Manchester City nokkuð þægi­lega í 4-liða úr­slit

Siggeir Ævarsson skrifar
Nico O'Reilly kom inn á í hálfleik og lagði upp bæði mörk City
Nico O'Reilly kom inn á í hálfleik og lagði upp bæði mörk City Vísir/Getty

Manchester City hefur komist í úrslit ensku bikarkeppninnar tvisvar sinnum í röð og stefnir hraðbyri þangað aftur. Liðið mætti Bournemouth í 8-liða úrslitum í dag og þrátt fyrir að skora aðeins tvö mörk voru yfirburðir City algjörir í 1-2 sigri.

Evanilson kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik eftir undirbúning frá Justin Kluivert en skömmu áður hafði Erling Haaland brennt af víti fyrir City.

Noel Gallagher lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og sat bara með almúganum eins og hver annar almúgamaðurVísir/Getty

Gestirnir tóku svo öll völd á vellinum í seinni hálfleik en Bournemouth náði ekki einni einustu snertingu í vítateig City í seinni hálfleik.

Varamaðurinn Nico O'Reilly kom inn á í hálfleik og lagði upp mark fyrir Erling Haaland á 49. mínútu. Hann lagði svo upp sitt annað mark á 63. mínútu fyrir annan varamann, Omar Marmoush, og þar við sat.

Marmoush kom inn á fyrir Haaland sem meiddist á ökkla en ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu alvarleg meiðslin eru.

Manchester City er því komið í 4-liða úrslit enska bikarsins, ásamt Aston Villa, Crystal Palace og Nottingham Forest.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira