Facebook fimmtán ára Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. febrúar 2019 09:00 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Getty/David Paul Morris Fimmtán ár eru liðin í dag frá því að Mark Zuckerberg ýtti á takkann og sleppti taumunum af Facebook. Síðan þá hefur líf þessa þáverandi Harvard-nema breyst töluvert. Býr til að mynda í höll en ekki á heimavist. Upphaflega hét samfélagsmiðillinn reyndar TheFacebook og var í byrjun einungis aðgengilegur Harvard-nemum, síðar nemum við fleiri háskóla í Bandaríkjunum og Kanada. Uppvaxtarárin voru nokkuð strembin. Cameron og Tyler Winklevoss og Divya Narendra sökuðu Zuckerberg um að stela hugmyndum sínum. Það mál var loks leitt til lykta árið 2008 þegar Zuckerberg samdi um að afhenda þeim 1,2 milljónir hluta í fyrirtækinu. En Zuckerberg hélt ótrauður áfram. Opnað var fyrir almennar skráningar í september 2006 og miðillinn óx, óx og óx. Facebook var svo skráð á markað í maí 2012 og var þá metið á 104 milljarða Bandaríkjadala. Facebook og Zuckerberg hafa hins vegar beðið töluverðan álitshnekki undanfarið ár. Upp komst í fyrra um að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica hefði notfært sér persónuleg gögn Facebook-notenda, í raun vopnavætt þau, til þess að hafa áhrif á kosningar víða um heim. Augljósasta tilfellið var forsetakosningabaráttan í Bandaríkjunum. Þá uppgötvaðist fjöldi öryggisgalla á Facebook á síðasta ári sem bætti gráu ofan á svart. Eins og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í síðustu viku fellur hin mikla gagnasöfnun Facebook ekki í kramið hjá öllum í tæknigeiranum. Tim Cook, forstjóri Apple, sakar fyrirtækið um að gera notendur sína að vörunni með því að selja upplýsingar þeirra til auglýsenda. Hann og stjórnmálamenn úr flokki Demókrata hafa talað einna hæst fyrir nýrri löggjöf um samfélagsmiðla og önnur stór internetfyrirtæki. Undir þetta tók blaðamaður The Outline í vikunni í grein sem bar þá skemmtilegu fyrirsögn „Facebook ætti ekki að vera eina fimmtán ára barnið sem fær að gera hvað sem það vill“. En þrátt fyrir allt heldur Facebook áfram að vaxa. Á síðasta ársfjórðungi notuðu 1,52 milljarðar manns Facebook á hverjum einasta degi. Það er níu prósenta aukning frá því í fyrra. Sama aukning var á meðal mánaðarlegra notenda sem voru 2,32 milljarðar. Veltan eykst samhliða. Var 16,91 milljarður sem er meira en fyrirtækið hafði gert ráð fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tímamót Tækni Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Fimmtán ár eru liðin í dag frá því að Mark Zuckerberg ýtti á takkann og sleppti taumunum af Facebook. Síðan þá hefur líf þessa þáverandi Harvard-nema breyst töluvert. Býr til að mynda í höll en ekki á heimavist. Upphaflega hét samfélagsmiðillinn reyndar TheFacebook og var í byrjun einungis aðgengilegur Harvard-nemum, síðar nemum við fleiri háskóla í Bandaríkjunum og Kanada. Uppvaxtarárin voru nokkuð strembin. Cameron og Tyler Winklevoss og Divya Narendra sökuðu Zuckerberg um að stela hugmyndum sínum. Það mál var loks leitt til lykta árið 2008 þegar Zuckerberg samdi um að afhenda þeim 1,2 milljónir hluta í fyrirtækinu. En Zuckerberg hélt ótrauður áfram. Opnað var fyrir almennar skráningar í september 2006 og miðillinn óx, óx og óx. Facebook var svo skráð á markað í maí 2012 og var þá metið á 104 milljarða Bandaríkjadala. Facebook og Zuckerberg hafa hins vegar beðið töluverðan álitshnekki undanfarið ár. Upp komst í fyrra um að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica hefði notfært sér persónuleg gögn Facebook-notenda, í raun vopnavætt þau, til þess að hafa áhrif á kosningar víða um heim. Augljósasta tilfellið var forsetakosningabaráttan í Bandaríkjunum. Þá uppgötvaðist fjöldi öryggisgalla á Facebook á síðasta ári sem bætti gráu ofan á svart. Eins og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í síðustu viku fellur hin mikla gagnasöfnun Facebook ekki í kramið hjá öllum í tæknigeiranum. Tim Cook, forstjóri Apple, sakar fyrirtækið um að gera notendur sína að vörunni með því að selja upplýsingar þeirra til auglýsenda. Hann og stjórnmálamenn úr flokki Demókrata hafa talað einna hæst fyrir nýrri löggjöf um samfélagsmiðla og önnur stór internetfyrirtæki. Undir þetta tók blaðamaður The Outline í vikunni í grein sem bar þá skemmtilegu fyrirsögn „Facebook ætti ekki að vera eina fimmtán ára barnið sem fær að gera hvað sem það vill“. En þrátt fyrir allt heldur Facebook áfram að vaxa. Á síðasta ársfjórðungi notuðu 1,52 milljarðar manns Facebook á hverjum einasta degi. Það er níu prósenta aukning frá því í fyrra. Sama aukning var á meðal mánaðarlegra notenda sem voru 2,32 milljarðar. Veltan eykst samhliða. Var 16,91 milljarður sem er meira en fyrirtækið hafði gert ráð fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tímamót Tækni Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira