Loftslagsbreytingar og Háskóli Íslands Aðalbjörg Egilsdóttir og Ásmundur Jóhannsson skrifar 4. febrúar 2019 12:53 Eitt stærsta vandamál 21. aldarinnar er hlýnun jarðar. Rannsóknir vísindamanna á hlýnun jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda hafa leitt í ljós að hún er af manna völdum og að róttækra aðgerða sé þörf viljum við hægja á breytingunum sem eru nú þegar byrjaðar. Mikilvægt er að allir leggi sitt af mörkum, en sem stærsta menntastofnun og einn stærsti vinnustaður landsins á Háskóli Íslands að vera leiðandi í úrbótum í umhverfismálum. Stefna Röskvu í umhverfismálum er metnaðarfull og horfir til margra vinkla ógnarinnar sem síaukin losun gróðurhúsalofttegunda er. Stefnt er að minni matarsóun innan skólans með því að selja vörur á síðasta séns með afslætti, minna kolefnisfótspori með því að hvetja til fjarfunda frekar en kolefnisfrekra fluga til annarra landa og því að gera öllum nemendum skólans auðveldara að nýta almenningssamgöngur, hjól eða tvo jafnfljóta sem ferðamáta. Ein stærsta breytingin sem við viljum sjá í umhverfismálum háskólans er að nemendur og starfsmenn noti almenningssamgöngur í eins miklum mæli og mögulegt er en um 66% af kolefnisfótspori háskólans er vegna notkunar einkabílsins. Í því skyni höfum við komið fram með hugmyndina um samgöngukort að fyrirmynd U-pass, sem er þekkt í mörgum skólum í Norður-Ameríku. Fyrir utan að vera umhverfisvænn kostur væri slíkt kort hagkvæmt fyrir stúdenta og myndi minnka bílaumferð til og frá háskólasvæðinu til muna. Draumurinn er að með slíku korti fengju nemendur aðgang að strætó, hjólaleigu og samnýtingu bíla. Með góðu samstarfi við marga, m.a. Félagsstofnun stúdenta, höfum við náð árangri síðustu tvö ár en erum hvergi nærri hætt. Nú eru til sölu græn kaffikort í Hámu, sem gefa afslátt af kaffi og te í fjölnota kaffimálum, loksins er hægt að endurvinna málma innan háskólans og þjónustu næturstrætó verður haldið áfram eftir mikinn þrýsting. Auk þessa hefur úrval á vegan fæði aukist og hjólaskýli hefur verið byggt fyrir framan VR-II en fleiri hjólaskýli eru í kortunum á næstu mánuðum. En hvernig förum við að því að koma breytingum eins og samgöngukorti í gegn? Breytingum sem hefðu þurft að gerast helst fyrir mörgum árum? Svarið er róttækni. Róttækar aðgerðir eru eitthvað sem Röskva er alls ekki hrædd við og við þurfum þær til að sjá breytingar á umhverfismálum háskólans. Kjósið umhverfismál og háskóla fyrir alla. Kjósið Röskvu.Höfundar stunda nám við Háskóla Íslands og skipa 1. og 2. sæti á lista Röskvu hjá Verkfræði- og náttúrúvísindasviði hjá Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta vandamál 21. aldarinnar er hlýnun jarðar. Rannsóknir vísindamanna á hlýnun jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda hafa leitt í ljós að hún er af manna völdum og að róttækra aðgerða sé þörf viljum við hægja á breytingunum sem eru nú þegar byrjaðar. Mikilvægt er að allir leggi sitt af mörkum, en sem stærsta menntastofnun og einn stærsti vinnustaður landsins á Háskóli Íslands að vera leiðandi í úrbótum í umhverfismálum. Stefna Röskvu í umhverfismálum er metnaðarfull og horfir til margra vinkla ógnarinnar sem síaukin losun gróðurhúsalofttegunda er. Stefnt er að minni matarsóun innan skólans með því að selja vörur á síðasta séns með afslætti, minna kolefnisfótspori með því að hvetja til fjarfunda frekar en kolefnisfrekra fluga til annarra landa og því að gera öllum nemendum skólans auðveldara að nýta almenningssamgöngur, hjól eða tvo jafnfljóta sem ferðamáta. Ein stærsta breytingin sem við viljum sjá í umhverfismálum háskólans er að nemendur og starfsmenn noti almenningssamgöngur í eins miklum mæli og mögulegt er en um 66% af kolefnisfótspori háskólans er vegna notkunar einkabílsins. Í því skyni höfum við komið fram með hugmyndina um samgöngukort að fyrirmynd U-pass, sem er þekkt í mörgum skólum í Norður-Ameríku. Fyrir utan að vera umhverfisvænn kostur væri slíkt kort hagkvæmt fyrir stúdenta og myndi minnka bílaumferð til og frá háskólasvæðinu til muna. Draumurinn er að með slíku korti fengju nemendur aðgang að strætó, hjólaleigu og samnýtingu bíla. Með góðu samstarfi við marga, m.a. Félagsstofnun stúdenta, höfum við náð árangri síðustu tvö ár en erum hvergi nærri hætt. Nú eru til sölu græn kaffikort í Hámu, sem gefa afslátt af kaffi og te í fjölnota kaffimálum, loksins er hægt að endurvinna málma innan háskólans og þjónustu næturstrætó verður haldið áfram eftir mikinn þrýsting. Auk þessa hefur úrval á vegan fæði aukist og hjólaskýli hefur verið byggt fyrir framan VR-II en fleiri hjólaskýli eru í kortunum á næstu mánuðum. En hvernig förum við að því að koma breytingum eins og samgöngukorti í gegn? Breytingum sem hefðu þurft að gerast helst fyrir mörgum árum? Svarið er róttækni. Róttækar aðgerðir eru eitthvað sem Röskva er alls ekki hrædd við og við þurfum þær til að sjá breytingar á umhverfismálum háskólans. Kjósið umhverfismál og háskóla fyrir alla. Kjósið Röskvu.Höfundar stunda nám við Háskóla Íslands og skipa 1. og 2. sæti á lista Röskvu hjá Verkfræði- og náttúrúvísindasviði hjá Háskóla Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun