Fótbolti

Haaland yfir­gaf völlinn á hækjum og í spelku

Siggeir Ævarsson skrifar
Erling Haaland er stundum meiddur. Þessi mynd var tekin þegar hann meiddist í leik gegn Newcastle United þann 15. febrúar síðastliðinn.
Erling Haaland er stundum meiddur. Þessi mynd var tekin þegar hann meiddist í leik gegn Newcastle United þann 15. febrúar síðastliðinn. Vísir/Getty

Erling Haaland haltraði meiddur af velli í dag þegar Manchester City lagði Bournemouth í 8-liða úrslitum enska bikarsins 1-2. Haaland meiddist á ökkla og yfirgaf völlinn eftir leik á hækjum en enn er allt á huldu um alvarleika meiðslanna.

Pep Guardiola, stjóri City, var spurður út í meiðslin eftir leik en gat engin svör gefið. Haaland fer í læknisskoðun á morgun og þá munu væntanlega öll smáatriðin liggja fyrir. Stuðningsmenn City bíða frekari frétta með öndina í hálsinum en róuðust sennilega ekki mikið þegar Haaland sást yfirgefa völlinn á hækjum og rúmlega það.

Það verður að teljast líklegt að Haaland missa af einhverjum leikjum á næstunni en City á leik gegn Leicester 2. apríl og svo gegn Manchester United þann 6. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×