Facebook fimmtán ára Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. febrúar 2019 09:00 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Getty/David Paul Morris Fimmtán ár eru liðin í dag frá því að Mark Zuckerberg ýtti á takkann og sleppti taumunum af Facebook. Síðan þá hefur líf þessa þáverandi Harvard-nema breyst töluvert. Býr til að mynda í höll en ekki á heimavist. Upphaflega hét samfélagsmiðillinn reyndar TheFacebook og var í byrjun einungis aðgengilegur Harvard-nemum, síðar nemum við fleiri háskóla í Bandaríkjunum og Kanada. Uppvaxtarárin voru nokkuð strembin. Cameron og Tyler Winklevoss og Divya Narendra sökuðu Zuckerberg um að stela hugmyndum sínum. Það mál var loks leitt til lykta árið 2008 þegar Zuckerberg samdi um að afhenda þeim 1,2 milljónir hluta í fyrirtækinu. En Zuckerberg hélt ótrauður áfram. Opnað var fyrir almennar skráningar í september 2006 og miðillinn óx, óx og óx. Facebook var svo skráð á markað í maí 2012 og var þá metið á 104 milljarða Bandaríkjadala. Facebook og Zuckerberg hafa hins vegar beðið töluverðan álitshnekki undanfarið ár. Upp komst í fyrra um að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica hefði notfært sér persónuleg gögn Facebook-notenda, í raun vopnavætt þau, til þess að hafa áhrif á kosningar víða um heim. Augljósasta tilfellið var forsetakosningabaráttan í Bandaríkjunum. Þá uppgötvaðist fjöldi öryggisgalla á Facebook á síðasta ári sem bætti gráu ofan á svart. Eins og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í síðustu viku fellur hin mikla gagnasöfnun Facebook ekki í kramið hjá öllum í tæknigeiranum. Tim Cook, forstjóri Apple, sakar fyrirtækið um að gera notendur sína að vörunni með því að selja upplýsingar þeirra til auglýsenda. Hann og stjórnmálamenn úr flokki Demókrata hafa talað einna hæst fyrir nýrri löggjöf um samfélagsmiðla og önnur stór internetfyrirtæki. Undir þetta tók blaðamaður The Outline í vikunni í grein sem bar þá skemmtilegu fyrirsögn „Facebook ætti ekki að vera eina fimmtán ára barnið sem fær að gera hvað sem það vill“. En þrátt fyrir allt heldur Facebook áfram að vaxa. Á síðasta ársfjórðungi notuðu 1,52 milljarðar manns Facebook á hverjum einasta degi. Það er níu prósenta aukning frá því í fyrra. Sama aukning var á meðal mánaðarlegra notenda sem voru 2,32 milljarðar. Veltan eykst samhliða. Var 16,91 milljarður sem er meira en fyrirtækið hafði gert ráð fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tímamót Tækni Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Fimmtán ár eru liðin í dag frá því að Mark Zuckerberg ýtti á takkann og sleppti taumunum af Facebook. Síðan þá hefur líf þessa þáverandi Harvard-nema breyst töluvert. Býr til að mynda í höll en ekki á heimavist. Upphaflega hét samfélagsmiðillinn reyndar TheFacebook og var í byrjun einungis aðgengilegur Harvard-nemum, síðar nemum við fleiri háskóla í Bandaríkjunum og Kanada. Uppvaxtarárin voru nokkuð strembin. Cameron og Tyler Winklevoss og Divya Narendra sökuðu Zuckerberg um að stela hugmyndum sínum. Það mál var loks leitt til lykta árið 2008 þegar Zuckerberg samdi um að afhenda þeim 1,2 milljónir hluta í fyrirtækinu. En Zuckerberg hélt ótrauður áfram. Opnað var fyrir almennar skráningar í september 2006 og miðillinn óx, óx og óx. Facebook var svo skráð á markað í maí 2012 og var þá metið á 104 milljarða Bandaríkjadala. Facebook og Zuckerberg hafa hins vegar beðið töluverðan álitshnekki undanfarið ár. Upp komst í fyrra um að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica hefði notfært sér persónuleg gögn Facebook-notenda, í raun vopnavætt þau, til þess að hafa áhrif á kosningar víða um heim. Augljósasta tilfellið var forsetakosningabaráttan í Bandaríkjunum. Þá uppgötvaðist fjöldi öryggisgalla á Facebook á síðasta ári sem bætti gráu ofan á svart. Eins og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í síðustu viku fellur hin mikla gagnasöfnun Facebook ekki í kramið hjá öllum í tæknigeiranum. Tim Cook, forstjóri Apple, sakar fyrirtækið um að gera notendur sína að vörunni með því að selja upplýsingar þeirra til auglýsenda. Hann og stjórnmálamenn úr flokki Demókrata hafa talað einna hæst fyrir nýrri löggjöf um samfélagsmiðla og önnur stór internetfyrirtæki. Undir þetta tók blaðamaður The Outline í vikunni í grein sem bar þá skemmtilegu fyrirsögn „Facebook ætti ekki að vera eina fimmtán ára barnið sem fær að gera hvað sem það vill“. En þrátt fyrir allt heldur Facebook áfram að vaxa. Á síðasta ársfjórðungi notuðu 1,52 milljarðar manns Facebook á hverjum einasta degi. Það er níu prósenta aukning frá því í fyrra. Sama aukning var á meðal mánaðarlegra notenda sem voru 2,32 milljarðar. Veltan eykst samhliða. Var 16,91 milljarður sem er meira en fyrirtækið hafði gert ráð fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tímamót Tækni Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira