Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Agnar Már Másson skrifar 22. nóvember 2025 17:28 Selenskí ræðir símleiðis við þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Forsetaembætti Úkraínu Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sat fjarfund með forsætisráðherra Íslands í morgun auk annarra þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hann segist hafa útskýrt næstu skref Úkraínumanna í friðarviðræðum. Forsætisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið, en Bandaríkjamenn vilja að Úkraínumenn samþykki friðartillögur sem samdar voru af ráðamönnum í Moskvu og Washington. Úkraínuforsetinn greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að hann hafi átt fjarfund með leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Á mynd sem úkraínska forsetaembættið birti á Facebook má sjá Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra Íslands í glugga á tölvuskjá Úkraínuforsetans. „Ég sagði þeim frá vinnu okkar með bandarískum og evrópskum félögum okkar um að binda enda á stríðið og um okkar næstu skref,“ skrifar forsetinn. Af tölvuskjá Selenskís.Forsetaembætti Úkraínu Kristrún og Selensí sátu fundinn með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs, Eviku Siliņa forsætisráðherra Lettlands, Gitanas Nausėda forsætisráðherra Litháens, Alexander Stubb Finnlandsforseta og Petteri Orpo forsætisráðherra Finnlands auk Kristen Michal forseta Eistlands. „Frá fyrstu dögum þessa stríðs hefur Úkraína leitað að virðulegum friði eins og enginn annar, og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vinna eins markvisst og mögulegt er,“ skrifar forsetinn en í gær gaf hann til kynna að bandamenn Úkraínumanna, væntanlega Bandaríkjamenn þar helst, reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa gefið til kynna að þeir muni slíta á flæði upplýsinga og vopna, sem Úkraínumenn og/eða önnur ríki Evrópu hafa keypt af Bandaríkjamönnum, skrifi Selenski ekki fljótt undir friðaráætlun sem skrifuð var af bandarískum og rússneskum erindrekum. „Ég þakka öllum leiðtogum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu og Úkraínumenn, baráttu okkar fyrir frelsi, fullveldi og landhelgi. Við metum mikils samstöðuna og skilninginn á þeim afstöðum sem eru grundvallaratriði fyrir Úkraínu,“ skrifar Selensí. Tuttugu og átta liða friðaráætluninni hefur verið lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og inniheldur þó nokkra liði sem Úkraínumenn hafa áður sagt að þeir geti ekki sætt sig við. Þá eru aðrir liðir í friðaráætluninni sem munu reynast ríkjum Evrópu erfiður biti að kyngja Kristrún greninir einnig frá fundinum á Facebook: „Átti samtal í morgun við Vólódímír Selenskí forseta Úkraínu, ásamt leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Þessi hópur stendur þétt við bakið á Úkraínu. Það er nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið. Barátta Úkraínu er barátta okkar allra.“ Fréttin hefur verið uppfærð með færslu Kristrúnar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Eistland Litáen Danmörk Noregur Svíþjóð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Finnland Lettland Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Úkraínuforsetinn greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að hann hafi átt fjarfund með leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Á mynd sem úkraínska forsetaembættið birti á Facebook má sjá Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra Íslands í glugga á tölvuskjá Úkraínuforsetans. „Ég sagði þeim frá vinnu okkar með bandarískum og evrópskum félögum okkar um að binda enda á stríðið og um okkar næstu skref,“ skrifar forsetinn. Af tölvuskjá Selenskís.Forsetaembætti Úkraínu Kristrún og Selensí sátu fundinn með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs, Eviku Siliņa forsætisráðherra Lettlands, Gitanas Nausėda forsætisráðherra Litháens, Alexander Stubb Finnlandsforseta og Petteri Orpo forsætisráðherra Finnlands auk Kristen Michal forseta Eistlands. „Frá fyrstu dögum þessa stríðs hefur Úkraína leitað að virðulegum friði eins og enginn annar, og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vinna eins markvisst og mögulegt er,“ skrifar forsetinn en í gær gaf hann til kynna að bandamenn Úkraínumanna, væntanlega Bandaríkjamenn þar helst, reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa gefið til kynna að þeir muni slíta á flæði upplýsinga og vopna, sem Úkraínumenn og/eða önnur ríki Evrópu hafa keypt af Bandaríkjamönnum, skrifi Selenski ekki fljótt undir friðaráætlun sem skrifuð var af bandarískum og rússneskum erindrekum. „Ég þakka öllum leiðtogum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu og Úkraínumenn, baráttu okkar fyrir frelsi, fullveldi og landhelgi. Við metum mikils samstöðuna og skilninginn á þeim afstöðum sem eru grundvallaratriði fyrir Úkraínu,“ skrifar Selensí. Tuttugu og átta liða friðaráætluninni hefur verið lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og inniheldur þó nokkra liði sem Úkraínumenn hafa áður sagt að þeir geti ekki sætt sig við. Þá eru aðrir liðir í friðaráætluninni sem munu reynast ríkjum Evrópu erfiður biti að kyngja Kristrún greninir einnig frá fundinum á Facebook: „Átti samtal í morgun við Vólódímír Selenskí forseta Úkraínu, ásamt leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Þessi hópur stendur þétt við bakið á Úkraínu. Það er nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið. Barátta Úkraínu er barátta okkar allra.“ Fréttin hefur verið uppfærð með færslu Kristrúnar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Eistland Litáen Danmörk Noregur Svíþjóð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Finnland Lettland Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira