Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Agnar Már Másson skrifar 23. nóvember 2025 23:35 Fimm Hezbollah-liðar eru sagðir fallnir eftir árásina. AP Fimm létust í loftárás Ísraels á líbönsku höfuðborgina Beirút í dag, þar á meðal starfsmannastjóri hernaðarvægs Hezbollah. Tveimur dögum áður hafði forseti Líbanon lýst því yfir að hann væri tilbúinn í samningsviðræður við Ísraelsmenn. Nú íhuga Hezbollah-liðar að svara árásinni. Hezbollah staðfesti andlát Haytham Ali Tabatabai starfsmannastjóra í yfirlýsingu og hampaði honum þar sem frábærum hershöfðingja, að því er katarski miðillinn Al Jazeera greinir frá. Ísraelsmenn sögðu að hann væri skotmark árásarinnar. Times of Israel lýsa honum sem næstæðsta leiðtoga hreyfingarinnar, á eftir Naim Qassem. Hryðjuverkasamtökin, sem hafa notið stuðnings frá klerkastjórninni í Íran frá því þau voru stofnuð á níunda áratug síðustu aldar, segja enn fremur að Ísraelsmenn hafi með þessari árás sinni opnað gáttirnar fyrir frekari stigmögnun. Tabatabai, sem var starfsmannastjóri hernaðarvængs Hezbollah, var meðal þeirra fimm Hezbollah-liða sem létust í árás Ísralsmanna á fjölbýlishús í hverfinu Dahiyeh í suður Beirút en hverfið er undir stjórn Hezbollah. Tabatabai er háttsettasti Hezbollah-hershöfðinginn sem Ísraelsmenn hafa fellt frá því að vopnahlé hófst í nóvember í fyrra 2024. Vopnahléð átti að vera til þess fallið að binda enda á átök Hezbollah og Ísraels sem höfðu þá staðið yfir í ár. Ráðamenn í Ísrael hafa varað við því að hryðjuverkasamtökin reyni nú aftur að vopnast en Ísraelar drógu þó verulega úr hernaðargetu samtakanna í fyrra. Ríkisstjórn Líbanon samþykkti nýverið aðgerðaáætlun, sem studd er af yfirvöldum í Bandaríkjunum, um að afvopna Hezbollah fyrir lok þessa árs. Aðeins tveimur dögum fyrir árásina hafði forseti Líbanon, Joseph Aoun, sagt að líbönsk stjórnvöld væru reiðubúin að ganga að samningaborðinu til að afvopna Hezbollah og binda enda á árásir Ísraelsmanna á landið. Mahmoud Qamati, háttsettur fulltrúi Hezbollah, segir við Al Jazeera að Ísrael hafi farið yfir strikið með árás sinni og samtökin íhugi nú hvort þau eigi að bregðast við. Heilbrigðisyfirvöld í Líbanon segja að 28 manns hafi særst í árásinni. Ríkisútvarp Líbanon greindi frá því að tveimur eldflaugum hefði verið skotið á bygginguna og valdið umtalsverðu tjóni á byggingum og bílum í nágrenninu. Í lok árs 2023 hófust átök milli Ísraels og Hezbollah, eftir að vígamenn samtakanna hófu umfangsmiklar eldflaugaárásir á Ísrael þann 8. október 2023, eftir árás Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael. Rúmlega fjögur þúsund manns létu lífið í átökunum og árásunum í Líbanon og þúsundir eru örkumla. Í nóvember í fyrra samþykktu Ísraelsmenn og Hezbollah um vopnahlé sín á milli. Haytham Ali Tabatabai fæddist árið 1968 í Beirút, Líbanon, og gekk til liðs við Hezbollah á níunda áratugnum. Hann varð síðan foringi Radwan-sveitarinnar, sem er sérsveit innan Hezbollah. Hann starfaði einnig sem háttsettur foringi í hinni svokölluðu Deid 3800 innan Hezbollah, sem þjálfaði vígamenn í Sýrlandi, Jemen og Írak. Líbanon Ísrael Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Hezbollah staðfesti andlát Haytham Ali Tabatabai starfsmannastjóra í yfirlýsingu og hampaði honum þar sem frábærum hershöfðingja, að því er katarski miðillinn Al Jazeera greinir frá. Ísraelsmenn sögðu að hann væri skotmark árásarinnar. Times of Israel lýsa honum sem næstæðsta leiðtoga hreyfingarinnar, á eftir Naim Qassem. Hryðjuverkasamtökin, sem hafa notið stuðnings frá klerkastjórninni í Íran frá því þau voru stofnuð á níunda áratug síðustu aldar, segja enn fremur að Ísraelsmenn hafi með þessari árás sinni opnað gáttirnar fyrir frekari stigmögnun. Tabatabai, sem var starfsmannastjóri hernaðarvængs Hezbollah, var meðal þeirra fimm Hezbollah-liða sem létust í árás Ísralsmanna á fjölbýlishús í hverfinu Dahiyeh í suður Beirút en hverfið er undir stjórn Hezbollah. Tabatabai er háttsettasti Hezbollah-hershöfðinginn sem Ísraelsmenn hafa fellt frá því að vopnahlé hófst í nóvember í fyrra 2024. Vopnahléð átti að vera til þess fallið að binda enda á átök Hezbollah og Ísraels sem höfðu þá staðið yfir í ár. Ráðamenn í Ísrael hafa varað við því að hryðjuverkasamtökin reyni nú aftur að vopnast en Ísraelar drógu þó verulega úr hernaðargetu samtakanna í fyrra. Ríkisstjórn Líbanon samþykkti nýverið aðgerðaáætlun, sem studd er af yfirvöldum í Bandaríkjunum, um að afvopna Hezbollah fyrir lok þessa árs. Aðeins tveimur dögum fyrir árásina hafði forseti Líbanon, Joseph Aoun, sagt að líbönsk stjórnvöld væru reiðubúin að ganga að samningaborðinu til að afvopna Hezbollah og binda enda á árásir Ísraelsmanna á landið. Mahmoud Qamati, háttsettur fulltrúi Hezbollah, segir við Al Jazeera að Ísrael hafi farið yfir strikið með árás sinni og samtökin íhugi nú hvort þau eigi að bregðast við. Heilbrigðisyfirvöld í Líbanon segja að 28 manns hafi særst í árásinni. Ríkisútvarp Líbanon greindi frá því að tveimur eldflaugum hefði verið skotið á bygginguna og valdið umtalsverðu tjóni á byggingum og bílum í nágrenninu. Í lok árs 2023 hófust átök milli Ísraels og Hezbollah, eftir að vígamenn samtakanna hófu umfangsmiklar eldflaugaárásir á Ísrael þann 8. október 2023, eftir árás Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael. Rúmlega fjögur þúsund manns létu lífið í átökunum og árásunum í Líbanon og þúsundir eru örkumla. Í nóvember í fyrra samþykktu Ísraelsmenn og Hezbollah um vopnahlé sín á milli. Haytham Ali Tabatabai fæddist árið 1968 í Beirút, Líbanon, og gekk til liðs við Hezbollah á níunda áratugnum. Hann varð síðan foringi Radwan-sveitarinnar, sem er sérsveit innan Hezbollah. Hann starfaði einnig sem háttsettur foringi í hinni svokölluðu Deid 3800 innan Hezbollah, sem þjálfaði vígamenn í Sýrlandi, Jemen og Írak.
Líbanon Ísrael Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira