Nowitzki spili sitt 22. tímabil í NBA-deildinni. Slóvenski nýliðinn Luka Doncic hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili og þá fékk liðið á dögunum Lettann Kristaps Porzingis í skiptum frá New York Knicks. Kristaps Porzingis er að stíga upp úr hnémeiðslum og er ekki byrjaður að spila með Dallas en það efast enginn um að þar er frábær leikmaður á ferðinni. Porzingis er enn ungur (23 ára) og þess 221 sentímetra framherji ætti að geta myndað mjög spennandi tvíeyki með hinum 201 sentímetra Luka Doncic í framtíðinni. Dallas Mavericks hefur verið liðið hans Dirk Nowitzki undanfarna áratugi en er að verða liðið þeirra Doncic og Porzingis.Tonight will be @swish41 1500th career game...making him the 4th in NBA history! Congrats Dirk! #DirkNowitzkipic.twitter.com/XbHPq46Nfe — Dallas Mavericks (@dallasmavs) February 26, 2019 NBA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Dirk Nowitzki hefur fengið ótal hjartnæmar kveðjur og oft verið sýndur mikill virðingarvottur á leikjum sínum í NBA-deildinni í vetur. Það héldu allir að þetta yrði hans síðasta tímabil en það gæti breyst. Dirk Nowitzki hefur aldrei gefið það út sjálfur að körfuboltaskórnir færu upp á hillu í lok tímabilsins sem er hans 21. í NBA-deildinni. Kveðjustundin verður því kannski bara vorið 2020 en ekki vorið 2019.Starting again, Dirk still pondering one more year: Mavericks star Dirk Nowitzki has never said this would be his final season, despite receiving farewell tours around the NBA, and he said Wednesday night he'd still love to play next season if he feels… https://t.co/Xx26diCQkapic.twitter.com/IcIz0gDQbM — Daily NBA Fantasy (@DailyNBAFantasy) February 28, 2019 Ökklaaðgerðin síðasta vor kom vel út. Dirk missti af byrjun tímabilsins en hann er allur að braggast. Það hlýtur síðan að spila stóra rullu í öllu saman að Dallas Mavericks ætlar að bjóða upp á spennandi tíveyki á næstu leiktíð með þeim Luka Doncic og Kristaps Porzingis. „Ég myndi elska það að geta verið með þessum ungu strákum eitt ár í viðbót en það fer alveg eftir hvernig líkaminn verður,“ sagði Dirk Nowitzki eftir leikinn í nótt þar sem hann var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar á 22 mínútum í 110-101 sigri á Indiana Pacers. „Það hafa verið smá vandamál. Hnéð bólgnaði aðeins upp á síðustu vikum en mér líður núna betur og er að verða sterkari,“ sagði Dirk. Í leiknum á undan þá tók Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, leikhlé 9,4 sekúndum fyrir leikslok svo að Dirk Nowitzki gæti fengið heiðursskiptingu. Doc gekk svo langt að hann náði í hljóðnema vallarþularins og bað áhorfendum um að hylla Þjóðverjann.@DocRivers calls timeout so the crowd can show @swish41 love! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/VYK5bC3o6P — NBA (@NBA) February 26, 2019Það eru svona dramatískar kveðjur að undanförnu sem gætu litið svolítið vandræðalega út fari svo að Dirk Nowitzki spili sitt 22. tímabil í NBA-deildinni. Slóvenski nýliðinn Luka Doncic hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili og þá fékk liðið á dögunum Lettann Kristaps Porzingis í skiptum frá New York Knicks. Kristaps Porzingis er að stíga upp úr hnémeiðslum og er ekki byrjaður að spila með Dallas en það efast enginn um að þar er frábær leikmaður á ferðinni. Porzingis er enn ungur (23 ára) og þess 221 sentímetra framherji ætti að geta myndað mjög spennandi tvíeyki með hinum 201 sentímetra Luka Doncic í framtíðinni. Dallas Mavericks hefur verið liðið hans Dirk Nowitzki undanfarna áratugi en er að verða liðið þeirra Doncic og Porzingis.Tonight will be @swish41 1500th career game...making him the 4th in NBA history! Congrats Dirk! #DirkNowitzkipic.twitter.com/XbHPq46Nfe — Dallas Mavericks (@dallasmavs) February 26, 2019
NBA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira