Körfubolti

Hlynur: Langaði að hætta meðan ég var enn valinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það verður tvöföld kveðjustund í Laugardalshöll á fimmtudagskvöld. Landsliðs fyrirliðinn Hlynur Bæringsson hefur eins og Jón Arnór Stefánsson ákveðið að leika sinn síðasta landsleik.

Íslenska landsliðið leikur við Portúgal í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið en þar lýkur landsliðsferli Hlyns sem hófst með fyrsta leiknum í ársbyrjun 2000. Nú eru leikirnir orðnir 125.

„Mér fannst þetta vera komið gott og mig langaði að hætta meðan ég var enn þá valinn,“ sagði Hlynur í samtali við Júlíönu Þóru í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hlynur segir að leikurinn geng Þýskalandi 2015 sé ofarlega á blaði yfir eftirminnalega leiki.

„Það er rosa eftirminnalegt. Það var á stærra sviði en ég var vanur gegn betri leikmönnum og ég fékk að prófa það. Ég er ánægður með það og eiga myndir af manni með Dirk Nowitzki og svona.“

„Svo myndi ég líka segja þegar við fórum til Kína 2005. Það var mjög merkilegt þegar Yao Ming var upp á sitt besta. Það var mikil lífsreynsla að sjá allt í kringum það. Af leikjunum eru þetta stærstu mómentin.“

Jón Arnór Stefánsson kveður einnig íslenska landsliðið á fimmtudagskvöldið en Hlynur segir að það séu engar líkur á því að Hlynur skyggi á kveðjustund Jóns.

„Ég held að það sé enginn hætta á því að maður taki eitthvað af honum. Þetta er '82 árgangurinn að hætta,“ grínaðist Hlynur og segir framtíðina bjarta í íslenskum körfubolta:

„Við erum með góðar stoðir í liðinu og erum með leikmenn sem eru að spila á háu leveli. Tryggvi, Martin og Haukur eru að spila á mjög háu leveli og ef við náum nokkrum í viðbótum þá getum við náð mjög góðum árangri.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×