Pálmatré Óttar Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2019 08:30 Ég er eins og jólatré, ég er í hreppsnefndinni,“ orti hégómlegur og fremur vitgrannur hreppsnefndarmaður endur fyrir löngu. Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík kynnti stórkostlegan listgjörning í vikunni. Þau ætla að planta lifandi pálmatrjám inn í þar til gerða gróðurhúshólka og setja upp í nýju úthverfi borgarinnar. Þetta er afskaplega snjöll hugmynd enda eru pálmatré rótgróin í sögu kristni og þjóðar. Þegar Kristur reið inn í Jerúsalem stráðu aðdáendur hans pálmaviðarblöðum á götuna. Pálmi í Hagkaup gjörbreytti verslunarháttum landsmanna og flutti inn hina vinsælu Hagkaupssloppa. Í huga fólks er pálminn einkenni sigra og velgengni sbr. orðtakið að standa með pálmann í höndunum. Ekki er að efa að pálmatré í gróðurhúsahólkum munu gjörbreyta ásýnd hverfisins og Íslands. Túristum mundi fjölga enda býst enginn við þessari trjátegund á breiddargráðu landsins. Ýmis ljón eru þó í veginum. Áhugamenn um velferð trjáa segja að pálmatrjám leiðist einum síns liðs í gróðurhúsi. Þau geta drepist úr leiðindum og eintrjáleika í fyrstu vetrarhörkum. Slík meðferð er kölluð trjáníð. Aðrir segja að upphitaðir glerhólkar utan um trén verði dýrir og erfiðir í framleiðslu. En þjóðin vill fá sín pálmatré svo að kannski mætti huga að öðrum lausnum. Best væri að festa kaup á plastpálmatrjám sem hægt væri að gróðursetja í hverfinu nýja án gróðurhúsa. Sú lausn væri mun ódýrari. Hægt væri að planta heilum skógi úr plasti með tilheyrandi rólum og sólhlífum. Þarna væri hægt að stunda strandblak í svartasta skammdeginu í flóðljósum. Dagur borgarstjóri gæti þá með góðri samvisku sungið: „Ég er eins og pálmatré, ég er borgarstjórinn.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég er eins og jólatré, ég er í hreppsnefndinni,“ orti hégómlegur og fremur vitgrannur hreppsnefndarmaður endur fyrir löngu. Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík kynnti stórkostlegan listgjörning í vikunni. Þau ætla að planta lifandi pálmatrjám inn í þar til gerða gróðurhúshólka og setja upp í nýju úthverfi borgarinnar. Þetta er afskaplega snjöll hugmynd enda eru pálmatré rótgróin í sögu kristni og þjóðar. Þegar Kristur reið inn í Jerúsalem stráðu aðdáendur hans pálmaviðarblöðum á götuna. Pálmi í Hagkaup gjörbreytti verslunarháttum landsmanna og flutti inn hina vinsælu Hagkaupssloppa. Í huga fólks er pálminn einkenni sigra og velgengni sbr. orðtakið að standa með pálmann í höndunum. Ekki er að efa að pálmatré í gróðurhúsahólkum munu gjörbreyta ásýnd hverfisins og Íslands. Túristum mundi fjölga enda býst enginn við þessari trjátegund á breiddargráðu landsins. Ýmis ljón eru þó í veginum. Áhugamenn um velferð trjáa segja að pálmatrjám leiðist einum síns liðs í gróðurhúsi. Þau geta drepist úr leiðindum og eintrjáleika í fyrstu vetrarhörkum. Slík meðferð er kölluð trjáníð. Aðrir segja að upphitaðir glerhólkar utan um trén verði dýrir og erfiðir í framleiðslu. En þjóðin vill fá sín pálmatré svo að kannski mætti huga að öðrum lausnum. Best væri að festa kaup á plastpálmatrjám sem hægt væri að gróðursetja í hverfinu nýja án gróðurhúsa. Sú lausn væri mun ódýrari. Hægt væri að planta heilum skógi úr plasti með tilheyrandi rólum og sólhlífum. Þarna væri hægt að stunda strandblak í svartasta skammdeginu í flóðljósum. Dagur borgarstjóri gæti þá með góðri samvisku sungið: „Ég er eins og pálmatré, ég er borgarstjórinn.“
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun